Orð og tunga - 01.06.2010, Page 149
Bókafregnir
139
leið efni greinanna í ritinu. Þar birtast greinar byggðar á 43 þeirra 46
fyrirlestra sem fluttir voru í Borgarnesi auk setningarræðu Vésteins
Ólasonar og áðurnefndrar samantektar. Flestar greinanna eru skrifað-
ar á dönsku, norsku eða sænsku með enskum efnisútdrætti en fáeinar
greinar eru ritaðar á ensku og þá með útdrætti á einhverju Norður-
landamálanna.
Greinarnar fjalla flestar annaðhvort um mannanöfn eða örnefni en
frá mörgum ólíkum sjónarhornum. Þannig er í ýmsum greinum fjallað
um mannanafnaforðann og þróun hans, bæði m.t.t. fornafna og eft-
irnafna (Birgit Eggert; Eva Brylla og Sonja Entzenberg o.fl.), og um
nafngiftir og hvernig þær mótast af tíðaranda, samfélagi, menningu
og lagaramma (Anfinnur Johansen; Emilia Aldrin; Guðrún Kvaran).
Flér má einnig nefna greinar um viðurnefni og gælunöfn (t.d. Leif Nil-
son; Kendra J. Willson) og um nöfn í bókmenntaverkum, m.a. áhrif
þeirra á nafngiftir (Guðrún Bjarkadóttir; Katharina Leibring; Bene-
dicta Winde). Greinar um örnefni eru sömuleiðis fjölbreyttar að efni
og innihaldi. Þar má nefna yfirlit og umfjöllun um örnefni á ákveðn-
um svæðum (t.d. Richard Coates; Rúna K. Tetzschner), þ.á m. nokkr-
ar greinar um örnefni og staðarheiti í þéttbýli (Terhi Ainiala; Riikka
Eskelinen; Annette C. Torensjö). Einnig er fjallað um tiltekna flokka ör-
nefna, t.d. nöfn sem enda á -torp (Peder Dam) og nafnliðinn holt (Tom
Schmidt), um uppruna og þróun örnefna (t.d. Þórhallur Vilmundar-
son), um málsögulega þróun örnefna og staðarheita sem víkur oft frá
því sem gerist í almenna orðaforðanum (Haraldur Bernharðsson) og
um alþýðuskýringar í tengslum við örnefni (Per Vikstrand). Eins og
dæmin sýna vitnar ritið um fjölbreytileg viðfangsefni nafnfræðinga á
Norðurlöndum.
Ásta Svavarsdóttir
Tvö greinasöfn um málstýringu og stöðlun
Helge Omdal & Rune Rosstad (ritstj.). Spráknormering -
i tide og ntide? Oslo: Novus forlag. 2009. ISBN 978-82-7099-
518-9. 299 bls.
Haustið 2007 var haldin ráðstefna við háskólann í Agder í Noregi und-
ir yfirskriftinni Behovfor eller trang til á normere? (Þörf eða löngun til að
staðla?) og greinarnar í safninu byggjast á fyrirlestrum sem þar voru