Orð og tunga - 01.06.2010, Síða 104
94
Orð og tunga
Fróðlegt er að skoða birtingingarform greinisins og þar með vensl
endingarinnar -u og greinisins bæði í Nýja testamentinu og í Guðbrands-
biblíu. Þeim má lýsa á eftirfarandi hátt:
Vensl endingarinnar -u og greinisins
ÞOLFALL ÞAGUFALL
Nýja testamentið -0,-u -u,-0
líkingina, mælingu, ritning-0
blóðsúthellinguna nýjungu, háðung-0
Guðbrandsbiblía -0, -u -u, -0
merkmg-0, fyllingu festingina,festinguna festing u, fylking-0
hörmung-0 hörmungina hörmungu, hörmung-0 hörmunginni, hörmungunni festingunni tffestinginni)
Þótt aðeins tæplega hálf öld skilji ritin að er töluverður munur á máli
þeirra. í báðum endar þolfall ýmist á -u eða er endingarlaust. Sé við-
komandi orð með greini hjá Oddi kemur i-endingin ávallt á undan
greininum nema í einu tilviki, þ.e. blóðsúthellinguna. Hjá Guðbrandi er
staðan öðruvísi. Þágufallsendingin -u í ákveðna forminu festingunni
gefur e.t.v. til kynna að greinirinn sé forsenda þess að endingin festist
í sessi enda þótt greinislausu dæmin séu með og án endingar. Vafa-
samt er þó að fullyrða um of enda kann það að vera tilviljun að orð-
myndin *festinginni finnst ekki. Á hinn bóginn er athyglisvert að sjá
orðið hörmung með og án greinis. Kannski má ætla sem svo að staða
endingarinnar sé valtari meðal »Hy-orðanna.
Ekki verður annað ráðið af þessu en að w-endingin hafi fest sig fyrr
í sessi í orðum með greini en án hans. Það má sjá í (10) þar sem sýnd
er hugsanleg beyging orðsins festing í nefnifalli, þolfalli og þágufalli í
Guðbrandbiblíu, sbr. Bandle (1956:217—218):22
(10) nefnifall festing festingin
þolfall festing,festingu festingina,festinguna
þágufall festingu, festing festingunni
í þolfalli og þágufalli eru algengari formin höfð á undan. Þannig er
festing algengara en festingu í þolfalli en í þágufalli á hið gagnstæða
við. Séu orðin með greini þá er aðeins eitt form til staðar í þágufalli en
tvö í þolfalli.
22Beygingardæmið í (10) er sett saman úr raunverulegum heimildum sambærilegra
orða.