Orð og tunga - 01.06.2010, Page 37
Guðriín Kvaran: Öllum götum skal nafn gefa 27
3 Hvernig er staðið að vali nafna?
Sveitarfélögin hafa lengstum farið mismunandi leiðir að vali nafna.
Stundum er einstaklingum falið að koma með tillögur til skipulags-
nefndar sveitarfélags, stundum er boðað til samkeppni og stundum
kemur skipulagsnefndin sér sjálf saman um nöfn en bæjar- eða borg-
arráð verður síðan að samþykkja tillögurnar. Hér verða nefnd fáein
dæmi um aðferðir við nafnaval.
Bæjarstjórn ísafjarðarbæjar samþykkti í október 2006 tillögu I-list-
ans um að götunöfnum í hverfi, sem fram að því hafði verið kallað
Lundahverfi, yrði breytt þannig að þau tækju mið af sögu og lands-
háttum svæðisins. Tillögunni fylgdi greinargerð þar sem ástæður
nafnbreytinganna voru m.a. raktar:
Dæmi eru um að götunöfnum hafi verið breytt, og má þar
nefna þvergöturnar um miðja Skutulsfjarðareyri sem áður
hétu Steinsteypuhúsagata, Templaragata og Bankagata á
ísafirði voru endurskírðar á þriðja áratug síðustu aldar og
fengu þá hin ágætu nöfn: Sólgata, Hrannargata og Mána-
gata. Nú hefur það gerst að götur í nýju hverfi í Skutuls-
firði sem lagðar hafa verið í landi jarðarinnar Tungu hafa
verið látnar taka nöfn af skógarlundum og með forskeyti
hinna ýmsu trjá og runnategunda. Þessar nafngiftir eru
hvorki í anda sögulegrar né náttúrulegrar hefðar á þessu
landi. Á túnum og sléttum jarðarinnar Tungu hafa ekki
verið skógar eða skógarlundir um margar aldir (ef þeir
hafa nokkurntímann verið þar). Jörðin Tunga er hinsvegar
ævagamalt höfuðból í Skutulsfirði, jafnvel landnámsjörð.
Þar var þingstaður Eyrarhrepps á 17. og 18. öld og örnefni
því tengt, Þinghóll er þar.
(http://www.bb.is/Pages/26?NewslD=84341,
skoðað síðast 15. 3. 2009).
Bæjarráð ísafjarðarbæjar tilnefndi þær Ólínu Þorvarðardóttur og Jónu
Símoníu Bjarnadóttur til að koma með tillögur að nýjum nöfnum á
götur í þessu nýja hverfi í landi Tungu í Skutulsfirði. Göturnar höfðu
áður viðliðinn -limdur en í tillögu bæjarstjórnar kom fram að nöfnun-
um skyldi breytt þannig að þau höfðuðu betur til náttúru og sögulegr-
ar hefðar og fengju viðliðinn -tunga. Ólína og Jóna Símonía skiluðu