Orð og tunga - 01.06.2010, Side 46
36
Orð og tunga
Ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Fjórtán þeirra eru nú á götum í
hverfinu en til viðbótar voru valin næst vatninu götuheitin Þingvað og
Búðavað til að minna á þinghaldið og Elliðavað. Aðrar götur eru Ár-
vað, Bjallavað, Helluvað, Hestavað, Hólmvað, Hólavað, Kólguvað, Krókavað,
Lindarvað, Lækjarvað, Móvað, Reiðvað, Sandavað og, Selvað. Tvö torg eru
á svæðinu og fengu þau nöfnin Biíðatorg og Þmgtorg en nú er lögð á
það rík áhersla að öllum torgum í hverfum séu gefin nöfn um leið og
götunum í öryggisskyni.
Ekki löngu eftir að skólahald hófst í hverfinu var Magnús Sædal
byggingarfulltrúi beðinn um að koma í Norðlingaskóla og skýra fyrir
nemendum valið á nafni hverfisins og götuheitunum. Fékk sú heim-
sókn mjög góðar undirtektir og í framhaldi af því hefur þróast sú venja
að gefa rýmum í skólanum nöfn úr náttúrunni í grennd. T.d. dregur
skólastofan Mörk nafn sitt af Heiðmörk, stofan Hólar af Rauðhólum, rým-
in Vað og Bjalli af götuheitunum í grennd o.s.frv. og nemendur eru t.d.
ekki í fyrsta eða annars bekkjar stofum heldur í Vaði, Bjalla, Mörk. Þetta
hefur mælst mjög vel fyrir og bæði börn og fullorðnir væru meðvitaðri
um umhverfi sitt en áður.
6 Viðliðir götunafna
Við val á forliðum er reynt að halda til haga ef unnt er gömlum örnefn-
um eins og Breiðholtsbraut eftir bænum Breiðholti og Hádegismóar eftir
örnefni í grennd. Annars er leitast við að velja samstæð nöfn merking-
arlega, t.d. fugla, jurtir, forna dverga, ásynjur, sækonunga, eitthvað
í umhverfinu eða annað sem þykir henta fyrir hverfið. Hérlendis er
fremur sjaldgæft að götur fái nöfn eftir lifandi persónum eins og vel
þekkist erlendis, en þó má nefna Þórufell eftir Þóru Jónsdóttur sem bjó
í torfbænum Breiðholti, en eftir systrum hennar voru nefndar göturn-
ar Lóuhólar og Maríubakki sem báðar eru í Breiðholtshverfi (Ólafur H.
Torfason 1986:136).
Það virðist mun algengara hérlendis að sækja síðari samsetningar-
liðinn í landslag en að velja viðlið sem hefur merkinguna 'gata', þ.e.
stígur, stræti, vegur, tröð. í mars 2009 voru viðliðir götunafna á höfuð-
borgarsvæðinu (Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Seltjarn-
arnesi, Mosfellsbæ og Kjalarnesi) alls 107 miðað við götunafnaskrá
Símaskrár (bls. 1599-1605). Forliðunum er síðan oft raðað innbyrðis í
stafrófsröð: Arnarbakki, Blöndubakki, Ferjubakki, Grýtubakki, Hjaltabakki,