Orð og tunga - 01.06.2010, Page 110
100
Orð og tunga
nýjungu öll gömul, þau yngstu frá um 1800. í ROH eru yngstu dæm-
in frá lokum 19. aldar. En hér koma nokkur dæmi úr svo til nýjum
textum.28
(17) a. Við bjóðum upp á nýjungu í framsetningu stærð-
fræðiprófa fyrir 10. bekk, sem nýtist mjög vel til
undirbúnings fyrir prófin.
http://www.skolavefurinn.is
b. ...hann sá hneykslun og sundrungu hvarvetna,...
(rosin)
c. Mikið annríki á Hjólbarðaverkstæði ísafjarðar og
hefur nú verið tekið upp á þeirri nýjungu að unnt
er að panta tíma á internetinu.
www.bb.is/Pages/26?NewslD=84491
d. Reginaldur, hver heldur þú að valdið hafi þessari
sundrungu sem nú þjáir þig og aðra unga menn?
(stri-93)
í Biblíunni (2007) eru ung-orðin yfirleitt beygð eins og algengast er, þ.e.
skv. 1 í (14). Um orðið sundrung eru þrjú dæmi. Tvisvar er beygingin
sú sama og í (17) en einu sinni er beygingin eins og algengast er.
Enda þótt ung-orðin séu tíðast endingarlaus í þolfalli og þágufalli
eru mörg dæmi þess að þau endi á -u. Segja má að dæmin sýni það
vel að beygingartilbrigðin séu gömul. Jafnframt læðist að sá grunur
að handbækur segi ekki alltaf alla söguna.
3.4 Samantekt
í (11) í 3.1 og (14) í 3.2 voru töflur með endingaflokkunum. í hvorri
töflu var gert ráð fyrir þremur flokkum. Niðurstaðan er þó sú að í báð-
um tilvikum er þriðja tilbrigðið, 3, umframt. Vissulega finnast dæmi
sem fallið gætu undir 3. Þau eru þó fá og tilviljanakennd þannig að
ekki er hægt að gera ráð fyrir sérstökum flokki.
Þar sem orð með viðskeytinu -ung geta, a.m.k. í máli sumra og e.t.v.
við sérstök skilyrði, endað á -u í þolfalli og þágufalli er forvitnilegt
að skoða beyginguna enda sé viðkomandi orð með ákveðnum greini.
Samkvæmt BÍN beygjast orðin sýning og nýjung þannig (18):
28Dæmin í (17) sem eru af Netinu voru skoðuð síðast 18. ágúst 2008.