Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hjörleifshöfði ásamt stórum hluta af Mýrdalssandi hefur verið aug- lýstur til sölu. Fjárfestar tengdir ferðaþjónustu hafa einkum sýnt jörðinni áhuga, að sögn fasteigna- sala. Óskað er eftir tilboðum en verðhugmyndir seljenda eru á bilinu hálfur til einn milljarður króna. Eyðijörðin Hjörleifshöfði á Mýr- dalssandi er kennd við Höfðann sem er gróin eyja á sandinum. Hafursey tilheyrir einnig jörðinni ásamt sönd- um, fjörum, uppgræðslusvæði við hringveginn og námusvæði. Jörðin í heild er talin 11.500 hektarar. Viðræður við ríkið Hjörleifshöfði er í einkaeigu og ekki þjóðlenda. Eigendurnir eru Þórir N. Kjartansson, fyrrverandi framkvæmdastjóri í Vík, og systur hans Áslaug og Halla. Þau fengu jörðina í arf en forfeður þeirra bjuggu í Hjörleifshöfða. Systkinin buðu ríkinu að kaupa eignina en við- ræður sem staðið hafa í átta ár hafa ekki borið árangur og ákváðu eig- endurnir því að setja jörðina í opið söluferli. Ólafur Björnsson, hrl. hjá Lög- mönnum Suðurlandi, segir að þeir fjárfestar sem sýnt hafi áhuga á kaupunum hugsi til ferðaþjónustu, hótelbyggingar og útivistar. Ýmsir möguleikar séu á því sviði. Nefnir hann að þar hafi kvikmyndir verið teknar upp og jörðin sé nýtt til fjór- hjólaferða. Lítt gróinn sandur Sandurinn er að mestu leyti svartur og lítt gróinn en Land- græðslan hefur varið hringveginn, meðal annars með gróðursetningu lúpínu. Gerðar hafa verið tilraunir til að rækta kartöflur og repju í lúp- ínubreiðunum og gengið vel. Þá hef- ur Kötluvikur verið rannsakaður með tilliti til útflutnings. Eiga nú- verandi eigendur jarðarinnar aðild að fyrirtækjum sem athugað hafa notkunarmöguleika vikursins. Er talið sjálfgefið að þeir hlutir fylgi jörðinni. Eigendurnir óska eftir tilboðum í eignina. Spurður um verðhugmynd- ir bendir Ólafur á að lægsta verð- mat á landi á Íslandi sé um 50 þús- und krónur á hektara. Miðað við að verðmæti Hjörleifs- höfða sé eitthvað umfram það megi reikna með 500 til 1.000 milljónum króna. Hjörleifshöfði auglýstur til sölu  Sögufræg eyðijörð á Mýrdalssandi til sölu  11.500 hektara eyðisandur með gróðurvinjum í Hjörleifshöfða og Hafursey  Fjárfestar í ferðaþjónustu sýna áhuga  Vikurnámur og ræktun Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Hjörleifshöfði Fólk sem kemur í Hjörleifshöfða á Mýrdalssandi verður fyrir sterkum áhrifum af umhverfinu, sögu staðarins og landnámsmannsins Hjörleifs. Sagan er samtvinnuð sögu mesta örlagavalds svæðisins, Kötlu gömlu. Hjörleifshöfði er sögufræg jörð, allt frá landnámi. Talið er að Hjörleifur Hróðmarsson, fóst- bróðir Ingólfs Arnarsonar, hafi haft vetursetu þar fyrsta vet- urinn eftir að þeir komu til lands- ins en Ingólfur í Ingólfshöfða. Byggði Hjörleifur þar tvo veglega skála. Sagt er að írskir þrælar hafi drepið Hjörleif og menn hans um vorið og flúið með kon- urnar út í Vestmannaeyjar. Ing- ólfur elti þá þangað og drap. Kötlugos breyta landinu stöð- ugt. Bærinn var lengi undir Hjör- leifshöfða en var fluttur upp í Höfðann á átjándu öld. Jörðin þótti góð bújörð og voru hlunn- indi af reka, fugli og eggjum. Uppi á Hjörleifshöfða, þar sem Höfðinn rís hæst, er Hjörleifs- haugur, friðlýstar fornminjar. Þar er einnig grafreitur Markúsar Loftssonar, bónda og fræði- manns. Bústaður Hjörleifs SÖGUFRÆG JÖRÐ V I Ð E R UM H L U T I A F G Ó Ð U F E R ÐA L AG I 16 -1 62 0 — H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA r á leið í frí til Frakklands að hitta vini sína. Hún hlóð spjaldtölvuna sína og skoðaði í búðir og naut lífsins á meðan hún beið eftir fluginu sínu. Hjá Isavia starfar samhentur hópur starfsmanna. Markmið okkar er að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra 30 milljóna farþega sem fara um flugvelli og flugstjórnarsvæði okkar árlega. Okkar hlutverk er að tryggja öryggi þeirra allra og gera för þeirra sem ánægjulegasta. Við erum að vaxa og þurfum aðfjölga í liðinu okkar til að bregðast við sífelldri fjölgun farþega. Stefna okkar er að bjóða upp á gott og fjöl- skylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og við leggjum áherslu á jákvæðan starfsanda innan fyrirtækisins. Kynntu þér störfin sem standa til boða hjá Isavia og vertu með okkur í því að vera hluti af góðu ferðalagi. isavia.is/atvinna facebook.com/isaviastorf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.