Orð og tunga - 01.06.2010, Síða 151
Bókafregnir
141
greinunum þar sem þau fjalla um líf Tores og störf og setja rann-
sóknir hans og niðurstöður þeirra í samhengi, m.a. við umfjöllunar-
efni vina hans og samstarfsmanna í greinunum sem á eftir fylgja. Auk
inngangsins eru 14 greinar í ritinu, allar skrifaðar á ensku. Höfund-
arnir eru margir virtir og víðkunnir fræðimenn en meðal þeirra eru
líka yngri samstarfsmenn og nemendur Tores.
Greinunum er skipt í þrjá hluta. í þeim fyrsta, sem ber yfirskriftina
Kenning („Theory"), eru fimm greinar: Nikolas Coupland skrifar um
mállýskur og staðalmál og tekur einkum dæmi af málþróun í Bret-
landi. Inge Lise Pedersen ritar um stöðlun og hugmyndafræðilegan
grundvöll hennar, einkum í ljósi sögulegrar þróunar í Danmörku allt
frá því á 16. öld. Helge Sandoy ritar grein þar sem hann setur fram
túlkun á niðurstöðum úr rannsókn á nýlegum aðkomuorðum í sjö nor-
rænum málsamfélögum, s.k. MIN-verkefni. Hann telur ólíka afstöðu
almennings til erlendra máláhrifa í þessum samfélögum sprottna af
menningarmun — ólíkri málmenningu — sem rekja megi til mismun-
andi sögulegra aðstæðna. Munurinn felur m.a. í sér missterka sam-
félagslega vitund um tungumálið og stöðu þess gagnvart öðrum mál-
um og mállýskum. í grein Anthony Mulac, Howard Giles o.fl. er fjall-
að um kynbundna þætti sem hafa áhrif á það hvernig fólk metur við-
mælendur sína og þar er sett fram líkan um tjáskipti þar sem kynferði
kemur við sögu. Loks skrifar Dennis R. Preston grein sem hann kallar
„Are you really smart (or stupid, or cute, or ugly, or cool)? Or do you
just talk that way?". Þar fjallar hann um rannsóknir á afstöðu til mál-
brigða og málnotenda, um sambandið á milli meðvitaðra og ómeð-
vitaðra viðhorfa og túlkun á niðurstöðum þekktra rannsókna, t.d. at-
hugunum Labovs í New York 1966 og rannsóknum Tore Kristiansen
í Næstved, í ljósi þess líkans sem hann setur fram í greininni. Annar
hluti bókarinnar hefur yfirskriftina Aðferð („Method"). Þar eru fjórar
greinar um afmörkuð viðfangsefni. Þrjár þeirra eru skrifaðar af sam-
starfsfólki Tores við LANCHART-setrið í Kaupmannahöfn. Þær fjalla
um ákveðna þætti í þeim rannsóknum sem þar fara fram á dönsku
máli, málbrigðum og málsamfélagi, einkum með tilliti til þess hvern-
ig þróunin hefur verið síðustu ár og áratugi (Marie Maegaard; Nico-
lai Pharao; Christopher Hare Svenstrup og Jacob Thogersen). Fjórða
greinin í þessum hluta er eftir Peter Garrett og Angie Williams. Hún
fjallar um samskipti milli kynslóða og hvernig fólk á ólíkum aldri túlk-
ar hugtök sem notuð hafa verið um ólík aldursskeið, t.d. „miðaldra"