Orð og tunga - 01.06.2010, Síða 15
Ari Páll Kristinsson: Um íslenska örnefnastýringu
5
Paragvæ og Trínidad í útgáfu frá 2002.5
íslensk málnefnd 1974:
Paraguay, Trinidad
Landabréfabók (1979,1989)
Paraguay, Trinidad
íslensk málnefnd 1994:
Paragvæ, Trínidad
Kortabók handa grunnskólum (2002)
Paragyæ, Trínidad
íslensk orðabók (2002, 2007)
Paragyæ, Trínidad
Ensk-íslensk orðabók (1984)
Paraguay, Trinidad
íslenska alfræðiorðabókin (1990)
Paraguay (aukamynd Paragvæ), Trinidad
1. taf la. Dæmi um viðleitni til örnefnastýringar eins og hún birtist í leiðbeinandi skrám
íslenskrar málnefndar 1974 og 1994, ásamt dæmum úr kortabókum handa grunn-
skólum - jafnframt sýnd meint áhrif á fáeinar mikilvægar oröabækur
Ef litið er í fáeinar stórar íslenskar orða- og alfræðibækur virðast þær
samsvara skrám málnefndarinnar og landabréfabókum Námsgagna-
stofnunar á hvoru tímabili fyrir sig. í 1. töflu sést t.a.m. að í Ensk-
íslenskri orðabók (1984) er aðeins að finna ritmyndirnar Pamguay og
Trinidad sem er í samræmi við opinber leiðbeinandi gögn frá sama
tíma. í íslensku alfræðiorðabókinni (1990) er einnig ritað Trinidad og þar
er Paraguay aðalritmynd. Athyglisvert er raunar að þar kemur Parngvæ
fram sem aukamynd.6 Eins og sýnt er í 1. töflu kemur í ljós þegar litið
er á tímabilið eftir 1994 að í íslenskri orðabók (2002 og 2007) er sama leið
farin og hjá opinberu aðilunum, málnefndinni og Námsgagnastofnun,
þ.e. einvörðungu eru birtar ritmyndirnar Pamgvæ og Trínidad.
Hér á undan hefur verið fjallað um þá tilteknu tegund íslenskr-
ar örnefnastýringar sem eru afskipti af nöfnum á erlendum stöðum í
íslensku máli. Komið hefur fram að leiðbeiningar um meðferð slíkra
nafna eru ekki beinlínis tilgreindar á verksviði neinnar íslenskrar
stofnunar enda þótt Námsgagnastofnun hafi sinnt slíku við gerð
landafræðiefnis. íslensk málnefnd lét nær eingöngu til sín taka á sviði
ríkjaheitanna og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hef-
ur viðhaldið þeim arfi eftir 2006. Lausleg athugun bendir til þess að
mikilvægar íslenskar handbækur og orðabækur hafi á hverjum tíma
5Ritháttur árheitisins Paraguay er þar þó eftir sem áður svo enda eru greinilega
gerðar ríkari kröfur um aðlögun ríkjaheita en annarra ömefna.
6Líkleg ástæða þessa er að ritmyndin Paragvæ er í skrá um ríkjaheiti og þjóðemis-
orð í Orðalykli Áma Böðvarssonar (1987). Ámi vann mikið starf á þessu sviði og hafði
vafalaust áhrif sem málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins 1984-1992.