Orð og tunga - 01.06.2010, Page 85

Orð og tunga - 01.06.2010, Page 85
Torfi Hjartarson: Kennarinn og kennileitin 75 nemendum heldur ræðst af áhuga kennara hvort því er beitt eða ekki. Nefna mætti nokkur dæmi um vandaða útgáfu á námsefni þar sem staðfræði eða kortalestur leika mikilvægt hlutverk en efnið nær lítilli fótfestu í skólastarfi. Líklegt má telja að kennurum þyki sumt jaðarefni of viðamikið eða þungt í vöfum til að sníða að þröngri stundaskrá í annasömu starfi. Einnig má vera að viðleitni skorti til að ná til ungra lesenda. Vinnuheftið Nafnakver (sjá Vénýju Lúðvíksdóttur 1988) kom út um líkt leyti og námsbókin Land og líf og er ágætt dæmi um efni sem ekki er kostnaðarsamt í útgáfu og kalla má jaðarefni en fellur samt í góðan jarðveg hjá kennurum. Þó að það fjalli um nöfn manna en ekki staða og svæða kann það að gefa góðar vísbendingar um hvernig mætti ná til kennara og nemenda með aðlaðandi og hagnýtum verkefnum um örnefni. Kverið byggir á einföldum verkefnum þar sem teflt er fram líflegum teikningum og nemendur glíma við mannanöfn í nokkuð fjölbreytilegu og stundum óvæntu samhengi. Sjá má fyrir sér örnefna- kver af líkum toga þar sem nemendur myndu fást við forvitnileg og vandlega valin dæmi um örnefni í ýmiss konar samhengi sem vak- ið gæti vinnugleði og áhuga. Þar mætti beita einföldum eyðufylling- um, fróðleiksmolum, áhugakveikjum, þrautum og leikjum í bland við myndefni með mátulegri tilhöfðun til ungra nemenda. Beina mætti athygli að örnefnum í nærumhverfi nemenda, sögustöðum og áhuga- verðum landsvæðum eða vel völdum örnefnum vítt og breitt um land- ið og miðin. 5.2 Dæmi um vefí Hér væri ástæða til að dvelja miklu lengur við prentefni ætlað grunn- skólum, bæði gamalt og nýtt. Fjalla mætti sérstaklega um landabréfa- bækur og efni sem gefið hefur verið út með það fyrir augum að ýta undir lestur korta eða áhugavert námsefni í íslensku og samfélags- greinum. Þess í stað verður vikið stuttlega að dæmum um stafræna útgáfu á námsefni. Hún hefur á seinni árum færst nær alfarið yfir á Veraldarvefinn þó að finna megi dæmi um áhugaverða skjámiðlun á söfnum eða öðrum fræðsluvettvangi og námsmiðaða tölvuleiki á disk- um. í Kortavefsjá (2007) Námsgagnastofnunar frá Gagarín býðst lesanda að skoða kort af íslandi í þar til gerðum glugga og hann getur kall-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.