Orð og tunga - 01.06.2010, Page 148
138
Orð og tunga
einni grein. Flestar greinanna eru skrifaðar á dönsku, norsku eða
sænsku með útdrætti á ensku og hverri grein fylgir heimildaskrá yf-
ir tilvitnuð rit. Einnig er í ritinu ítarleg atriðisorðaskrá sem auðveldar
lesendum að glöggva sig á viðfangsefnunum.
Greinarnar byggjast allar á fyrirlestrum frá ráðstefnunni og snerta
margs konar hagnýt og fræðileg viðfangsefni tengd orðabókum og
orðabókagerð. Allmargar greinar fjalla um orðabækur sem eru í smíð-
um eða nýlega komnar út. Þar má nefna tvímálaorðabækur eins og
sænsk-danska orðabók sem unnið er að í Danmörku (Kjeld Kristi-
ansen) og íslensk-dönsku/sænsku/norsku veforðabókina ISLEX sem
er samstarfsverkefni milli íslenskra, danskra, sænskra og norskra há-
skóla- og menningarstofnana (Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfars-
dóttir), einmála orðabækur eins og Norsk ordbok (Kristin Bakken og
Oddrun Gronvik o.fl.) og Jysk ordbog (t.d. Inger Schoonderbeek Han-
sen) svo og ýmsar sérhæfðar orðabækur, s.s. réttritunarorðabækur
(Ari Páll Kristinsson; Anita Agerup Jervelund og Jorgen Schack).
Einnig eru í ritinu greinar um orðasambönd og orðastæður (t.d. Tor-
ben Arboe; Ken Faro og Erla Hallsteinsdóttir; Nina Martola), um orða-
bókanotkun (Alexandra Granström; Ann-Kristin Hult), um orðanet
(Bolette Sandford Pedersen, Sanni Nimb og Lars Trap-Jensen; Jón
Hilmar Jónsson) og um gamlar orðabækur (Simon Skovgaard Boeck;
Dagfinn Worren). I heild gefur ritið því glögga mynd af þeim fjöl-
breytilegu viðfangsefnum sem norrænir orðabókahöfundar og orða-
bókafræðingar eru að fást við um þessar mundir.
Norræn nöfn - Nöfn á Norðurlöndum. Hefðir og endumýjun
/ Nordiska namn - Namn i Norden. Tradition och förnyelse.
Handlingar frán Den fjortonde nordiska namnforskarkon-
gressen i Borgarnes, 11-14 augusti 2007. Ritstjórn: Guðrún
Kvaran, Hallgrímur J. Ámundason, Jónína Hafsteinsdóttir
og Svavar Sigmundsson. (Norna-rapporter 84.) Uppsala:
Norna-förlaget i samarbete med Stofnun Árna Magnús-
sonar í íslenskum fræðum. 2008. ISBN 978-91-7276-083-7.
537 bls.
Heiti ritsins, Norræn nöfn - Nöfn á Norðurlöndum. Hefðir og endurnýjun,
er sótt til þema ráðstefnunnar og það er enn fremur titillinn á saman-
tekt Bente Holmberg sem birt er á dönsku og ensku í lok bókarinnar
og gefur yfirlit yfir helstu viðfangsefni fyrirlesara á þinginu og þá um