Orð og tunga - 01.06.2010, Side 60
50
Orð og tunga
Vestannepja, Mundatuðra, Háfress, Handarprýði, Skrautholt. Bærinn er
farinn í eyði þegar jarðabókin er gerð en þar hafði áður Ingimund-
ur nokkur búið við mikla fátækt í einhvern tíma. Erill er til sem hjá-
leiga frá Skarði í Landmannahreppi, Látalæti hét afbýli frá Hellum í
sama hreppi og Reiksarakot (nú Rifshalakot!) var hjáleiga frá Vetleifs-
holti í Holtamannahreppi. Um merkingu „reiksara" er alls óvíst en
e.t.v. merkir það 'förumaður, flakkari' (sá sem reikar).
I íslensku manntölunum bregður til beggja vona með heiti á hús-
um í Reykjavík. í manntalinu 1801 (1978:377-402) eru nöfn gefin upp
á gömlu bæjunum kringum Reykjavík en þegar kemur að húsum í
þorpinu eru aðeins gefnar upp hlaupandi tölur, frá 1-43. í manntal-
inu 1845 (1982:424-458) eru nöfnin gefin upp en þá yfirleitt upp á
dönsku. Þar er að finna nöfn eins og Madam Knudsens hus, Fattighu-
set, Bradræde, Aunenaust. Þegar um dönskuskotna mynd er að ræða er
oft hægt að giska á íslensku myndina (Bradræde=Bráðræði) en stund-
um er það ekki hægt. Er Fattighuset t.d. „Fátækrahúsið" eða „Snauða-
kot" eða eitthvað enn annað? í manntalinu 1816 (1947:422-440) eru
íslensk nöfn notuð eingöngu, t.d. Ullarstofa, Stýrimannshúsið, Dúkskot,
Litla-Landakot, og eftir talsverðu að slægjast.
Gamlar heimildir um óformleg örnefni hafa ekki verið skoðaðar
að ráði önnur en þau sem nefnd eru hér að framan. Raunar er ekki
sennilegt að mikið hafi varðveist af slíku efni. Hugsanlegt er þó að
eitthvað af slíkum nöfnum finnist í dómabókum eða öðrum gömlum
skjölum.
5 Lokaorð
Óformleg örnefni hafa að öllum líkindum verið til frá fornu fari á ís-
landi en hæpið er að nokkuð af því elsta sé varðveitt. Þessi nöfn hafa
nefnilega tilhneigingu til að hverfa án þess að skilja eftir spor. Dæmi
finnast að vísu svo snemma sem í byrjun 18. aldar. Vísir að því er í
Jarðabókinni, einkum þar sem þéttbýli er að myndast, í Reykjavík og
Vestmannaeyjum, enda er á slíkum stöðum líklegast að óformleg ör-
nefni myndist - þetta eru nöfn sem krefjast ákveðins mannfjölda.13
13Ónefndur yfirlesari þessarar greinar bendir á að svipað hafi getað gerst á stór-
býlum þar sem oft voru kot og hjáleigur. Hann tekur dæmi af Miklagarði, koti frá
Staðarhóli í Dölum, þar sem Steinn Steinarr ólst upp síðar. Nafnið er sennilega valið
kotinu til háðungar.