Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 152

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 152
Kári Kristinsson, Tinna Dahl Christiansen og Friðrik Eysteinsson skoðun er ljóst að þeir nota upplýsingar úr ferilskrám til þess að ákveða hvaða umsækjendur verðskuldi nánari skoðun, til dæmis atvinnuviðtal (Thoms o.fl., 1999). Fræðimenn og sérfræðingar í mann- auðsmálum eru almennt sammála um að tvö mikilvægustu atriði ferilskrárinnar séu upplýsingar um menntun og starfsreynslu umsækjandans (Knouse, 1994). Sá sem les ferilskrána reynir að nota upplýsingar um menntun umsækjandans til þess að máta árangur í námi við starfskröfur, en upp- lýsingar um fyrri starfsreynslu gætu þó verið mikilvægasti liðurinn í ferilskránni. Lesandinn reynir að bera starfstitla, starfs- skyldur og ábyrgðarsvið saman við kröfur starfsins sem umsækjandinn er að sækja um (Knouse, 1994). MeÖaleinkunn íferilskrám Það hvort umsækjanda hentar að setja meðaleinkunn í ferilskrá ákvarðast af þvf hver hún er. Með því að setja háa meðal- einkunn í ferilskrá er mögulegt að stýra þeim áhrifum sem lesandi hennar verður fyrir (Thoms o.fl., 1999). Það gæti því verið gott fyrir umsækjanda að setja inn meðal- einkunn í þeim tilfellum sem hún er há en sleppa henni ef hún er lág. Niðurstöður fyrri rannsókna eru þó misvísandi (Thoms o.fl., 1999) og ekki er vitað hversu mikils virði meðaleinkunn er í ráðningarferlinu, hvort sem hún er há eða lág. Oliphant og Alexander Iii (1982) báðu starfsmanna- stjóra að meta ferilskrár þar sem kyn, aldur, hjúskaparstaða og námsárangur var mismunandi. Niðurstöður sýndu að fer- ilskrár sem innihéldu ekki upplýsingar um námsárangur (meðaleinkunn) voru metn- ar lægstar með 3,41. Þeir sem voru með slæman námsárangur voru metnir aðeins hærra eða með 3,54 á meðan þeir sem voru með góðan námsárangur voru metnir hæst með 5,20 (Oliphant og Alexander Iii, 1982). Út frá niðurstöðum er því ekki ólíklegt að þeir sem eru með hærri meðaleinkunn séu metnir betri (Thoms o.fl., 1999). Niðurstöður rannsóknar Thoms o.fl. (1999) sýndu að umsækjendur sem voru með meðalháa meðaleinkunn í ferilskrám voru oftar valdir en umsækjendur sem gáfu ekki upp meðaleinkunn. Umsækj- endur með háa meðaleinkunn í ferilskrám voru einnig oftar valdir en umsækjendur með lága meðaleinkunn í ferilskrám. Rannsóknir sýna að nemendur með háa meðaleinkunn eru líklegri en nemendur með lága meðaleinkunn til þess að fá at- vinnuviðtal. Draga mætti þá ályktun að þeir nemendur séu því einnig líklegri til að verða ráðnir; því eru eftirfarandi tilgátur settar fram: Tilgáta 5: Umsækjandi með háa meðal- einkunn (8,5) er líklegri til þess að verða boðið í atvinnuviðtal en umsækjandi með lága meðaleinkunn (6,5). Tilgáta 6: Umsækjandi með háa meðal- einkunn (8,5) er líklegri til þess að verða ráðinn en umsækjandi með lága meðal- einkunn (6,5). Aðferð Þátttákendur Fenginn var listi frá Credit Info þann 26. maí 2011 yfir 300 stærstu fyrirtæki á íslandi út frá skráðum starfsmannafjölda. Listinn var þó ekki tæmandi þar sem ekki eru öll 150
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.