Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 100

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 100
Guðrún V. Stefánsdóttir Hún missti af óvissuferðinni: „Mér fannst það svolítið svona leiðinlegt að enginn hafði látið mig vita. Maður þurfti að skrá sig og svo þurfti að borga. Ég hefði alveg viljað fara með en ég var ekkert látin vita." Annar þátttakandi hafði svipaða sögu að segja en hann hitti samstarfsfólk sitt lítið fyrir utan vinnu: „Það þarf stundum að setja nafnið sitt á einhvern lista og ég skil þá ekki." Bent hefur verið á að starfs- ánægja fólks með þroskahömlun eins og allra annarra tengist þátttöku í félagslífi á vinnustað (Cimera, 2008; Margrét Magn- úsdóttir, 2010). Fólk með þroskahömlun þarf oft stuðning við félagsleg samskipti. í því samhengi hefur verið bent á að ákjós- anlegt sé að ákveðinn vinnufélagi styðji fólkið ekki bara í sambandi við verkefni tengd vinnunni heldur líka í félagslegum samskiptum og hvetji það til að taka þátt í viðburðum utan vinnu (Anna Einarsdóttir, 2000). Nokkrir af þátttakendum í rannsókn- inni starfa á vernduðum vinnustöðum. I niðurstöðum kemur fram að þeir hafa minni tækifæri til að hitta vinnufélagana fyrir utan vinnu en þeir sem starfa á al- mennum vinnumarkaði. Svo virðist sem þessi hópur sé félagslega einangraður en rannsóknir hafa bent til að fólk sem starfar á vernduðum vinnustöðum búi oft við mikla einangrun frá samfélaginu (Anna Einarsdóttir, 2000; Kristín Björnsdóttir, 2009). Niðurstöður rannsóknarinnar sem hér er fjallað um styðja þetta. Þrátt fyrir dæmi um neikvæða upp- lifun diplómunema af félagslegri þátttöku á vinnustöðum sýna niðurstöður rann- sóknarinnar að í flestum tilfellum hafi samstarfið á vinnustöðum gengið vel og að samstarfsfólk hafi verið tilbúið að veita stuðning ef til þess var leitað. Samantekt og niðurlag í greininni var leitast við að varpa ljósi á það hvernig atvinnuþátttöku útskrifaðra diplómunema er háttað og hvernig námið nýtist fólkinu. Þá var sjónum beint að félagslegri þátttöku þeirra á vinnustað og hvernig stuðningi við þá hefur verið háttað. I niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram mikilvægi atvinnuþátttöku fyrir fólkið og að fá tækifæri til að vera í starfi sem það hefur sjálft valið sér og hefur áhuga á. Ávinningur diplómunáms- ins fyrir atvinnuþátttöku útskrifaðra nema birtist í því að ríflega helmingur hópsins var með atvinnu sem tengist viðfangsefn- um námsins og rúm 70% hópsins í starfi á almennum vinnumarkaði. Auk þess virð- ist námið hafa aukið nemendum sjálfs- traust og sjálfsvirðingu sem ætla má að nýtist þeim vel á vinnumarkaði. Þó að ekki sé hægt að fullyrða út frá niðurstöðum rannsóknarinnar að þessir þættir hafi haft afgerandi áhrif á atvinnuþátttöku er margt sem bendir til að með auknu sjálfstrausti og sjálfsvirðingu aukist hæfnin til að tak- ast á við ögrandi verkefni á vinnumarkaði eins og í lífinu almennt (O'Brien o.fl., 2009; Hart o.fl., 2006; Uditsky og Hughson, 2012). Þá kom fram að þátttakendur töldu að starfsnámið á námstímanum hefði und- irbúið þá vel fyrir þátttöku á almennum vinnumarkaði og aukið atvinnumöguleika hjá mörgum þátttakendum. Þrátt fyrir þessar jákvæðu niðurstöður kom einnig fram að auka þyrfti stuðning við nem- endur í náminu, ekki síst starfsnámi, og 98
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.