Morgunblaðið - 18.08.2016, Síða 28

Morgunblaðið - 18.08.2016, Síða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 Laugavegi 103 við Hlemm |105 Reykjavík | Sími 551 5814 | www.th.is 20%AFSLÁTTUR AF ÖLLUM HÖNSKUM 18 - 20 ÁGÚST HANSKADAGAR VIÐTAL Atli Vigfússon Laxamýri „Ég var alltaf að hlaða og laga. Mað- ur lærði þetta með aldrinum og það er gaman að fást við þetta.“ Þetta segir Áskell Jónasson, bóndi á Þverá í Laxárdal í Þingeyjarsveit, sem var fljótt liðtækur í að dytta að gömlum húsum enda ólst hann upp í torfbæ. Útihús á Þverá voru lengi vel úr torfi og grjóti á hans yngri árum og oft þurfti að huga að hleðslum. Á Þverá er mikið safn gamalla bygginga og má þar nefna tvenn fjár- hús sem nú hafa verið gerð upp og fjós sem er áfast gamla torfbænum sem líka hefur verið lagað. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að gera bet- ur og fyrir nokkrum dögum var hafist handa við að endurhlaða gamalt hest- hús með lítilli hlöðu sem stendur norðvestan við bæinn. 140-150 ára gamalt hesthús Áskell hefur alltaf unnið við fram- kvæmdir í gamla bænum og líka við endurgerð útihúsanna. Þá hefur hann verið þeim aðilum, sem hafa haft um- sjón með stærri verkum, innan hand- ar. Það er fyrirtækið Fornverk ehf. sem hefur veg og vanda af end- urbyggingu hesthússins, en sama fyr- irtæki sá um að hlaða upp fjárhús of- an við bæinn á sl. ári. Helgi Sigurðsson hjá Fornverki ehf. segir að þetta sé mjög skemmtilegt verk, en það sé seinlegt að hlaða upp lítið hús sem þetta. Þarna séu mörg horn og lítið pláss. Talið er að hesthús þetta sé upp- haflega byggt á árunum 1860-1880, en það var endurbyggt 1936 og um tíma voru þar 1-2 hestar og 1-2 kýr eftir því sem á þurfti að halda. Helgi segir að þetta hafi í raun ekki bara verið hest- hús, heldur hafi þar einnig verið aðrar skepnur. Reiknað er með að hlaða veggina upp í haust, en koma verður í ljós hvort fjármagn leyfir það að setja grindina á þakið. Helgi reiknar þó með að vera a.m.k. tvær vikur í viðbót og sjá þarf til hvernig verkið vinnst. Mörg hús og miklir möguleikar Þjóðminjasafnið hefur um langt árabil haft umsjón með fram- kvæmdum á Þverá og gömlu bygg- ingarnar, þ.e. gamli bærinn og úti- húsin, tilheyra stofnuninni. Árið 1995 voru svokölluð Lambhús, sem standa efst í heimatúninu, endurgerð og var það ekki síst fyrir fjárhagslegan styrk sem kom frá Búnaðarsambandi Suð- ur-Þingeyinga. Margir segja að þetta sé það flottasta sem Þjóðminjasafnið á, en eitt er víst að á Þverá er húsa- safn sem myndar eina heild og gefur staðnum þannig mikið gildi og um leið mikla möguleika. Mörg viðamikil verkefni Fleiri framkvæmdir hafa verið á Þverá undanfarið og má þar nefna bílastæði með hlöðnum grjótgarði sem Fornverk ehf. gerði sl. haust. Það er staðsett rétt neðan við bæjar- þyrpinguna til þess að gestir geti lagt þar bílum sínum. Áskell er boðinn og búinn að sýna gestum bæjarhúsin og getur miðlað miklum fróðleik um bú- skap á Þverá. Sumir hafa velt því fyr- ir sér að koma megi upp lifandi safni á Þverá og vera á sumrin með búpen- ing, þ.e. hesta, hænsni, kindur og kýr, í gömlu húsunum. Þar yrðu hafðar í heiðri gamlar vinnuaðferðir sem væru sýndar gestum, en svona söfn eru víða til og þarf ekki lengra en til Norðurlanda til þess að sjá þau. Ás- kell segir réttilega að það myndi verða gríðarlega mikill kostnaður að koma slíku á fót og það eru mjög mörg atriði sem huga þarf að ef farið væri í slíkt. Inngangseyrir á svona safn myndi aldrei duga nema að litlu leyti og yrði að byggja það meira og minna á opinberu fé og styrkjum. Honum er hins vegar mjög umhugað um framtíð staðarins og verkefnin við gamla bæinn og útihúsin eru mörg viðamikil ef vel á að fara. Hann er bjartsýnn og hefur alltaf jafn gaman af því þegar eitthvað er að gerast í endurgerð húsanna. Gerir upp gömlu útihúsin  Áskeli Jónassyni, bónda á Þverá í Laxárdal, þykir gaman að gera upp gömul útihús  Endurhleð- ur nú hesthús sem var byggt 1860-1880  Þjóðminjasafnið hefur haft umsjón með framkvæmdum Ljósmynd/Atli Vigfússon Útihús Lambhúsin eru tvístæð en þau voru endurhlaðin á árunum 1995-1997. Burstabær Þverárbærinn í Laxárdal er glæsileg bygging. Sá sem rannsakaði mikið gerð húsa og byggingarlag hér á landi fyrr á árum var Daniel Bru- un, höfuðsmaður í landher Dana. Fjós voru lítil og dimm, lág og loftlaus. Oft voru þau einstæð, ás eftir endilöngu og stórar hellur reistar á milli bása. Flór var jafnan gerður úr grjóti og kúnum var gefið ofan fyrir sig. Gerð fjárhúsa var ólík eftir landshlutum og voru garðahús algengust á Norður- landi. Oft voru þau byggð tvö og þrjú saman með hlöðu baka til. Eftir endilöngu var hlaðinn garði úr grjóti, en í sunn- lenskum fjárhúsum var oft jata undir hvorum hliðarvegg og voru það kölluð jötuhús. Sama var með hesthúsin, þau voru líka ólík eftir landshlutum. Útihús með ýmsu byggingarlagi BYGGINGARLAG Í vinnslu Hesthúsin sem nú á að endurhlaða. Hér er í mörg horn að líta. Bóndi Áskell Jónasson á Þverá.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.