Orð og tunga - 01.06.2010, Qupperneq 47
37
Guðrún Kvaran: Öllum götum skal nafn gefa
írabakki o.s.frv. til þess að auðvelda ókunnugum að rata um hverfið.
Viðliðirnir voru:
akur ás bakki bali barð
baugur berg borgir braut brekka
brunnur brú brún bryggja búð
búðir byggð bær endi fell
fit flöt fold fótur garðar
gata geisli gerði gi! grandi
gróf grund grunn hagi hamrar
háls heiði heinar hella hjalli
hlein hlíð holt hólar hólmi
hraun hús hvammur hvarf hverfi
hvoll hylur hæð höfði höfn
kinn kot kór kriki kvísl
kvörn land laug leið leiti
leynir lind lína lundur lækur
melur móar mói múli mýri
naust nes rimi salir sel
skeið skógur slóð smári staðir
stekkur stétt stígur strönd stræti
sund tangi teigur tröð tunga
tún vað vallagata vangur vegur
vellir vík vogur vör þing
þúfur öld
Það vekur athygli hversu fá götunöfn eru ósamsett. Þau reyndust vera
tólf, þar af helmingur með viðskeyttum greini: Bugða, Búðir, Grófin,
Kringlan, Mörkin, Naustin, Skeifan, Spöngin, Straumur, Strengur, Strik-
ið og Stöng. Þá eru ekki taldar með göturnar Fjörgyn í Grafarvogi og
Amsturdam í Mosfellsbæ.
Á síðari árum hafa borgaryfirvöld reynt að vera vakandi yfir því að
sömu viðliðir séu ekki notaðir og í nágrannasveitarfélögum. Því ráða
fyrst og fremst öryggismál, svo sem löggæsla og brunavarnir. Eldri
samnefndar götur má þó finna víða í Reykjavík og nágrannabæjum. í
Hafnarfirði er t.d. Flókagata, Vesturgata, Tunguvegur, Lækjargata, Sunnu-
vegur, Holtsgata, Suðurgata, Hringbraut, Úthlíð, Birkihlíð og Öldugata. í
Garðabæ er til Ásgarður, í Kópavogi Melgerði, í Mosfellsbæ Þverholt
og Engjavegur og í Bessastaðahreppi Hátún. Minna máli skiptir þótt á