Orð og tunga - 01.06.2010, Side 46

Orð og tunga - 01.06.2010, Side 46
36 Orð og tunga Ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Fjórtán þeirra eru nú á götum í hverfinu en til viðbótar voru valin næst vatninu götuheitin Þingvað og Búðavað til að minna á þinghaldið og Elliðavað. Aðrar götur eru Ár- vað, Bjallavað, Helluvað, Hestavað, Hólmvað, Hólavað, Kólguvað, Krókavað, Lindarvað, Lækjarvað, Móvað, Reiðvað, Sandavað og, Selvað. Tvö torg eru á svæðinu og fengu þau nöfnin Biíðatorg og Þmgtorg en nú er lögð á það rík áhersla að öllum torgum í hverfum séu gefin nöfn um leið og götunum í öryggisskyni. Ekki löngu eftir að skólahald hófst í hverfinu var Magnús Sædal byggingarfulltrúi beðinn um að koma í Norðlingaskóla og skýra fyrir nemendum valið á nafni hverfisins og götuheitunum. Fékk sú heim- sókn mjög góðar undirtektir og í framhaldi af því hefur þróast sú venja að gefa rýmum í skólanum nöfn úr náttúrunni í grennd. T.d. dregur skólastofan Mörk nafn sitt af Heiðmörk, stofan Hólar af Rauðhólum, rým- in Vað og Bjalli af götuheitunum í grennd o.s.frv. og nemendur eru t.d. ekki í fyrsta eða annars bekkjar stofum heldur í Vaði, Bjalla, Mörk. Þetta hefur mælst mjög vel fyrir og bæði börn og fullorðnir væru meðvitaðri um umhverfi sitt en áður. 6 Viðliðir götunafna Við val á forliðum er reynt að halda til haga ef unnt er gömlum örnefn- um eins og Breiðholtsbraut eftir bænum Breiðholti og Hádegismóar eftir örnefni í grennd. Annars er leitast við að velja samstæð nöfn merking- arlega, t.d. fugla, jurtir, forna dverga, ásynjur, sækonunga, eitthvað í umhverfinu eða annað sem þykir henta fyrir hverfið. Hérlendis er fremur sjaldgæft að götur fái nöfn eftir lifandi persónum eins og vel þekkist erlendis, en þó má nefna Þórufell eftir Þóru Jónsdóttur sem bjó í torfbænum Breiðholti, en eftir systrum hennar voru nefndar göturn- ar Lóuhólar og Maríubakki sem báðar eru í Breiðholtshverfi (Ólafur H. Torfason 1986:136). Það virðist mun algengara hérlendis að sækja síðari samsetningar- liðinn í landslag en að velja viðlið sem hefur merkinguna 'gata', þ.e. stígur, stræti, vegur, tröð. í mars 2009 voru viðliðir götunafna á höfuð- borgarsvæðinu (Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Seltjarn- arnesi, Mosfellsbæ og Kjalarnesi) alls 107 miðað við götunafnaskrá Símaskrár (bls. 1599-1605). Forliðunum er síðan oft raðað innbyrðis í stafrófsröð: Arnarbakki, Blöndubakki, Ferjubakki, Grýtubakki, Hjaltabakki,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.