Orð og tunga - 01.06.2010, Page 51
✓
Hallgrímur J. Amundason
✓
Oformleg örnefni í Reykjavík
1 Hvað er örnefni?
í ákveðnum frumskilningi er örnefni allt sem hefur nafn, hvort sem er
staður á landi, hús í borg, heiti á dýri eða mannsnafn. Fæstir skilja þó
orðið svo víðum skilningi. í hugum flestra er örnefni nafn á ákveðnum
stað: bæ, fjalli, stöðuvatni eða landsvæði (sjá um þetta grein Svavars
Sigmundssonar í þessu hefti, bls. 55) og getur náð bæði yfir náttúru-
leg fyrirbæri og manngerð. Þessi merking hefur tíðkast síðan í elstu
heimildum. Dæmi eru þó til um eilítið annan skilning. I Jarðabók Arna
Magnússonar og Páls Vídalíns segir (XI 1943:185): "Ekki má þessi ör-
nefni byggja, því þau eru öll í hrjóstur komin." Þarna virðist örnefni
merkja staðinn sjálfan en ekki bara nafnið. Þessi merking hefur ekki
ratað í orðabækur enda þótt hún sé enn lifandi í málinu. Menn heyrast
stundum tala um að "kíkja á örnefni", "heimsækja örnefni" og "ganga
á örnefni".
Hér á eftir verður fjallað um ákveðna tegund örnefna sem lítið
hefur verið rædd á íslensku. Þetta eru óformleg örnefni, þ.e. örnefni
sem hafa ekki á sér yfirbragð formlegra og gamalla örnefna eins og
bæjanafna, nafna á fljótum og fjöllum eða hreppum og sýslum. Dálít-
ið verður rætt um eðli þessara örnefna en meginkaflinn er greining á
óformlegum örnefnum í Reykjavík. Samanburður er gerður við eldri
tíð, rætt um vandamál við söfnun nafnanna og niðurstöður dregnar
saman í lokin.
Orð og tunga 12 (2010), 41-53. © Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum,
Reykjavík.