Orð og tunga - 01.06.2010, Side 43
Guðrún Kvaran: Öllum götum skal nafn gefa
33
Þessi nöfn voru á nýjum götum austan þáverandi Hringbrautar. Þau
eru: Skarphéðinsgata, Gunnarsbraut, Karlagata, Vífilsgata, Mánagata,
Skeggjagata, Auðarstræti, Hrefnugata, Kjartansgata, Guðrúnargata og
Bollagata.
Árið 1926 var tekinn upp nýr siður við nafngjafir gatna í Reykjavík
en hann var sá að láta götuheitin enda á sama viðlið. Elsti viðliðurinn
af þessu tagi er -vallagata á götum í hverfinu Sólvellir, eins og Ásvalla-
gata, Sólvallagata, Hofsvallagata eftir bæjaheitunum Ás, Sólvellir og Hof
(Þórhallur Vilmundarson 1997:175).
Nafnanefnd borgarstjóra fékk það verkefni 1937 að gera tillögur að
götunöfnum í nýju hverfi, sem verið var að skipuleggja í vesturbæn-
um, og fylgdi hún þessari nafnmyndun. Hún lagði til að götuheitin
enduðu á viðliðnum -melur. Eftir þetta hefur sú aðferð verið ráðandi
við nafngjafir í Reykjavík, og reyndar víða um land, að velja sama við-
liðinn á götur í nýju hverfi (sjá 6. kafla). Eftir að nafnanefndin hætti
störfum var val á nöfnum í höndum byggingarnefndar Reykjavíkur
þar til leitað var aðstoðar Þórhalls Vilmundarsonar á Örnefnastofnun.
Hann gerði tillögur um götunöfn í um tvo áratugi eða þar til starfs-
hópur á vegum Reykjavíkurborgar var settur á laggirnar.
5 Starfshópur Reykjavíkurborgar
5.1 Skipun starfshópsins
í september árið 2001 var lögð fram hjá Reykjavíkurborg sú tillaga
að skipaður skyldi starfshópur til að ráðleggja um nafngiftir á göt-
um, torgum og hverfum. í starfshópnum skyldu sitja tveir fulltrúar
tilnefndir af meirihluta skipulags- og byggingamefndar og einn frá
minnihluta, byggingarfulltrúi og ráðgjafi sem starfshópurinn velur.
Þessi tillaga var samþykkt. Starfshópurinn var síðan skipaður á fundi
í borgarráði 17. október sama ár. í hann voru tilnefnd Magnús Sæ-
dal Svavarsson byggingarfulltrúi, og er hann formaður, Ármann Jak-
obsson, Ásrún Kristjánsdóttir og ég sjálf. Fulltrúi Borgarskipulags í
nefndinni og ráðgjafi nefndarinnar er Þórarinn Þórarinsson arkitekt.
Starfshópurinn kom fyrst saman í nóvember 2001, hittist þegar þörf er
á og hefur haldið 33 fundi til þessa (mars 2009).