Orð og tunga - 01.06.2010, Page 144
134
Orð og tunga
Heimildaskrá bókarinnar nær yfir 21 blaðsíðu. Nafna- og atriðis-
orðaskrá er á fjórum síðum. Höfundur birtir jafnframt í bókinni skýr-
ingar sínar á 19 íslenskum málræktar- og málfræðihugtökum, s.s.
sletta, nýyrðasmíð, kansellístíll, hreintungustefna o.s.frv.
Ari Páll Kristinsson
Tvö greinasöfn um orðabókafræði
Á árinu 2009 komu út tvö greinasöfn um orðabókafræði sem eiga ræt-
ur að rekja til starfsemi orðabókafræðistofnunar Árósaháskóla, Center
for lexikografi. Þar hefur um árabil farið fram öflugt og gróskumikið
starf sem aflað hefur stofnuninni álits og virðingar í fræðaheiminum.
Greinasöfnin endurspegla vel þá áherslu sem einkennir starf stofn-
unarinnar, þar sem þarfir þekkingar- og upplýsingasamfélags nútím-
ans fyrir gagnaleit og gagnamiðlun í margvíslegu formi eru mjög í
brennidepli.
Lexicography at a Crossroads. Dictionaries and Encyclopedias
Today, Lexicographical Tools Tomorrow. Henning Bergenholtz,
Sandro Nielsen & Sven Tarp (eds). Peter Lang. Bern 2009.
ISBN 978-3-03911-799-4. 372 bls.
Greinasafnið byggist á fyrirlestrum sem fluttir voru á samnefndu mál-
þingi sem Center for lexikografi efndi til í Árósum vorið 2008. Þangað
var boðið hópi orðabókafræðinga úr öllum heimsálfum en auk þeirra
tóku heimamenn virkan þátt í málþinginu. Ritið hefur að geyma 15
greinar um margvísleg viðfangsefni orðabókafræðinnar. í inngangi
leggja Henning Bergenholtz, Sandro Nielsen og Sven Tarp áherslu á að
þörf sé á að endurmóta hina fræðilegu undirstöðu í ljósi breyttra við-
horfa til hlutverks orðabóka og þeirra möguleika til þekkingarmiðlun-
ar sem spretta af nýjungum í tækni og gagnavinnslu. Sven Tarp fylgir
þeim hugleiðingum eftir í grein sinni þar sem hann fjallar um stöðu og
vanda orðabókafræðinnar andspænis nýjum áskorunum. Tarp heldur
því fram að orðabókafræðin glími við tilvistarkreppu, sem m.a. lýsi
sér í því að fræðilegar nýjungar og framfarir hafi aðeins að óverulegu
leyti sett mark sitt á hagnýta orðabókagerð. Tarp leggur áherslu á sér-
stöðu og sjálfstæði orðabókafræðinnar, ekki síst gagnvart málfræði og
málvísindum sem hún hefur löngum verið tengd við. Til að tryggja