Orð og tunga - 01.06.2010, Page 142

Orð og tunga - 01.06.2010, Page 142
132 Orð og tunga Bókin skiptist í sjö kafla. Að loknum stuttum inngangi (bls. 1-4) er fjallað um fræðilegan bakgrunn og ýmis mikilvæg hugtök (2.-3. kafli, bls. 5-94). Þá eru málfræðifyrirbærin (sjá hér á undan) afmörkuð (bls. 95-126) og því næst er gerð grein fyrir aðferðum við gagnasöfnun og úrvinnslu gagna (bls. 127-165). Lengsti kaflinn (bls. 166-272) greinir frá niðurstöðum um málfræðilegu einkennin eitt af öðru og um við- horf þátttakendanna. Bókinni lýkur á kafla (bls. 273-304) þar sem m.a. er lagt mat á niðurstöðurnar í heild og þær settar í almennt fræðilegt samhengi. Finnur túlkar niðurstöður sínar þannig að íslenska sé stöðugt mál og hann telur að þann stöðugleika megi m.a. skýra með neikvæðu viðhorfi almennings til málbreytinga, skýrri mállegri þjóðhyggju og málstefnu þar sem stöðugleiki sé eitt meginmarkmiðið. Ari Páll Kristinsson Wahl, Betty. Islcindisch: Sprachplanung und Sprachpurismus. Universitátsverlag Winter. Heidelberg. 2008. ISBN 978-3- 8253-5513-5. 324 bls. Eins og titillinn sýnir fjallar þessi bók um þá málstefnu sem fylgt hefur verið á íslandi. Sérstaklega er hér horft til hreintungustefnunnar og höfundur varpar ljósi á sögulegan og hugmyndafræðilegan bakgrunn hennar. Wahl telur að ytri aðstæður hafi ýtt meira undir það á íslandi en víða annars staðar að þjóðtunga gegni sérstöku hlutverki í mótun þjóðarsjálfsmyndar. Hér er íslensk málstefna skoðuð sérstaklega út frá því hlutverki tungumáls. Bókin er byggð á doktorsritgerð höfundarins frá Goethe-háskólanum í Frankfurt am Main árið 2007. í inngangskafla (bls. 17-29) er sögð rannsóknarsaga viðfangsefnis- ins og gerð grein fyrir þeim mismunandi skilningi sem lagður hafi ver- ið í ýmis grundvallarhugtök sem byggt er á. Höfundur notar hugtak- ið islándischer Sprachpurismus sem yfirhugtak yfir annars vegar púrisma sem hugmyndafræðilega hefð og hugsunarhátt fyrr og nú og hins veg- ar um hagnýta stefnu í framkvæmd, þ.e. aðgerðir og ráðstafanir af ýmsu tagi (málrækt, málstýring). Fyrsti eiginlegi bókarhlutinn nefnist „Sprache und Geschichte: Entstehung und Entwicklung des islándischen Sprachpurismus" (bls. 31-111). Hann skiptist í tvo kafla sem fjalla um hugmyndasögu og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.