Orð og tunga - 01.06.2010, Síða 20
10
Orð og tunga
synlegt getur verið í samfélaginu að einhver hafi formlegt umboð til
að úrskurða um meðferð tiltekinna örnefna af margvíslegum hagnýt-
um ástæðum, svo sem vegna þinglýsinga á fasteignum eða þegar á-
greiningur rís við nafnsetningu á kortum. Þetta umboð hefur sem sé
verið fengið örnefnanefnd.
Verkefni örnefnanefndar skv. lögum og reglugerð undanfarinn
áratug, þ.e. eftir síðustu lagabreytingu, koma fram í 4. töflu.10
Verksvið ömefnanefndar:
1. að taka við tilkynningu um nafn nýbýlis og fjalla um það til samþykktar
eða synjunar og senda samþykkt nafn til þinglýsingarstjóra
2. að fjalla um beiðni um breytingu á nafni býlis til samþykktar eða synj-
unar og senda samþykkta nafnbreytingu til þinglýsingarstjóra
3. að fjalla um beiðni sveitarstjómar um lögfestingu á nafni á nýju þéttbýli
eða þorpi, sem myndast hefur í landi jarðar eða jarða, til samþykktar eða
synjunar og senda samþykkt nafn til þinglýsingarstjóra
4. að úrskurða hvaða ömefni skuli sett á landakort sem gefin em út á veg-
um Landmælinga íslands eða með leyfi þeirra, sé ágreiningur eða álita-
mál um það efni og því hafi verið skotið til nefndarinnar
5. að úrskurða um nýtt götunafn eða sambærilegt ömefni innan sveitar-
félags, hafi risið ágreiningur um efnið og honum hafi verið skotið til
nefndarinnar
6. að úrskurða um nýtt eða breytt nafn húss í kaupstað, kauptúni eða
þorpi, hafi risið ágreiningur um efnið og honum hafi verið skotið til
nefndarinnar
7. að veita umsögn um fyrirhugað nafn á nýju sveitarfélagi eða nafnbreyt-
ingu og um þau nöfn sem greiða skal atkvæði um ef könnun er gerð á
viðhorfi íbúa sveitarfélags til nafns þess
4. tafla. Verksviö örnefnanefndar eftir lagabreytingu 1998
Eins og ráða má af 4. töflu má skipta verkefnum örnefnanefndar í úr-
skurði og umsagnir.
Samkvæmt gildandi lögum og reglugerð eru úrskurðarverkefni
örnefnanefndar einkum tvenns konar. Annars vegar eru, sem fyrr seg-
ir, bæjanöfn og raunar einnig nöfn á nýjum þéttbýliskjörnum sem
kunna að verða til innan einhverrar jarðar eða jarða. Hins vegar eru
úrskurðir m.a. um hvaða örnefni eigi að standa á kortum ef óvissa
ríkir eða ágreiningur er um slíkt. Meðal breytinga á bæjanafnalögum
10Á vefsíðu örnefnanefndar má finna lög og reglugerð um störf nefndarinnar, meg-
insjónarmið hennar um nöfn sveitarfélaga, leiðbeiningar og eyðublöð fyrir tilkynn-
ingu um nafn býlis og beiðni um breytingu á nafni býlis, ársskýrslur, nöfn nefndar-
manna og skrár um nöfn á býlum sem tekin hafa verið upp eftir 1. ágúst 1998.