Orð og tunga - 01.06.2010, Page 49
Guðrún Kvaran: Öllum götum skal nafn gefa
39
Sérstakur kafli er um nafngjafir og nafnanefndir í Reykjavík. Það
réðist af því að það svæði þekkir höfundur best og situr nú í starfshópi
Reykjavíkurborgar um götunöfn. Vissulega eru nöfn í öðrum sveitar-
félögum jafn áhugaverð og vonandi verður nöfnum innan allra bæjar-
og sveitarfélaga gefinn meiri gaumur í nánustu framtíð.
í fimmta kafla (5.3) var eitt hverfi rætt sérstaklega. Það er nýlega
fullbyggt og götunöfnin voru kynnt sérstaklega í Norðlingaskóla. Það
leiddi til mikils áhuga kennara og barna á nöfnum og fengu allar stof-
ur skólans nöfn sem sótt voru í næsta nágrenni. Þetta sýnir hvað lítið
þarf til að vekja áhuga á nöfnum ef rétt er að staðið.
Á bak við fiestar nafngiftir er einhver saga, mörg götunöfnin
geyma horfin örnefni, persónusögu, eins og nöfn systranna í Breið-
holtinu, eða aðrar tengingar sem nauðsynlegt er að halda til haga.
Erlendis má víða sjá örstuttar skýringar á götuskiltum og í ýmsum
borgum er hægt að nálgast handhægar uppsláttarbækur með nafna-
skýringum. Mikið verk er óunnið hérlendis en áhugi virðist vera að
vakna á því að safna þarf nöfnum í þéttbýli meðan enn er unnt að rifja
upp tilurð þeirra.
Heimildir:
Dalberg, Vibeke, Jorgensen, Bent. 1997. Forord. Byens navne. Stednav-
ne i urbaniserede omrdder. Rapport fra NORNAs 24. Symposium i
Kobenhavn 25.-27. april 1996, bls. 7-8. Uppsala: NORNA-Förlaget.
Jón Karl Helgason. 1998. Hetjari og höfundurinn. Reykjavík: Heims-
kringla.
Ólafur H. Torfason. 1986. Maður er svolítið léttlyndur. í: Heima er bezt.
4. tbl., 36:136-144.
PL sjá Páll Líndal.
Páll Líndal. 1986-1989. Reykjavík. Sögustaður við Sund. Reykjavík:
Bókaútgáfan Örn og Örlygur.
Símaskrdin. 2008. Reykjavík: Já.
Þórhallur Vilmundarson. 1997. Om islandske gadenavne. í: Vikebe
Dalberg og Bent Jorgensen (red.). Byens navne. Stednavne i urban-
iserede omrdder. Rapport fra NORNAs 24. Symposium i Kobenhavn
25.-27. april 1996, bls. 171-184. Uppsala: NORNA-Förlaget.