Morgunblaðið - 12.05.2016, Page 78

Morgunblaðið - 12.05.2016, Page 78
78 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 Baðaðu þig í gæðunum Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Um árabil hefur á myndlist-arvettvangi borið mikið áinnsetningum þar semhöfð er að leiðarljósi virk þátttaka áhorfandans í merkingar- sköpun verksins. Slíkar innsetn- ingar hverfast gjarnan um „líkamn- aða“ skynjun hans. Sýningargestir eru orðnir vanir þessu formi og þá reynir á virkni innsetningar, hvort hún nær að hreyfa nægilega við áhorfandanum. Á sýningunni „Um- gerð“ í Hafnarborg tekst Hugsteyp- unni, þeim Ingunni Fjólu Ingþórs- dóttur og Þórdísi Jóhannesdóttur, þetta á hugvitssamlegan og eftir- tektarverðan hátt. Sjálf innsetningin er fallega út- færð; í hinu stóra rými á efri hæð Hafnarborgar hafa Ingunn Fjóla og Þórdís komið fyrir ýmiskonar strúktúrum. Málaðar spýtur og plöt- ur, ljósmyndir, snæri, speglar og veggir, ásamt römmum og mynd- og litavörpunum, skapa óvæntar og skemmtilegar samsetningar sem leika á mörkum tvívíddar og þrívídd- ar. Vörpunin gerir að verkum að birtan er síbreytileg, rétt eins og sjónarhorn áhorfandans sem hreyfir sig um rýmið. Innsetningin tekur þannig á sig ýmsar myndir. Og það eru einmitt þessar myndir sem eru Hugsteypunni hugleiknar: áhorf- andinn er hvattur til að taka ljós- myndir af því sem hann sér – og senda þær um leið í gegnum sam- félagsmiðla inn í rafheima þaðan sem þær varpast nær samstundis á vegg sýningarrýmisins og verða tímabundið hluti af innsetningunni í formi myndasýningar. Áhorfandinn – og sjónarhorn hans – á þannig með sýnilegum hætti hlutdeild í sjón- rænum veruleika sýningarinnar. Þátttaka áhorfandans hefur jafn- framt áhrif á það hvernig hann skynjar sýninguna, þ.e.a.s. með það markmið í huga að ná góðri mynd. Einn athyglisverðasti þáttur sýn- ingarinnar er svo hvernig Hug- steypan vekur með þessu til sér- stakrar vitundar um tæknivæðingu hinnar líkömnuðu skynjunar. Skynj- un æ fleiri einstaklinga mótast af skjáveruleika myndavéla, snjallsíma og samfélagsmiðla. Þetta á við um daglegar athafnir sem og viðburði eins og myndlistarsýningar – en auðvitað gegnir sjónræni þátturinn þar sérstöku hlutverki. Safna- reynsla margra mótast af miðlun; sí- fellt fleiri þeirra sem heimsækja söfn, taka þar eigin ljósmyndir af verkum og geta síðan horft á mynd- irnar í eigin skjá. En kannski er snjalltæki gestsins einnig oft „mið- ill“ hans á sjálfri sýningunni – tæki sem honum finnst hann þurfa að hafa til að nema verkin. Segja má að innsetning Ingunnar Fjólu og Þór- dísar gagnrýni þessa tilhneigingu til „innrömmunar“ en dragi hana jafn- framt inn í víðara sköpunarferli. Sem innsetning gengur sýningin „Umgerð“ út á rýmisskynjun þar sem áhorfandinn verður hluti af þrí- víðu raunrými. Á sýningu Hugsteyp- unnar myndast togstreita milli raun- tíma og „beinnar“ útsendingar á skjánum. Þar er einnig á velheppn- aðan hátt dregið fram samspilið og spennan milli þrívíðrar skynjunar og tvívíðrar úrvinnslu hennar. Jafn- framt kemur í ljós sú undirliggjandi tilhneiging áhorfandans að ramma aftur inn – og búa skynjun sinni þar með ferkantaða „umgerð“ – hið þrí- víða rými innsetningarinnar í venju- lega, tvívíða mynd. Sjóndeild áhorfandans Morgunblaðið/Einar Falur Hugsteypan „Sjálf innsetningin er fallega útfærð; í hinu stóra rými á efri hæð Hafnarborgar hafa Ingunn Fjóla og Þórdís komið fyrir ýmiskonar strúktúr- um. Málaðar spýtur og plötur, ljósmyndir, snæri, speglar og veggir, ásamt römmum og mynd- og litavörpunum, skapa óvæntar og skemmtilegar samsetn- ingar sem leika á mörkum tvívíddar og þrívíddar,“ segir gagnrýnandi m.a. um sýningu Hugsteypunnar í Hafnarborg. Hafnarborg – Menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar Umgerð – Hugsteypan (Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Þórdís Jóhannes- dóttir) bbbbn Til 22. maí 2016. Opið kl. 12-17 alla daga, fimmtud. til kl. 21. Lokað á þriðju- dögum. Aðgangur ókeypis. ANNA JÓA MYNDLIST Árleg vorsýning Myndlistaskólans í Reykjavík verður opnuð kl. 17 í dag í húsnæði skólans á 2. og 3. hæð í JL-húsinu, Hringbraut 121. Verkin á sýningunni eru eftir þá tæplega 120 nemendur sem stunda samfellt nám á framhalds- og háskólastigi í fimm dagskóladeildum skólans, listnámsdeild, sjónlistadeild, ker- amikdeild, teiknideild og textíl- deild. Nemendur með þroskahömlun sýna vídeó sem þau unnu á nýlið- inni önn. Nemendur á fyrra ári list- námsbrautar sýna verk unnin í áföngum í íslensku og skúlptúr. Nemendur keramikdeildar settu á stofn postulínsverksmiðju og sýna vörulína verksmiðjunnar. Aðrir nemendur sýna sjálfstæð verk unn- in undir handleiðslu listamanna og hönnuða. Sýningin verður opin daglega kl. 13 og 18 og lýkur þriðjudaginn 17. maí. Morgunblaðið/Golli Sýning Eitt af verkum á vorsýningu nem- enda í Myndlistaskólanum í fyrra. Vorsýning myndlistarnema Tuttugu annars árs nemar í mynd- list við Listaháskóla Íslands opna sýningu er nefnist Archipelago í Port Verkefnarými, Laugarvegi 23b í dag kl. 20. Á opnuninni verða gegnumgangandi gjörningar út kvöldið. Með sýningunni leita listamenn- irnir að samhljómi og hliðstæðum á milli fjölbreytilegrar flóru verka sinna. Orðið Archipelago kemur úr grísku og þýðir eyjaklasi. Líkt og eyjar í eyjaklasa gætu verk okkar við fyrstu sýn virst algerlega óskyld en þegar kafað er undir öldurótið má greina samofna þræði og mun meiri skyldleika á milli verka djúpt undir yfirborðinu, seg- ir í tilkynningu. Sýningin verður einnig opin 13. maí frá 11-16. Annars árs nemar í myndlist sýna í Porti Ljósmynd/Gunnhildur Hauksdóttir Undirbúningur nemendur undirbúa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.