Fréttablaðið - 26.11.2016, Page 128

Fréttablaðið - 26.11.2016, Page 128
Börnin reka upp stór augu þegar ég segi þeim að ég eigi tólf kílóa kött og sýni þeim myndir. Ég var byrjuð á þessari bók þegar fyrri bókin kom út. Hin endaði á svo hættulegum stað svo að ég varð að halda áfram og ljúka ævintýrinu,“ segir Ragnheiður Eyjólfsdóttir, höf- undur hinnar nýju unglingabókar Skuggasaga – Undirheimar. Fyrsta bókin hennar, Skuggasaga – Arftak- inn hlaut tvenn verðlaun í fyrra. Nú er Helga Birgisdóttir, doktorsnemi í íslenskum bókmenntum, búin að ritrýna nýju bókina og virðist ánægð með hana og Vikan fer einn- ig fögrum orðum um hana. „Það er ótrúlega gaman að fá svo góðar viðtökur, sérstaklega þar sem ég er byrjandi í ritstörfum og ekkert alveg örugg í því sem ég er að gera,“ segir Ragnheiður. Hún kveðst hafa hug á að halda áfram ritstörfum en það fari svolítið eftir aðstæðum hvort skrifin verði að hliðarverkefni næstu misserin, enda sé seint hægt að lifa af þessu. „Ég er menntaður arkitekt og hef unnið sjálfstætt hjá arkitekta- stofum. Þó reyndar minna síðustu ár en áður, út af ritstörfunum, en nú er mig farið að klæja svolítið eftir að taka upp músina aftur! Bókaskrifin eru samt spennandi viðfangsefni og ég er með nokkrar hugmyndir í kollinum. Er ekkert góð í að sitja á kvöldin og horfa á Netflix, mér finnst ég verða að nýta tímann í það sem skilur eitthvað eftir.“ Spurð hvort hún eigi andvökur yfir skriftunum svarar Ragnheiður: „Já, það koma tímabil sem ég vaki við að skrifa. Oftast af því að ég get ekki hætt en líka þegar skiladagur nálgast og ég vanda mig eins og mér er unnt. En ég er með fimm ára ósvikið háskólanám í andvöku- nóttum eftir arkitektanámið svo það er ekki vandamál!“ Ragnheiður býr úti í Þýskalandi, með eiginmanni, fjögurra ára syni og ketti. Hún segir köttinn vin- sælt umræðuefni þegar hún sé að kynna bækurnar fyrir börnum því ein sögupersónan sé skuggabaldur, sambland af ketti og ref, sem á að vera svolítið stór. „Börnin reka upp stór augu þegar ég segi þeim að ég eigi tólf kílóa kött og sýni þeim myndir. Þau sem hlustuðu á mig í fyrra muna enn eftir honum og spyrja núna hvernig hann hafi það.“ Það verða í kringum tuttugu skólar sem Ragnheiður fer í þetta haustið til að lesa upp. Hún segir það mjög skemmtilegt. „Þegar ég er með krökkum minni ég þau á hvað það er mikilvægt að vera dugleg að lesa, því það opnar svo margar leiðir í framtíðinni. Tungumálið er undir- staða annars náms og með lestri bóka er maður alltaf að læra ný orð.“ Sjálf kveðst hún hafa verið mik- ill bókaormur sem barn – og vera enn. Viðurkennir að bókin eigi nú í samkeppni við margs konar aðra afþreyingu. „Ég fagna útgáfu rafbóka því þar er verið að tengja tímana saman,“ segir hún. „En auðvitað jafnast ekkert á við að vera með alvörubók í höndunum.“ Er með fimm ára ósvikið háskólanám í andvökunóttum ragnheiður eyjólfsdóttir hlaut íslensku barnabókaverðlaunin 2015 og Bóksalaverðlaunin í flokki táningabóka fyrir sína fyrstu bók. nú er hún komin með framhald úr undirheimum. Ljósin tendruð á Hamborgartrénu í 52. sinn á Miðbakkanum við Reykjavíkurhöfn Ljósin á Hamborgartrénu verða tendruð kl. 17:00 laugardaginn 26. nóvember en tréð er staðsett á Miðbakka Reykjavíkurhafnar. Þetta er í 52. skiptið sem góðir vinir í Hamborg senda jólatré til Reykjavíkurhafnar en fyrsta tréð kom árið 1965. Við athöfnina munu fulltrúar frá Hamborg flytja stutt ávarp um leið og þeir afhenda gjöfina. Björn Blöndal, varaformaður Faxaflóahafna sf., þakkar fyrir jólatréð fyrir hönd Faxaflóahafna. Staðgengill sendiherra Þýskalands á Íslandi, Diane Röhrig, ávarpar gesti við tréð ásamt Dr. Sverrir Schopka, fulltrúa Þýsk-Íslenska félagsins í Þýskalandi. Að athöfn lokinni er gestum boðið í heitt súkkulaði og viðeigandi bakkelsi í Hafnarhúsinu. Félagar úr Lúðrasveit Hafnarfjarðar leika jólalög. Þessi fallegi siður, að senda jólatré til Reykjavíkurhafnar, er tileinkaður íslenskum togarasjómönnum sem sigldu á Hamborg með fisk strax eftir seinni heimstyrjöld- ina. Þess er sérstaklega minnst að sjómennirnir gáfu svöngu og ráðlausu fólki á hafnarsvæðinu fiskisúpu á meðan verið var að landa úr togaranum. Á hverju ári síðan árið 1965 hefur Eimskipafélag Íslands flutt tréð endurgjalds- laust til Reykjavikur og í ár eru það Íslandsvinafélögin í Hamborg og Köln sem styrkja þetta framtak. Faxaflóahafnir ásamt Þýsk-Íslenska Viðskiptaráðinu hafa staðið fyrir skipulagningu að móttöku trésins. Anleuchten des Weihnachtsbaumes aus Hamburg zum 52. mal am Miðbakki, Reykjavik-Hafen Am Samstag, den 26. November 2016, um 17:00 Uhr wird pünktlich zur Weihnachtszeit zum 52. mal der Weihnachtsbaum aus Hamburg in Reykjavík angeleuchtet. Der Baum ist ein Zeichen der Dankbarkeit für die Hilfspakete isländischer Seeleute an bedürftige Menschen in Hamburg nach dem Zweiten Weltkrieg. Der erste Baum kam 1965! Sprecher der Delegation aus Hamburg werden eine kurze Ansprache halten, während sie die Tanne offiziell übergeben. Björn Blöndal, Vizevorsitzender der Faxaflóahäfen wird sich im Auftrag des Hafens für die Tanne bedanken. Daraufhin folgt eine kurze Ansprache von Frau Diane Röhrig, der ständigen Vertreterin des Deutschen Botschafters in Island, begleitet von Sverrir Schopka, Sprecher der Deutsch-Isländischen Gesellschaft in Deutschland. Im Anschluß werden die Gäste zu heißer Schokolade und Gebäck ins Hafenhaus eingeladen. Mitglieder der Hafnarfjörður-Blaskapelle spielen Weihnachtslieder. Seit 1965 hat Eimskip den Transport der Tanne jedes Jahr gesponsort und dieses Jahr hat ebenfalls Gesellschaft der Freunde Islands, Hamburg, und Deutsch-Isländische Gesellschaft, Köln, dieses Unterfangen unterstützt. Die Faxaflóahäfen und die Deutsch-Isländische Handelskammer haben den Transport und den Empfang der Tanne organisiert. „Ég er ekkert góð í að sitja á kvöldin og horfa á Netflix,“ segir Ragnheiður. FRÉttablaðið/SteFáN Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is BESTA TÓNLISTIN FRÁ 1960 1985 ÞESSI GÖMLU GÓÐU Á EINUM STAÐ 2 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r72 m e n n i n G ∙ F r É T T A b L A ð i ð menning 2 6 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 1 4 4 s _ P 1 4 1 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 2 8 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 7 1 -C 1 0 0 1 B 7 1 -B F C 4 1 B 7 1 -B E 8 8 1 B 7 1 -B D 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.