Orð og tunga - 01.06.2010, Page 24
14
Orð og tunga
(3) eru einnig í fullu fjöri eins og verið hafði undanfarna áratugi.11 Sjá
6. töflu.
• „Númeranöfn" (Hnaus II o.þ.h.'
• Ósamsett nöfn (Mörk o.þ.h.)
• Samsett nöfn (Langholt o.þ.h.)
um 20%
um 5%
um 75%
Algengustu síðari liðir -holt (14), -ás (7), -hóll (5), -bakki (4), -nes (4), -gerði (3) -tún
(3), -brekka (2)
6. tafla. Tegundir nýrra bæjarnafna 2003-2007
Af undanfarandi yfirlitum um nýmyndun nafna undanfama áratugi
má ráða að hún samræmist í aðalatriðum vel íslenskri nafngiftahefð.
Síðari nafnliðirnir -holt, -nes og -hóll, sem virðast hafa verið vinsælir
undanfarin 5 ár, sbr. 6. töflu, hafa t.a.m. jafnframt verið með hinum
allra algengustu í bæjanöfnum á íslandi allt frá landnámi (sbr. Svav-
ar Sigmundsson 1996:413). Greining á samsettum bæjanöfnum bend-
ir sem sé til þess að enn séu í stórum stíl notaðir sömu síðari liðir
og hafa tíðkast frá landnámi. Ólafur Lárusson (1960) tilgreinir 16 al-
gengustu síðari liði íslenskra bæjanafna frá landnámi til vorra daga.
Tíu þeirra teljast til náttúrunafna: -á, -bakki, -dalur, -fell, -hóll, -holt, -nes,
-tunga, -vellir, -vík og sex til búsetunafna: -staðir, -kot, -gerði, -hús, -sel,
-bær (1960:642-643). I nýnefnum undanfarinna 5 ára má sjá 14 af þess-
um 16 algengustu viðliðum. Af þeim vantar aðeins liðina -á og -fell en
það þarf ekki endilega að vera merki um breytta orðmyndun því að
finna má liðinn -á á nýnefnaskrá 2002 og -fell árið 2001.
Hafa verður í huga að yfirlitin um nýnefni 1969-2007 hér á und-
an, sbr. 5. og 6. töflu, sýna nöfn sem komast á skrá eftir að hafa farið í
gegnum hin opinberu afskipti. Því er rétt að spyrja í þessu samhengi
hvort yfirlitið segir okkur þá nokkuð um vilja eða smekk landeigend-
anna, þ.e. fólk kann að hafa sent örnefnanefnd tiltekin nöfn sem ekki
hljóta síðan náð fyrir augum nefndarinnar svo að niðurstaðan verður
á endanum önnur. Spurningin er m.ö.o.: hve mikið er um að örnefna-
nefnd synji fólki um tiltekið nýbýlisnafn á þeirri forsendu að nafnið
teljist andstætt íslenskri nafngiftahefð?
uHins vegar virðist liðurinn -bú vera dottinn upp fyrir sem síðari liður eftir stutt
blómaskeið á árunum 1983-1987 sem fór saman við fjölgun loðdýra- og kjúklingabúa
(Svavar Sigmundsson 2005:272).