Orð og tunga - 01.06.2010, Síða 22

Orð og tunga - 01.06.2010, Síða 22
12 Orð og tunga 6 Afskipti örnefnanefndar af bæjanöfnum 6.1 Nýbýlanöfn Örnefnanefnd tekur við tilkynningu um nafn á nýju býli. Tilkynning- unni verður að fylgja vottorð sýslumanns um eignarrétt málsaðila á býlinu (t.a.m. staðfest ljósrit úr fasteignabók eða þinglýst afsal) og afrit af leyfisbréfi ráðherra til stofnunar nýbýlis. Örnefnanefnd hef- ur, a.m.k. frá 1998, metið úrskurðarsvið sitt svo að það nái aðeins til lögbýla og ýmissa annarra býla þar sem fólk á lögheimili. Nefndin hefur því vísað frá sér án úrskurðar erindum, sem henni hafa borist, um nöfn á t.d. sumarbústöðum eða óbyggðum lóðum og landspildum þar sem hvorki hefur verið stofnað lögbýli né lögheimili (sbr. Svavar Sigmundsson 2005:273). Þegar örnefnanefnd hefur borist tilkynning um nafn á býli kannar nefndin hvort nafnið fullnægi skilyrðum bæja- nafnalaganna. Sé svo er samþykkið sent sýslumanni svo að eigandi geti þinglýst nafninu. Að öðrum kosti gerir nefndin athugasemd við nafnið, óskar eftir öðru nafni og veitir aðrar leiðbeiningar um úrlausn málsins. Bæjanafnalögin mæla svo fyrir að við upptöku nýnefna skuli gæta þess að fylgja þeim venjum sem ráðið hafi nafngjöfum býla á íslandi. Hjá Þórhalli Vilmundarsyni (1980) og Svavari Sigmundssyni (2005) er m.a. greint frá leiðbeiningum örnefnanefndar um ný bæjanöfn í gegn- um tíðina. í leiðbeiningum örnefnanefndar 1951 var lögð áhersla á að nöfn samræmdust staðháttum. Þar sagði einnig m.a. að ef nýbýli væri reist við sama hlað eða í sama túni og eldra býli væri eðlilegt að nota sama nafn en greina á milli með númerum og þau eru rituð með róm- verskum tölustöfum. Þá voru tilgreindar nokkrar tegundir nýbýla- nafna sem ekki yrðu leyfðar (sjá Þórhall Vilmundarson 1980:28). I bæjanafnalögunum er ákvæði um að ný býlanöfn megi ekki leiða til samnefna á fasteignum í sama héraði né nafna sem eru svo lík öðr- um nöfnum á fasteignum í héraðinu að hætt sé þess vegna við nafna- brenglum. Fram til 1988 var í lögunum miðað við sýslufélag en Al- þingi breytti því í hérað við lagabreytingu um skipan sveitarstjórnar- mála 1988. í reglugerð nr. 136/1999 er hugtakið hérað í þessu sambandi túlkað svo að miðað skuli við sama sýslumannsumdæmi. Bannið við samnefnum getur leitt til þess að ekki er hægt að fallast á nöfn sem þó virðast ákjósanleg miðað við staðhætti. Sem dæmi um þetta má nefna að tilkynnt var til örnefnanefndar fyrir nokkrum árum um nafn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.