Orð og tunga - 01.06.2010, Page 100
90
Orð og tunga
þágufalli til loka 19. aldar. Þessum 60 orðum má skipta í tvo hópa.
Helmingur þeirra er úr skránni 'Algengustu flettiorð í tíðniröð' í ís-
lenskri orðtíðnibók (1991). Orðið bygging var þar í áttunda sæti en kerl-
ing í því átjánda. Um sum orðanna voru fjölmörg dæmi í ROH, flest
um orðin bygging og kerling, eða 100 um hvort orð. Hinn helmingur-
inn var valinn af handahófi. Fjölmörg dæmi voru um sum orðin, flest
um orðinfylling, 100 dæmi, og meining, 94 dæmi.13 Niðurstaðan leiddi
eftirfarandi í ljós:
(5) a. þolfall
1. 16. og 17. öld: Að orðunum í Nýja testamentinu og
Guðbrandsbiblíu slepptum eru nánast öll dæmin um
þolfall með endingunni -0 eða 34 sem telja má ör-
ugg. Aðeins 4 dæmi finnast um n-endinguna frá sama
tíma.
2. Með tímanum fækkar þolfallsdæmum með end-
ingunni -0 en þeim með -u fjölgar að sama skapi. 0-
endinguna má þó finna allt til loka nítjándu aldar.
b. þágufall
í langflestum tilvikum endar þágufall á -u. Engin
dæmi eru um endinguna -0 frá 16. öld en 9 frá 17. öld.
Dæmin ná allt til loka 19. aldar. Þau eru ekki mörg.
Öll helstu img-orðin í ROH voru skoðuð, orð eins og nýjimg, djörfung,
háðung, hörmung, sundrung o.fl. Þar mátti sjá að þolfall jafnt sem þágu-
fall enda ýmist á -u eða ekki. í textasafni OH eru textar frá ýmsum
tímum. Engin dæmi voru um endinguna -u.
Forvitnilegt er að skoða beygingu viðskeyttu orðanna í tveimur
ritum. Annars vegar er rit de Buchwald frá miðri 18. öld, en hins veg-
ar eru sögur Jóns Oddssonar Hjaltalín sem voru skrifaðar í kringum
aldamótin 1800.14 Tölulegar niðurstöður eru þessar:
13Orðin úr íslenskri orðtíðnibók (1991) eru þessi: spuming, minning, tilfinning, hreyf-
ing, upplýsing, skýring, þekking, bygging, merking, lýsing, skelfing, setning, snerting, rign-
ing, kosning, bylting, menning, kerling, fæðing, kenning, æfing, viðurkenning, sprenging,
vísbending, örvænting, staðsetning, endurminning, tilhneiging, uppbygging, mæling. Tekið
skal fram að röðin miðast við tíðniröðina í íslenskri orðtíðnibók. Orðin í hinum helm-
ingnum eru þessi í tíðniröð ROH: fylling, meining, líking, virðing, festing, uppfylling,
uppsetning, greining, sigling, drottning, sending, skipting, beiting, bending, endurfæðing,
lækning, fylking, trygging, breyting, læsing, lagning, liegning, sýning, vitundarvakning,
freisting, stýring,fjiírfesting, melting, refsing, barnsfæðing.
uRit de Buchwald er um ljósmóðurfræði en íbók Jóns eru tvær frumsamdar sögur,