Morgunblaðið - 18.08.2016, Síða 4

Morgunblaðið - 18.08.2016, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Hrafn Steinarsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að skrefin sem stigin séu með nýju frumvarpi um afnám fjármagnshafta séu jákvæð en á sama tíma varfærnisleg. Hann segir að beðið hafi verið eftir því að þessi skref yrðu stigin, tímasetningin nú sé kjörin til þess. „Ástæðan er sú að nafngengi krónunnar hefur verið að styrkjast hratt vegna þess að fjármagns- innflæði er leyft en ekki fjár- magnsútflæði. Það er kominn tími til þess að meira jafnvægi komist á fjármagnsflutninga. Að það sé opn- að fyrir útflæði á móti innflæðinu,“ sagði hann í samtali við mbl.is í gær. Tækifæri á alþjóðamörkuðum Hrafn segir mjög jákvætt að opnað sé fyrir beina fjárfestingu fyrirtækja erlendis. „Það getur auðveldað þeim vöxt og opnað fyrir tækifæri á alþjóða- mörkuðum. Það er mjög jákvætt og má búast við því að fyrirtækin finni fyrir þessu og að þetta liðki fyrir viðskiptum milli landa.“ Spurður hvort hægt hefði verið að stíga stærri skref til afléttingar hafta segir Hrafn skynsamlegt að ganga hægt um gleðinnar dyr. „Þess vegna hefur Seðlabankinn í öllum sínum aðgerðum er varða losun fjármagnshafta stigið frekar varfærnisleg skref. Það er ágætt að taka bara lítið skref í einu, í rétta átt, og ef vel heppnast er hægt að taka næsta skref,“ segir Hrafn. Það skapi jafnframt trúverðug- leika, sem sé mikilvæg forsenda í aðgerðum sem þessum. Hrafn segir að áhugavert verði að fylgjast með viðbrögðum al- þjóðlegu lánshæfismatsfyrirtækj- anna. „Ég býst við því að þau muni líta hagkerfið jákvæðari augum ef þessi aðgerð heppnast vel, bæði skref eitt við gildistöku frumvarps- ins og síðan skref tvö um áramót- in. Þannig að eftir áramót mætti búast við jákvæðum viðbrögðum frá lánshæfismatsfyrirtækjunum.“ „Myndarlegra“ en búist var við Greiningardeild Íslandsbanka segir skref ríkisstjórnarinnar nú líkleg til þess að draga úr gjaldeyriskaupum Seðlabanka Ís- lands og hægja á styrkingu krón- unnar. Rúmur gjaldeyrisforði bankans sem og horfur á áfram- haldandi innflæði gjaldeyris dragi þó mjög úr líkum á því að krónan veikist umtalsvert þegar höftin verði rýmkuð. Greiningardeildin segir að áformin feli í sér „öllu myndarlegri heimildir“ en hún hafi búist við. Skrefið sé afar jákvætt og löngu tímabært, enda séu aðstæður í efnahagslífinu og fjármálakerfinu eins hagfelldar og hægt sé að von- ast til. Greiningardeildin bendir á að fyrirhuguð losun hafta muni vænt- anlega hafa talsverð áhrif á gjald- eyrismarkað á komandi mánuðum. Næstu vikur séu þó áhrifin bundin við þá sem þegar hafi heimildir til gjaldeyrisviðskipta, s.s. lífeyris- sjóði og inn- og útflytjendur vöru og þjónustu. Þeir gætu séð sér hag í því að draga tímabundið úr gjaldeyrissölu eða auka við gjaldeyriskaup vegna breyttra væntinga um skamm- tímaþróun gengis krónu, en grein- ingardeildin telur líklegt að áhrif þessa verði ekki veruleg. Litlar sveiflur á mörkuðum Rólegt var á gjaldeyrismarkaði í gær og virtist sem áform stjórn- valda um frekari losun hafta, sem kynnt voru eftir lokun markað á þriðjudag, hefðu ekki raskað ró fjárfesta. Lítil hreyfing var á gengi krón- unnar gagnvart öllum helstu gjald- miðlum heims í viðskiptum. Greinendur telja líklegt að rýmkun hafta á komandi vikum valdi ekki umtalsverðri veikingu krónunnar. Morgunblaðið/Golli Fundur Seðlabankastjóri, fjármálaráðherra og forsætisráðherra kynntu væntanleg skref í losun haftanna á þriðjudag. Lagafrumvarp um aðgerðirnar var lagt fram á þingi í gær. Greiningardeild Íslandsbanka metur stöðuna í hagkerfinu „eins hagfellda og hægt sé að vonast til“ þegar kemur að afnámi hafta. Aðgerðin talin jákvætt skref  Greiningardeildir meta aðgerðir yfirvalda góðar  Bein erlend fjárfesting bót fyrir fyrirtækin  Lánshæfismat gæti batnað  Ró var á mörkuðum í gær Afnám fjármagnshafta » Greinendur meta stöðuna í hagkerfinu „eins hagfellda og hægt sé að vonast til“. » Aðstæður í hagkerfinu sagð- ar henta vel til afnáms hafta. » Skynsamlegt að Seðlabank- inn stígi varfærnisleg skref í aðgerðum sínum. » Lítil hreyfing var á gengi krónunnar í gær gagnvart helstu gjaldmiðlum. Auður Albertsdóttir Kristinn Ingi Jónsson Gunnar Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Almenna lífeyris- sjóðsins og fyrrverandi formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir eðlilegt að stigin verði mörg smærri skref til þess að draga úr gjaldeyrishöftum. Spurður um væntingar lífeyris- sjóðanna um að komast endanlega úr höftum bendir hann á að sjóð- irnir hafi á þessu ári fengið rúmar heimildir til að fjárfesta erlendis. „Mér finnst líklegt miðað við efnahagsástandið og innstreymi gjaldeyris að sú þróun haldi áfram í náinni framtíð.“ Hann segir núverandi heimildir nægar miðað við innstreymi inn í sjóðina. „Þær eru nægar miðað við hvað er eðlilegt að fara með mikið út í einu. Það er mjög skynsamlegt fyrir sjóðina að byggja upp erlend- ar eignir í skrefum.“ Kjöraðstæður til afléttingar Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu- maður efnahagssviðs Samtaka at- vinnulífsins, segir að kjöraðstæður séu nú til að losa um höftin. „Við erum að sjá sterkan hag- vöxt. Gjaldeyrisforðinn er rúmur og dugar til þess að mæta væntu útflæði ef til þess kemur. Vaxta- stig erlendis er jafnframt í sögu- legu lágmarki þannig að efnahags- aðstæður gætu vart verið betri til að losa um höftin og hefur raunin eiginlega verið sú um þó nokkurt skeið. Þannig að við fögnum því að nú sé loksins komin fram áætlun um frekari losun fjármagnshafta,“ segir hún, vissulega sé um var- færnisleg skref að ræða. Þó standi til að taka frekari skref þegar að- stæður leyfi. „Og ég vona að stjórnmálamenn muni hafa kjark til að stíga þau skref. En þar sem þetta eru var- færnisleg skref get ég ekki séð að þetta muni hafa veruleg áhrif á gengi krónunnar eða ógna efna- hagslegum stöðugleika, þar sem lítil hætta er á verulegu útflæði fjármagns, einkum og sér í lagi í ljósi þess hvernig aðstæður eru er- lendis. Þannig að við höfum ekki áhyggjur af því að aðgerðirnar muni ógna efnahagslegum stöðug- leika eða valda verulegri veikingu krónunnar,“ segir Ásdís. Eðlilegt að taka mörg smá skref  Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs telur rýmkun hafta eðlilega  Telur núverandi fjárfestingarheimildir sjóðanna nægja  Kjöraðstæður til losunar fjármagnshafta Ásdís Kristjánsdóttir Gunnar Baldvinsson Óbein áhrif af afnámi gjaldeyr- ishafta á einstaklinga verða meiri en beinu áhrifin að mati Hrafns Steinarssonar hjá greiningardeild Arion banka. Meðal óbeinna áhrifa af aðgerðunum eru jákvæð áhrif fyrir hagkerfið í heild og hærra lánshæfismat ríkissjóðs. Fjármálaráðherra boðaði á kynn- ingarfundi um frumvarpið að 0,5% almennings myndu enn finna fyrir höftunum um áramót. Þar er um að ræða þá sem eiga yfir 100 milljónir króna í innlánum og skuldabréfum. „Fjármálaráðherra talaði um að það væri óverulegt hlutfall af al- menningi, sem að þessum tveimur skrefum loknum myndi finna fyrir takmörkunum. Erlendir fjármagns- flutningar einstaklinga eiga alveg að geta átt sér stað án þess að al- menningur finni fyrir því. Ég held að almenningur hafi kannski verið innan haftanna án þess að finna fyr- ir þeim,“ segir Hrafn. Hann segir að almenningur gæti einna helst viljað nýta sér heimild til að fjárfesta erlendis. „Almenn- ingur gæti hugsað sér að dreifa sparifénu þannig að hluti af því sé á erlendum mörkuðum. Það eru kannski litlar fjárhæðir hjá hverj- um og einum einstaklingi, en fjöld- inn sem vill fara út gæti orðið ein- hver,“ segir hann, mestu áhrifin verði þó fyrir atvinnulífið. „Daglegur gjaldeyrir í ferðalög- um einstaklinga á ekki að vera stór þáttur í þessu. Það er frekar hreyf- ing á fjárfestingum lífeyrissjóða. Þeir gætu væntanlega hugsað sér, allavega til lengri tíma, svona tíu milljarða á ári,“ segir hann. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gjaldeyrir Afnám haftanna mun lítil áhrif hafa á einstaklinga. Áhrifin lítil fyrir ein- staklinga Með frumvarpi um losun gjald- eyrishafta verða Seðlabanka Ís- lands veittar auknar heimildir til upplýsingaöfl- unar til þess að hann geti stuðlað að verðlags- og fjármálastöð- ugleika í sam- ræmi við hlutverk hans. Meðal annars rýmka heimildir Seðlabanka til upplýsingaöflunar þannig þær taki einnig til fjár- magnshreyfinga á milli landa en ekki eingöngu gjaldeyrisviðskipta og að skylt verði að láta bankanum í té upplýsingar um gjaldeyris- viðskipti og fjármagnshreyfingar. Einnig er lagt til að þagnarskyldu- ákvæði takmarki ekki skyldu til að veita bankanum upplýsingar. „Nauðsynlegar upplýsingar og gögn varða til að mynda lántökur í erlendum gjaldmiðlum og upplýs- ingar um fjármálagerninga sem fela í sér gjaldeyrisviðskipti. Upplýsing- arnar gera bankanum kleift að meta á hverjum tíma greiðslujöfnuð og er- lenda stöðu þjóðarbúsins og gera spár þar að lútandi sem er undir- staða greiningar á kerfisáhættu á hverjum tíma,“ segir í greinargerð frumvarpsins. jbe@mbl.is Heimildir SÍ verði auknar SÍ Fær auknar heimildir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.