Orð og tunga - 01.06.2010, Page 16
6
Orð og tunga
samræmst ríkjaheitaskrám íslenskrar málnefndar og kortum Náms-
gagnastofnunar að því er varðar ríkjaheiti. Af því má e.t.v. álykta að
opinberir aðilar gætu náð árangri við víðtækari stöðlun á frágangi
þess háttar nafna en nú er ef þeir tækju sér það hlutverk eða yrði falið
það.
Eftir þennan útúrdúr um erlenda staði og viðleitni til íslenskrar
örnefnastýringar á því sviði verður hér á eftir rætt um örnefni sem
vísa til staða á íslandi sjálfu.
4 Örnefnaforðinn og samfélagið
Aragrúi örnefna kemur fyrir þegar í elstu heimildum um búsetu á ís-
landi og í gegnum tíðina hafa smám saman bæst við ný nöfn á stöð-
um, hvort heldur kennileitin eru náttúruleg eða gerð af mönnum á
einhvern hátt. Elstu örnefni hafa stundum lagst af og önnur leyst þau
af hólmi. í stað nafnsins Balljöknll (í Grettis sögu), síðar Baldjökull, kom
nafnið Eiríksjökull, e.t.v. dregið af Eiríksgnípu sem er mikill hamar við
jökulinn (Þórhallur Vilmundarson 1996:75). í óbyggðum íslands eru
mörg kennileiti raunar enn nafnlaus og önnur bera til þess að gera
ung nöfn. Dalur sunnan við Tungnafellsjökul var t.a.m. kannaður 1845
í leiðangri Bárðdælinga sem nefndu hann Jökuldal. Síðar var einnig
farið að nefna sama dal Nýjadal. Skaginn milli Skagafjarðar og Eyja-
fjarðar fékk nafn sitt, Tröllaskagi, ekki fyrr en á 20. öld. Af og til verða
breytingar í náttúrunni sjálfri, s.s. eldgos og jökulhlaup, og til verða ný
kennileiti sem þurfa sín nöfn. Þekkt dæmi af þeim toga er Surtsey frá
1963. Nýkönnuð svæði á sjó og landi kalla á ný nöfn. í Eréttablaðinu 13.
október 2008 er frásögn um nýjar og nýlegar nafngiftir á hafsvæðinu
kringum ísland. Haft er þar eftir Hauki Jóhannessyni, hjá íslenskum
orkurannsóknum, að „starfsmenn Orkustofnunar hafi sótt nöfn í land-
vættirnar og nefnt Drekasvæðið eftir drekanum sem fló út Eyjafjörð,
Bergrisann [Hatton-Rockall] eftir risanum sem kom út úr Lómagnúp
og stefndi suður". Tillögur Hauks um nöfn á landslagsfyrirbrigðum
á Drekasvæðinu eru sótt í Völsunga sögu, t.d. Fáfnir, Otur, Sigurður,
Gunnar og Gjiíki (Fréttablaðið 13. október 2008, bls. 12).
Örnefni geta átt sér margháttaðan uppruna. Stundum má hann
teljast óumdeildur en í öðrum tilvikum verður hann líklega aldrei
staðfestur. Örnefni eru oft dregin af sérkennum í viðkomandi náttúru-
fyrirbæri, t.d. hefur fjallsnafnið Esja verið skýrt þannig að það sé dreg-