Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 90

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 90
Guðrún V. Stefánsdóttir þess er slíkur stuðningur talinn líklegri til að efla félagslega þátttöku, vellíðan og vinnuhæfni fólks með þroskahömlun (Ci- mera, 2008; Weston, 2002). Á íslandi hefur tíðni atvinnuþátttöku fólks með þroskahömlun ekki verið rann- sökuð áður. Aftur á móti hafa nokkrar meistaraprófsrannsóknir beinst að at- vinnumálum fólks með þroskahömlun en þær hafa byggst á viðtölum við fólkið, stuðningsaðila þess og vinnuveitendur (Anna Einarsdóttir, 2000; Margrét Magn- úsdóttir, 2010; Kristján Valdimarsson, 2003; María Elísabet Guðsteinsdóttir, 2009). Þessar rannsóknir benda til þess að stuðningur við þennan hóp á vinnumark- aði sé oft stopull og tilviljunarkenndur. Þá virðist vera algengt að hann beinist mest að einstaklingnum og aðstoð við hann í stað þess að styðja samstarfsfólk eins og gert er ráð fyrir í hugmyndafræði AMS. Auk þess kom fram að fatlað fólk hefur lítið val um atvinnu og er að mjög litlu leyti haft með í ráðum þegar ákveðið er hvernig hátta skuli stuðningi við það á vinnustöðum. Grein þessi byggist á rannsókn sem unn- in var sumarið og haustið 2012 og beindist að atvinnuþátttöku útskrifaðra nemenda frá Háskóla íslands úr starfstengdu dip- lómunámi fyrir fólk með þroskahömlun. í greininni er leitast við að varpa ljósi á það hvernig atvinnuþátttöku fólksins var háttað og hvernig diplómunámið hefur nýst því. Þá var sjónum beint að félags- legri þátttöku fólksins á vinnustöðum og kannað hvers konar stuðning það telur best til þess fallinn að stuðla að aukinni hæfni sinni, vellíðan og félagslegri þátt- töku á vinnustað. Aðferð Stærstur hluti rannsóknarinnar sem hér er greint frá var unninn samkvæmt eigind- legri aðferðafræði sem hefur talsvert verið notuð í rannsóknum með jaðarhópum og snýst um að öðlast skilning á því hvernig einstaklingar og hópar skilja og túlka að- stæður sínar og reynslu (Creswell, 2007). Þær hafa reynst vel í rannsóknum með fólki með þroskahömlun og skapað rými fyrir raddir þeirra og sjónarmið (Atkin- son, 2004; Guðrún V. Stefánsdóttir, 2008; Kristín Björnsdóttir, 2009). Gagna var aflað með eigindlegum rýnihópaviðtölum og einstaklingsviðtölum. Auk þess voru tekin símaviðtöl til að afla tölulegra gagna um það hvar þátttakendur voru að vinna, hvernig þeir höfðu fengið vinnuna og hvað þeir voru að gera áður en þeir hófu diplómunámið. Ekki voru notaðir spurn- ingalistar, nema í símaviðtölum, heldur var reynt að öðlast skilning á reynslu viðmælenda með opnum spurningum sem byggðar voru á viðtalsramma rann- sakanda (Creswell, 2007). Efni rannsóknarinnar, atvinnuþátttaka útskrifaðra diplómunema, beindist að ákveðnum hópi og var því ljóst til hvaða þátttakenda yrði leitað. Um er að ræða tvo hópa sem hafa útskrifast úr náminu, annars vegar árið 2009 og hins vegar árið 2011. Byrjað var á því að hringja í alla nem- endur sem höfðu útskrifast en þeir voru 39 talsins. Þeir samþykktu allir að svara spurningum í síma. í símaviðtölunum var athyglinni fyrst og fremst beint að stöðu fólksins á vinnumarkaði og spurt var einfaldra spurninga eins og „Hvar ertu að vinna?" og „Hvernig fékkstu vinnuna?". I lok símaviðtals voru viðmælendur spurð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.