Orð og tunga - 01.06.2010, Page 154
144
Orð og tunga
nöfn og aflögð eru talin og þá tekið fram hvenær breyting varð: „Oslo
(city, southeastern Norway) : 1877-1924 Kristiania; 1624-1877 Christi-
ania-, Medieval Latin Asloga" (bls. 150). Ártölin geta verið vísbending-
ar um sögulega atburði sem leiða til nafnabreytinga, einkum í Evr-
ópu, s.s. hernám eða innrás eins ríkis í annað þar sem herraþjóð gefur
nöfn á sinni tungu, og þar koma m.a. heimsstyrjaldirnar tvær á tuttug-
ustu öld við sögu: „Latvia (republic, northwestern Europe): [Latvian
Latvija]; (Russian Latviya); 1941-1944 German Lettland" (bls. 112). Oft
liggja pólitískar ástæður að baki nýrri nafngift, t.d. í Sovétríkjunum.
Algengur forliður nafna þar var Krasno- 'rauður' og tíðum var kennt
við Lenín og Stalín þó þeir hefðu engin tengsl við viðkomandi staði.
Frá nafnmyndinni Island er vísað í flettuna Iceland („island republic,
North Atlantic") (bls. 86) og er þetta eina íslenska nafnið í ritinu.
Að lokum má nefna tvo viðauka. í þeim fyrri eru allmörg staða-
heiti þýdd á önnur mál en ensku: frönsku, þýsku, tyrknesku, finnsku,
pólsku, velsku og kínversku, og er franski kaflinn fyrirferðarmestur.
Þar má m.a. sjá að ísland nefnist á finnsku Islanti, á tyrknesku ízlanda
og Ynys-yr-iá á velsku. Síðari viðaukinn er skrá um ýmsa staði, suma
alkunna, aðra lítt þekkta, sem vitað er með vissu að koma fyrir í skáld-
verkum en þá undir breyttum nöfnum. Eru rit breskra höfunda þar í
miklum meirihluta en einstök skáldverk eru ekki tílgreind, einungis
höfundar.
í bókarlok er skrá um heimildir. Bókin er 257 bls. að stærð, án korta
og mynda.
Jónína Hafsteinsdóttir