Orð og tunga - 01.06.2010, Page 113
Margrét Jónsdóttir: Beyging orða með viðskeytunum -ing og -ung 103
hefðu þau þá endað í þolfalli og þágufalli á -i. En er hugsanlegt að
svo hafi orðið? Svarið er að engin dæmi hafa fundist þar um. Dæmi
eins og hörmungina (þf.) eða hörmunginni (þgf.)/ sbr. (9) í 2.4, benda því
ekki til /-endingar enda þótt fræðilega séð sé það ekki útilokað. Hugs-
anlega hliðstæðu þessa má sjá meðal orða sem beygjast eins og heiði;
slík orð eru eins í nefnifalli, þolfalli og þágufalli, með greini í aukaföll-
unum heiðina, heiðinni.
í upphafskafla er því haldið fram að stefna þeirra breytinga sem
eru meginviðfangsefni þessarar greinar hafi verið sú að útrýma óreglu
og koma á meira jafnvægi innan þess tiltekna kerfis sem um ræðir.
Breytingin sem fólst í því að föllin urðu eins stuðlaði því að auknu
samræmi innan beygingarkerfisins. Einu gildir hvort um er að ræða
þau sem enda á -ing og fengu u-endingu eða hvort img-orðin eru end-
ingarlaus í áðurnefndum föllum eða enda á -u. Samt sem áður greina
orðin sig frá nánast öllum sterkbeygðum kvenkynsorðum með því að
greina nefnifall frá þolfalli og þágufalli. Því má bæta við enda þótt
ing- og jafnvel líka ung-orðin fái »-endingu í eignarfalli eins og í hin-
um aukaföllunum er það líka í samræmi við kerfið, fyrirmyndin er
veik beyging kvenkynsorða. En allt þetta fellur að skoðunum Wurzels
(1984:86-87) og raunar fleiri þess efnis að beygingarkerfi byggist á
kerfislegum venslum. Beyging sem ekki á sér hliðstæðu innan síns
kerfis á sér vart líf eins og dæmin sanna.
4.3 Lokaorð
Ljóst er að stefna málsins hefur fram til þessa verið sú að greina alltaf
að beygingu orðanna með viðskeytunum tveimur að því gefnu að
málsniðið sé eitt og hið sama. í hinu venjulega tal- og ritmáli eru orð
sem sýning er fulltrúi fyrir ávallt með endingu í þolfalli og þágufalli;
undantekningin er eingöngu bundin einni ákveðinni tegund texta og
þá er endingarleysið aðeins í þolfalli, ekki þágufalli. Að breyttu breyt-
anda á hið gagnstæða við um orðið nýjung og orð sömu gerðar; þau
eru yfirleitt endingarlaus. En sé málsniðinu breytt og gert hátíðlegra
þá geta slík orð fengið endingu. En hátíðleikinn þarf jafnvel ekki að
vera til staðar því að oft má finna dæmi um endingu og hjá sumum
orðum, eins og t.d. nýjung en einkum þó sundrung, er hún algeng;
það mátti sjá í (15), (16) og (17) í 3.3. Ýmis teikn eru því á lofti um
að einhverjar breytingar gætu verið á beygingunni. í ljósi hugmynda