Morgunblaðið - 12.05.2016, Qupperneq 78

Morgunblaðið - 12.05.2016, Qupperneq 78
78 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 Baðaðu þig í gæðunum Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Um árabil hefur á myndlist-arvettvangi borið mikið áinnsetningum þar semhöfð er að leiðarljósi virk þátttaka áhorfandans í merkingar- sköpun verksins. Slíkar innsetn- ingar hverfast gjarnan um „líkamn- aða“ skynjun hans. Sýningargestir eru orðnir vanir þessu formi og þá reynir á virkni innsetningar, hvort hún nær að hreyfa nægilega við áhorfandanum. Á sýningunni „Um- gerð“ í Hafnarborg tekst Hugsteyp- unni, þeim Ingunni Fjólu Ingþórs- dóttur og Þórdísi Jóhannesdóttur, þetta á hugvitssamlegan og eftir- tektarverðan hátt. Sjálf innsetningin er fallega út- færð; í hinu stóra rými á efri hæð Hafnarborgar hafa Ingunn Fjóla og Þórdís komið fyrir ýmiskonar strúktúrum. Málaðar spýtur og plöt- ur, ljósmyndir, snæri, speglar og veggir, ásamt römmum og mynd- og litavörpunum, skapa óvæntar og skemmtilegar samsetningar sem leika á mörkum tvívíddar og þrívídd- ar. Vörpunin gerir að verkum að birtan er síbreytileg, rétt eins og sjónarhorn áhorfandans sem hreyfir sig um rýmið. Innsetningin tekur þannig á sig ýmsar myndir. Og það eru einmitt þessar myndir sem eru Hugsteypunni hugleiknar: áhorf- andinn er hvattur til að taka ljós- myndir af því sem hann sér – og senda þær um leið í gegnum sam- félagsmiðla inn í rafheima þaðan sem þær varpast nær samstundis á vegg sýningarrýmisins og verða tímabundið hluti af innsetningunni í formi myndasýningar. Áhorfandinn – og sjónarhorn hans – á þannig með sýnilegum hætti hlutdeild í sjón- rænum veruleika sýningarinnar. Þátttaka áhorfandans hefur jafn- framt áhrif á það hvernig hann skynjar sýninguna, þ.e.a.s. með það markmið í huga að ná góðri mynd. Einn athyglisverðasti þáttur sýn- ingarinnar er svo hvernig Hug- steypan vekur með þessu til sér- stakrar vitundar um tæknivæðingu hinnar líkömnuðu skynjunar. Skynj- un æ fleiri einstaklinga mótast af skjáveruleika myndavéla, snjallsíma og samfélagsmiðla. Þetta á við um daglegar athafnir sem og viðburði eins og myndlistarsýningar – en auðvitað gegnir sjónræni þátturinn þar sérstöku hlutverki. Safna- reynsla margra mótast af miðlun; sí- fellt fleiri þeirra sem heimsækja söfn, taka þar eigin ljósmyndir af verkum og geta síðan horft á mynd- irnar í eigin skjá. En kannski er snjalltæki gestsins einnig oft „mið- ill“ hans á sjálfri sýningunni – tæki sem honum finnst hann þurfa að hafa til að nema verkin. Segja má að innsetning Ingunnar Fjólu og Þór- dísar gagnrýni þessa tilhneigingu til „innrömmunar“ en dragi hana jafn- framt inn í víðara sköpunarferli. Sem innsetning gengur sýningin „Umgerð“ út á rýmisskynjun þar sem áhorfandinn verður hluti af þrí- víðu raunrými. Á sýningu Hugsteyp- unnar myndast togstreita milli raun- tíma og „beinnar“ útsendingar á skjánum. Þar er einnig á velheppn- aðan hátt dregið fram samspilið og spennan milli þrívíðrar skynjunar og tvívíðrar úrvinnslu hennar. Jafn- framt kemur í ljós sú undirliggjandi tilhneiging áhorfandans að ramma aftur inn – og búa skynjun sinni þar með ferkantaða „umgerð“ – hið þrí- víða rými innsetningarinnar í venju- lega, tvívíða mynd. Sjóndeild áhorfandans Morgunblaðið/Einar Falur Hugsteypan „Sjálf innsetningin er fallega útfærð; í hinu stóra rými á efri hæð Hafnarborgar hafa Ingunn Fjóla og Þórdís komið fyrir ýmiskonar strúktúr- um. Málaðar spýtur og plötur, ljósmyndir, snæri, speglar og veggir, ásamt römmum og mynd- og litavörpunum, skapa óvæntar og skemmtilegar samsetn- ingar sem leika á mörkum tvívíddar og þrívíddar,“ segir gagnrýnandi m.a. um sýningu Hugsteypunnar í Hafnarborg. Hafnarborg – Menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar Umgerð – Hugsteypan (Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Þórdís Jóhannes- dóttir) bbbbn Til 22. maí 2016. Opið kl. 12-17 alla daga, fimmtud. til kl. 21. Lokað á þriðju- dögum. Aðgangur ókeypis. ANNA JÓA MYNDLIST Árleg vorsýning Myndlistaskólans í Reykjavík verður opnuð kl. 17 í dag í húsnæði skólans á 2. og 3. hæð í JL-húsinu, Hringbraut 121. Verkin á sýningunni eru eftir þá tæplega 120 nemendur sem stunda samfellt nám á framhalds- og háskólastigi í fimm dagskóladeildum skólans, listnámsdeild, sjónlistadeild, ker- amikdeild, teiknideild og textíl- deild. Nemendur með þroskahömlun sýna vídeó sem þau unnu á nýlið- inni önn. Nemendur á fyrra ári list- námsbrautar sýna verk unnin í áföngum í íslensku og skúlptúr. Nemendur keramikdeildar settu á stofn postulínsverksmiðju og sýna vörulína verksmiðjunnar. Aðrir nemendur sýna sjálfstæð verk unn- in undir handleiðslu listamanna og hönnuða. Sýningin verður opin daglega kl. 13 og 18 og lýkur þriðjudaginn 17. maí. Morgunblaðið/Golli Sýning Eitt af verkum á vorsýningu nem- enda í Myndlistaskólanum í fyrra. Vorsýning myndlistarnema Tuttugu annars árs nemar í mynd- list við Listaháskóla Íslands opna sýningu er nefnist Archipelago í Port Verkefnarými, Laugarvegi 23b í dag kl. 20. Á opnuninni verða gegnumgangandi gjörningar út kvöldið. Með sýningunni leita listamenn- irnir að samhljómi og hliðstæðum á milli fjölbreytilegrar flóru verka sinna. Orðið Archipelago kemur úr grísku og þýðir eyjaklasi. Líkt og eyjar í eyjaklasa gætu verk okkar við fyrstu sýn virst algerlega óskyld en þegar kafað er undir öldurótið má greina samofna þræði og mun meiri skyldleika á milli verka djúpt undir yfirborðinu, seg- ir í tilkynningu. Sýningin verður einnig opin 13. maí frá 11-16. Annars árs nemar í myndlist sýna í Porti Ljósmynd/Gunnhildur Hauksdóttir Undirbúningur nemendur undirbúa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.