Orð og tunga - 01.06.2010, Page 56

Orð og tunga - 01.06.2010, Page 56
46 Orð og tunga fer fram á staðnum.8 Bakarabrekkan er eldra nafn á Bankastræti, nú er þar hvorki banki né bakarí. Rúgbrauðsgerðin er í Borgartúni 6. Þar var Hlutafélagið Rúgbrauðsgerðin til húsa og bakaði brauð frá 1948 og fram um 1970. Síðan voru þar veitinga- og fundasalir á vegum hins opinbera og héldu nafninu á lofti. Enn er nafnið við lýði, nú á veisluþjónustu sem þar er rekin. Gamla Bíó hét upphaflega frá 1906 Reykjavíkur Biografteater en snemma hefur það gengið undir nafninu Bíó. Eftir að Nýja Bíó er sett á fót 1912 fer „gamla Bíó" að ganga undir nafninu „Gamla Bíó", fyrst óformlega en síðan er það heiti gert að op- inberu nafni kvikmyndahússins (í Fjalakettinum við Aðalstræti). Það nafn loddi síðan lengi við nýja húsið eftir að bíóið fluttist upp í Ing- ólfsstræti 1926 og lengi eftir að bíóstarfsemi var hætt. Eftir að íslenska óperan tók þar til starfa hefur nafnið íslenska óperan nær útrýmt hinu gamla heiti. Bryggjulnísið (Vesturgata 2) stóð fast við sjóinn í eina tíð og þar voru rætur bryggjunnar sem húsið er kennt við. Húsið er annars núllpunktur Reykjavíkur í vissum skilningi. Frá Bryggjuhúsinu séð, þar sem Aðalstræti byrjar, miðast öll húsnúmer í borginni: jafnar tölur eru á hægri hönd en ójafnar á vinstri. jesúprent (Bergstaðastræti 27), þar var Prentsmiðja Jóns Helgasonar og mikið prentað af guðsorða- bæklingum. Hér með á líklega heima fyrirbæri eins og Ríkið (Áfeng- isútsala ríkisins) sem er nú mjög á undanhaldi eftir að farið var að kalla þessar verslanir ÁTVR og síðan Vínbúðir. Útibú Ríkisins á Lindar- götu var kallað Lindm eftir götunni en hún hét aftur eftir Móakotslind, vatnsbóli sem þar var. Nafnið vísaði þannig bæði til staðsetningar og söluvöru. Bæjarins beztu er að öllum líkindum upphaflega partur af auglýsingaskilti sem staðið hefur utan á pylsusjoppunni, „Bæjarins beztu pylsur", en þróast síðan yfir í eiginnafn á henni. 4. Uppnefni. Nöfn í þessum flokki geta ýmist verið saklaus gælu- nöfn, rætin illnefni eða spaugilegur útúrsnúningur. Bráðræði og Ráð- leysa voru nöfn á húsum í útjaðri Reykjavíkur. Það fyrrnefnda stóð þar sem nú er Grandavegur 37. Annað nafn er ekki varðveitt á húsinu og er e.t.v. til vitnis um að það hafi aldrei haft annað nafn, óform- lega nafnið hefur strax orðið almennt. Ráðleysa stóð þar sem nú er Laugavegur 40 en var á sínum tíma úr alfaraleið og þótti val á staðn- um sýna fyrirhyggjuleysi. Á þessum tíma var Reykjavík sögð byrja í Bráðræði en enda í Ráðleysu! Svínastían var veitingastaður á Hótel ís- 8Þó er svolítið óvíst hvernig flokka á Bryggjuhúsið, nær væri að tala um stnðsetn- ingii.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.