Orð og tunga - 01.06.2010, Page 99
Margrét Jónsdóttir: Beyging orða með viðskeytunum -ing og -ung 89
Þær upplýsingar sem komið hafa fram eru þær sem má sjá í (3).9 10
Hafa ber í huga að upplýsingarnar um Nýja testamentið og Guðbrands-
biblíu byggjast á umfjöllun fræðimanna. Tekið skal fram að rit Noreens
er hér með fyrst og fremst til samanburðar.
(3) Viðskeytið -ing
N Fji° NT GB JÁ JM CV
þolfall -u varla ? (+)x (+) (-) - (+)
þágufall -u + (+) (+) (+) (+) - (+)
(+) = endingin -u kemur oft fyrir 11
(-) = endingin -u kemur sjaldan fyrir
x = endingin skilyrt af greininum
Um orð með viðskeytinu -ung er niðurstaðan þessi:
(4) Viðskeytið -ung
N FJ NT GB JM CV
þolfall -u - ? (-) (-) - (+)
þágufall -u + (-) (-) (-) - (+)
(-) = endingin -u kemur sjaldan fyrir
Endingin -u er nokkuð á reiki í orðum sem enda á -ing í Guðbrands-
biblíu enda þótt hún sé fastari í sessi en hjá Oddi í Nýja testamentinu.
Eignarfallsformið lmndauppleggingunnar sem er eina dæmi þess að orð
fái endinguna -u í eignarfalli og er bæði hjá Oddi og Guðbrandi, sbr.
Bandle (1956:216), kynni að benda til þess að u-endingin væri að fest-
ast í sessi í beygingardæminu sem heild.
2.2.1 Samanburður við aðrar heimildir
í ROH12 er að finna mikinn fjölda orða með viðskeytinu -ing. Könn-
uð voru sérstaklega 60 orð og skoðaðar endingar þeirra í þolfalli og
9Eftirfarandi skammstafanir eru notaðar í (4): N vísar til Noreens, F/ til Finns Jóns-
sonar (1901), NT til Nýja testamentis Odds Gottskálkssonar, GB til Guðbrandsbiblíu, JÁ
til Jóns Árnasonar, /M til Jóns Magnússonar og CV til Icelandic-English Dictionary.
Tekið skal fram að þau 18. aldar rit sem skoðuð voru sérstaklega eru ekki með hér.
Um þau er rætt í 2.2.1.
10Finnur Jónsson minnist ekkert á þolfallið í þessu sambandi. Hann nefnir aðeins
eitt orð með viðskeytinu -ung.
rlÞessar sömu táknanir eru einnig notaðar í (4), (7) og (8).
nROH = ritmálssafn Orðabókar Háskólans, á vef Stofnunar Árna Magmíssonar í ís-
lenskum fræðum.