Orð og tunga - 01.06.2010, Page 143
Bókafregnir
133
málsögu. Hugað er að uppruna og þróun hreintungustefnu og hún er
sett í almennt hugmyndasögulegt samhengi. Síðan er fjallað um hana
sérstaklega út frá íslenskri málsögu. Höfundur ræðir í því sambandi
einkum um tökuorð og nýmynduð orð í íslensku. Wahl er þeirrar
skoðunar að þótt hreintungustefnan sem virk hugmyndafræði-
leg „hreyfing" sé tiltölulega ung, og eigi rætur sínar í evrópskri hug-
myndasögu, þá sé vitundin um eigið móðurmál og gildi þess mun
eldri meðal íslendinga. Hin etníska og mállega samkennd á íslandi
á miðöldum hafi m.a. undirbúið jarðveginn fyrir hreinleikahugsunina
þannig að hún féll í góðan jarðveg þegar þar að kom; svo góðan að hún
gat orðið hreintungusfe/úfl á 19. öld og inntak öflugrar og skipulegrar
málpólitíkur 20. aldar. Táknrænt gildi móðurmáls fyrir þjóðarsjálfs-
mynd sé alþekkt meðal lítilla málsamfélaga en þetta virðist standa
sérstaklega traustum fótum og vera lífseigt á íslandi. Wahl greinir sem
sé þrjá hornsteina íslenskrar málstefnu: mjög gamla vitund um eigið
tungumál sem virkaði sem sameiningartákn, í öðru lagi hugmynda-
fræðilega móðurmálshreyfingu 19. aldar þegar íslenska öðlaðist tákn-
rænt gildi sem helsta þjóðareinkennið og í þriðja lagi öfluga og áhrifa-
ríka málpólitík 20. aldar og fram til dagsins í dag.
Annar hlutinn, „Sprache und Ideologie: Die >málstefna<" (bls. 113-
293), er helgaður þeirri hugmyndafræði sem íslensk málstefna birtir,
hvernig henni er framfylgt, hvaða neikvæð áhrif hún hafi haft og hve
„hrein" íslenskan sé í raun í daglegri notkun, svo sem í unglingamáli
en sérstaklega í tölvumáli og á Netinu. Hún telur íslensku Netsins oft
vera qnasi-oral („hálfmunnlega"). Hún kannaði netmálið sérstaklega
og sýnir fjölda dæma. Mat hennar á niðurstöðunum er að málnotk-
unin sé ekki eins óskaplega enskuskotin og e.t.v. hefði mátt búast við.
Hún ályktar að þróun og breytingar í íslensku nútímamáli séu færri
og á afmarkaðri sviðum en í öðrum tungumálum sem hafa megi til
samanburðar.
Þriðji og síðasti hluti bókarinnar, „Sprache und Zukunft" (bls. 295-
297), er aðeins einn örstuttur kafli, „Islándisch zwischen Isolation und
Anpassung". Hér veltir höfundur því fyrir sér hvaða áhrif erlend mál
og aðkomuorð eigi eftir að hafa á framtíð íslensks máls. Hún telur að
íslensk málstefna verði að vera sveigjanleg og nútímaleg, bæði hvað
varðar hugmyndafræðilegu hliðina og framkvæmdarhliðina, eigi að
vera hægt að tryggja stöðu íslenskunnar og halda henni lifandi til
framtíðar.