Orð og tunga - 01.06.2010, Page 111
Margrét Jónsdóttir: Beyging orða með viðskeytunum -ing og -nng 101
(18)
nefnifall
þolfall
þágufall
eignarfall
A
sýningin
sýninguna
sýningunrii
sýningarinnar
B
nýjungin
nýjungina
nýjunginni
nýjungarinnar
Eins og rætt var í 2.4 þá voru til tvímyndir á ritunartíma Guðbrands-
biblíu, sbr. t.d. festingina og festinguna í (10). í heimildum frá um 1800
eru sambærilegar myndir horfnar. Þrátt fyrir dæmi eins og í (12) og
(13), þar sem þolfall og jafnvel þágufall eru án endingar, þá hafa held-
ur engin dæmi fundist úr samtímamáli.
Sé gert ráð fyrir því að til séu tvær myndir af þolfalli og þágufalli
orða með viðskeytinu -ung þá sýna dæmi að með greini verður beyg-
ingardæmi slíkra nafnorða nokkuð flókið. Það lítur út eins og sjá má í
(19).
(19) nefnifall nýjungin
þolfall nýjungina, nýjunguna
þágufall nýjunginni, nýjungunni
eignarfall nýjungarinnar
Beygingardæmi það sem sýnt er í (19) er flókið vegna greinisins. Með
því er verið að vísa til sérhljóðsins í greininum, sbr. -ina. Á hinn bóginn
er -u sem á uppruna sinn í beygingarendingu. Þetta á bæði við um
þolfall og þágufall. Hér er því hið sama á ferð og lýst var í 2.4, (9) og
(10), þegar verið var að ræða beygingu ing-orða með greini eins og
hún birtist í Guðbrandsbiblíu.
Sé á ný vísað til hugmynda Carstairs (1988:74) um hagkvæmni inn-
an beygingarkerfa, sbr. 2.2, er ekki ólíklegt að kerfið breytist þannig
að jafnvægis verði leitað innan þess. Um tvennt er að ræða. Breytist
beyging orða með viðskeytinu -img þannig að þau endi á -u í þolfalli
og þágufalli munu ung- og ing-orðin beygjast eins. Hins vegar getur
alveg eins farið svo að ung-orðin verði endingarlaus í áðurnefndum
föllum eins og þau eru raunar fjölmörg nú.
4 Niðurstöður túlkaðar - lokaorð
4.1 Beygingin og breytingar á henni
Beyging viðskeyttu orðanna gat breyst frá því sem var í fornu máli.
Annars vegar hefðu orðin beygst eins og taug sem þýðir að orðin