Morgunblaðið - 12.05.2016, Side 42
42 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016
urt skeið skrifað og birt fréttir sem
skrifaðar eru á þennan sjálfvirka
hátt og verið þar í fararbroddi. Þar
er notað forritið Wordsmith sem er
aðgengilegt öllum á netinu. Á vef-
síðu Wordsmith segir að eftir að
AP tók forritið í þjónustu sína hafi
fjöldi frétta um ársfjórðungslega
afkomu fyrirtækja margfaldast.
Áður hafi um 300 slíkar fréttir ver-
ið skrifaðar á hverjum ársfjórð-
ungi, nú séu þær um 4.300 og með
þessari tækni sé t.d. hægt að skrifa
1.000 útgáfur af sömu fréttinni,
sem birtar séu á mismunandi vett-
vangi og ætlað er að höfða til mis-
munandi hópa í stað þess að skrifa
eina frétt sem eigi að hafa skír-
skotun til allra. „Nú er komið tækið
sem vinnur þau verk sem blaða-
mönnum leiðist,“ segir í umfjöll-
uninni. Þar er haft eftir talsmanni
AP að færri villur séu núna gerðar í
þessum fréttum en áður var. Eng-
um hafi verið sagt upp vegna til-
komu forritsins, því nú gefist blaða-
mönnum tækifæri til að vinna
ítarlegri umfjallanir.
Ekki gert í hagræðingarskyni
Fyrir tveimur vikum tilkynnti
John Micklethwait, aðalritstjóri
Bloomberg-fréttaveitunnar, að þar
hefði verið sett á stofn teymi tíu
blaðamanna sem ættu að kanna
hvort og hvernig sjálfvirk blaða-
mennska myndi henta við frétta-
skrif Bloomberg, sem fyrst og
fremst eru viðskiptafréttir. Mick-
lethwait lagði áherslu á að þetta
væri ekki gert í hagræðingarskyni.
„Þegar vel tekst til, býður sjálfvirk
blaðamennska upp á möguleika til
að gera starfið okkar miklu áhuga-
verðara,“ sagði hann af þessu til-
efni. „Þeim tíma sem við verjum til
að leita staðreynda getum við núna
varið til að útskýra þær. En nota-
gildið er takmarkað nema við
stjórnvölinn sitji blaðamaður með
gagnrýnið fréttamat.“
Ógn eða tímanna tákn?
Svokölluð róbótablaðamennska verður sífellt útbreiddari Ein af mörgum
breytingum í fjölmiðlaheiminum Notagildið sagt takmarkað án blaðamanns
AFP
Vélmenni Munu þessi róbóti og hans líkar verða í framvarðasveit fréttamennsku? Bent hefur verið á að tæknin sem
býður upp á sjálfvirk fréttaskrif hafi takmarkað notagildi ef ekki komi til blaðamaður með gagnrýnið fréttamat.
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Um nokkurt skeið hafa ýmsir stórir
erlendir fjölmiðlar, auglýsinga-
stofur og fréttaveitur notast við
textagerðarforrit við fréttaskrif.
Tækninni á þessu sviði fleygir sí-
fellt fram, áður voru vangaveltur
um að þessi tækni myndi ýta blaða-
mönnum úr starfi nokkuð áberandi
en í seinni tíð hafa margir bent á að
hún sé kærkomin
viðbót í sífellt
breytilegu
starfsumhverfi
blaðamannsins.
Á vef WAN-
IFRA, sem eru
alþjóðasamtök
blaða- og frétta-
miðlaútgefenda,
er fjallað um
sjálfvirka blaða-
mennsku, sem á
ensku kallast automated journ-
alism. Stundum er líka talað um ró-
bótablaðamennsku. Þar eru ýmis
dæmi nefnd til sögunnar, m.a. vef-
síðan PollyVote.com. Þar eru nið-
urstöður skoðanakannana og ýmsar
aðrar tölulegar upplýsingar færðar
inn í kerfið PollyBot sem með full-
tingi reiknirita eða algóritma
breytir þessum upplýsingum í
fréttatexta.
Á vefsíðu PollyVote segir að
þetta henti við skrif frétta þar sem
töluleg gögn séu fyrir hendi, eins
og t.d. niðurstöður skoðanakannana
og afkomutölur fyrirtækja.
Þetta þýðir þó ekki að manns-
höndin komi hvergi nærri, því allt
sem algóritminn gerir er vegna
þess að einhver hefur forritað hann
til að gera það. Þá þarf að viðhalda
og uppfæra hann.
Gætu farið dýpra í hlutina
„Þessi tækni er ein af mörgum
breytingum sem hafa orðið í fjöl-
miðlaheiminum undanfarin ár,“
segir Valgerður Anna Jóhanns-
dóttir, aðjunkt og umsjónarmaður
MA-náms í blaða- og frétta-
mennsku í Háskóla Íslands. „Það
er ekki orðið þannig að þetta geti
leyst af hendi öll verkefni blaða-
manna; t.d. er ekki hægt að taka
viðtöl með þessari tækni eða út-
skýra af hverju eitthvað gerðist.
Það hefur verið nokkuð í um-
ræðunni að þetta gæti orðið til þess
að auka þann tíma sem blaðamenn
hefðu til að fara dýpra í hlutina.“
Fréttaveitan AP hefur um nokk-
Valgerður Anna
Jóhannsdóttir
Aðalfundur Samfoks, samtaka for-
eldra grunnskólabarna í Reykjavík,
var haldinn í Norðlingaskóla í vik-
unni.
Á undan fundinum leiddi Sif Víg-
þórsdóttir skólastjóri fundargesti
um skólann og sagði frá starfinu en
Norðlingaskóli hefur hlotið mikið lof
fyrir nálgun sína við nemendur með
fjölþættan vanda, segir í frétt frá
samtökunum.
Í lok aðalfundarins var Helgu
Margréti Guðmundsdóttur, tóm-
stunda- og félagsmálafræðingi, veitt
Fjöregg Samfoks fyrir ómetanlegt
framlag til foreldrasamstarfs.
Á að baki langan feril
„Helga Margrét hefur starfað
lengi að málefnum skólaforeldra og
nemenda, fyrst í Reykjanesbæ, síð-
an hjá Heimili og skóla og nú síðast í
starfi sínu hjá Þjónustumiðstöð
Laugardals og Háaleitis. Virkni
borgaranna og lýðræði í skólastarfi
hefur verið henni sérstaklega hug-
leikið og hefur hún af ástríðu barist
fyrir réttindum nemenda og foreldra
um leið og hún hefur hvatt foreldra
til dáða og kallað þá til ábyrgðar.
Helga Margrét er hafsjór af fróð-
leik, hún kom að gerð grunnskóla-
laganna árið 2008 og er líklega sá að-
ili sem mesta og besta yfirsýn hefur
um þróun foreldrasamstarfs og að-
komu foreldra að skólastarfi hér á
landi,“ segir í fréttinni.
Samfok hafi notið starfskrafta og
leiðsagnar Helgu Margrétar í mörg-
um stórum verkefnum á undan-
förnum árum og með verðlaununum
vilji samtökin þakka henni fyrir frá-
bært samstarf, innblástur og hvatn-
ingu.
Birgitta Bára Hassenstein, for-
maður Samfoks, afhenti Helgu Mar-
gréti Guðmundsdóttir Fjöreggið.
Ljósmynd/Samfok
Fékk
Fjöregg
Samfoks
Ómetanlegt
framlag til for-
eldrasamstarfs
Heiður Birgitta Bára Hassenstein
(t.v.) og Helga M. Guðmundsdóttir.
Fjórir karlmenn á þrítugsaldri gáfu
sig fram við áhöfn Norrænu við
komu skipsins til Seyðisfjarðar í
fyrradag. Mennirnir, sem eru frá
Marokkó og Túnis, voru laumufar-
þegar með skipinu og sögðust vera
í atvinnuleit. Samkvæmt upplýs-
ingum frá lögreglu á Austurlandi
eru mennirnir rúmlega tvítugir.
Nokkrum mínútum eftir að skip-
ið lagði að bryggju kom í ljós að
þeir væru um borð. Þar sem menn-
irnir voru ekki með viðeigandi skil-
ríki fengu þeir ekki að fara frá
borði. Einn mannanna tók fljótlega
ákvörðun um að sækja um hæli hér.
Hinir mennirnir voru áfram í skip-
inu en struku frá borði þegar leið á
daginn, en fundust skömmu síðar.
Tveir mannanna tóku þá ákvörð-
un um að sækja um hæli hér á landi
en sá þriðji fór aftur með skipinu til
Danmerkur.
Laumufarþegar
með Norrænu
sækja um hæli
Frábær húðhreinsilína frá ENJO
Reykjavíkurvegi 64, Hfj,
s. 555 1515, enjo.is
Komið í verslun okkar
og sjáið úrvalið
Opið kl. 11-18 alla virka daga
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Kerrur
frá Ifor Williams
í öllum stærðum
og útfærslum