Orð og tunga - 01.06.2010, Síða 36
26 Orð og tunga
byggt. Sérstakur kafli er um viðliði götunafna á höfuðborgarsvæðinu
en greininni lýkur á samantekt um helstu niðurstöður.
2 Lög og reglur um götunöfn
Öllum sveitarfélögum er gert að skyldu að gefa götum, vegum og
torgum nöfn en engar reglur virðast til um það hvaða aðferðum skuli
beitt við val á nöfnum. í 29. grein, 1. mgr. Skipulags- og byggingar-
laga nr. 73 frá 1997, sem nálgast má á vef Alþingis (http://www.althingi.is),
stendur eingöngu:
Sveitarstjórnir skulu láta gera skrá yfir allar jarðir, lönd
og lóðir innan sveitarfélagsins, landeignaskrá. Skrá þessi
skal hafa tilvísun í afmörkun og eignarhald í samræmi við
þinglýstar heimildir. Gefa skal öllum götum, vegum og
torgum í sveitarfélaginu nöfn og númer sem skal þinglýsa.
Ef menn eru ekki á eitt sáttir um val á nýjum götunöfnum kemur það í
hlut örnefnanefndar að leysa ágreininginn. í lögum um bæjanöfn o.fl.
nr. 35 frá 1953, sem einnig má nálgast á vef Alþingis, stendur um þetta:
Örnefnanefnd skal fjalla um nafngiftir býla skv. 5., 7. og 8.
gr. laganna. Jafnframt úrskurðar örnefnanefnd um hvaða
örnefni verða sett á landabréf sem gefin eru út á vegum
Landmælinga íslands, eða með leyfi þeirrar stofnunar, sé
ágreiningur eða álitamál um það efni. Þá sker nefndin úr
ágreiningi um ný götunöfn og sambærileg örnefni innan
sveitarfélaga.
í reglugerð nr. 136 um störf örnefnanefndar er þetta atriði áréttað í
3. gr. sem fjallar um verkefni nefndarinnar en eitt þeirra er: „að úr-
skurða um nýtt götunafn eða sambærilegt örnefni innan sveitarfélags,
hafi risið ágreiningur um efnið" (http://brunnur.stjr.is/mrn/logogregl.nsf/nrar/-
reglugerdir1361999), skoðað síðast 15. 3. 2009). Þessar tvær lagagreinar
og reglugerðargreinin eru hinar einu sem koma á einhvern hátt að
götunöfnum.