Morgunblaðið - 18.08.2016, Page 32

Morgunblaðið - 18.08.2016, Page 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum bundumst böndum við Íslendinga og Ísland. Þau hafa styrkst með hverju árinu,“ segir Eric. Í samtali við Morgunblaðið fyrir 30 árum lýstu bræðurnir yfir ánægju með Ísland og Íslendinga og sögðu meðal annars að þeir kæmu örugglega aftur. Það reyndust held- ur betur orð að sönnu og að öðrum ólöstuðum hafa þeir lagt manna mest vestra að bættum tengslum við Ísland og hafa unnið með stjórn- völdum, fyrirtækjum og ein- staklingum að auknum samskiptum. Í því sambandi má nefna að Eric, sem er fyrrverandi heilbrigð- isráðherra, fjármálaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra í Mani- toba, kom mikið við sögu þegar Ís- land og Kanada gerðu með sér loft- ferðasamning 2007 og tók þannig þátt í því að opna Vesturheim enn frekar fyrir Íslendingum. „Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hvað ríkisstjórn Íslands hefur beint aug- um sínum vestur í auknum mæli og að fylgjast með uppgangi íslenskra fyrirtækja í Norður-Ameríku, sam- anber stóraukið leiðakerfi Ice- landair,“ segir hann. Eric segir ekki síður ánægjulegt að hafa fylgst með framförum á Ís- landi undanfarna áratugi. „Vega- kerfið hefur breyst mikið frá því við komum fyrst til landsins, verslanir eru opnar á sunnudögum, sjónvarp alla daga, veitingastaðir á hverju strái, bjór til sölu og ferðamenn að nálgast tvær milljónir á ári,“ bendir hann á. Heiðursfélagi Þjóðræknisfélagsins Þjóðræknisfélag Íslendinga var endurreist 1997 og var Eric fulltrúi Kanada í stjórninni, þar til fyrir um þremur árum, en í kjölfarið var hann útnefndur heiðursfélagi ÞFÍ. Viðurkenninguna fékk hann þó ekki afhenta fyrr en í sumar, í hófi sem hann hélt hérlendis til minningar um bróður sinn. „Það var gaman að taka þátt í uppbyggingu Þjóðrækn- isfélagsins, koma að Snorraverkefn- inu og öðrum málum og mér þykir vænt um þessa viðurkenningu,“ seg- ir hann. Ísland var stór þáttur í lífi bræðr- anna Erics og Kristjáns og þeir sáðu fræjum í fjölskyldunni sem hafa gert það að verkum að ætt- ingjar og vinir heimsækja landið reglulega. Nýjasti áhugamaðurinn um land og þjóð er Signý, dóttur- dóttir Erics. „Hún elskar Ísland og vill koma sem fyrst aftur,“ segir Er- ic. Hola í höggi Eric stundar golf af kappi og náði merkum áfanga í íþróttinni í Winni- peg á feðradaginn í sumar, fór holu í höggi í fyrsta sinn. „Mér gekk illa á fyrstu holunum, ákvað að skipta um bolta, fann Ice- landair-bolta í pokanum og fór holu í höggi á þarnæstu holu. Þessi tíma- mót voru skrifuð í skýin og stefnan er að koma aftur til Íslands næsta sumar og taka meðal annars þátt í Arctic Open á Akureyri og Ice- landair Volcano Open í Vest- mannaeyjum.“ Íslandi allt í þrjá áratugi  Eric Stefánsson, fyrrverandi ráð- herra í Winnipeg, stendur vörð um samvinnuna og samskiptin Minningarathöfn um Kristján Stefánsson Eric, Myrna, Signý og Kristen við mynd af Kristjáni. Hola í höggi Eric Stefánsson glaður með boltann góða eftir árangurinn. Á ferð um landið Fjölskyldan kom við á Ási í Kelduhverfi, en þangað á Eric ættir að rekja. Eric er íslenskur í báðar ættir og stoltur af upprunanum. Ágúst 1986 Fyrsta viðtalið við bræðurna í Morgunblaðinu. Heiðursfélagi Halldór Árnason, formaður ÞFÍ, afhendir Eric skírteinið. VIÐTAL Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fyrir um 30 árum komu vestur- íslensku bræðurnir Kristján og Eric Stefánssynir fyrst saman til Íslands. Þeir héldu uppteknum hætti næstu áratugina, stundum oftar en einu sinni árlega, þar til Kristján hæsta- réttadómari lést fyrr á þessu ári, en Eric, fyrrverandi ráðherra í Mani- toba, heldur í hefðina og sótti landið heim með eiginkonu, dóttur og dótt- urdóttur á dögunum. „Við eigum margar góðar minn- ingar frá heimsóknunum og höfum kynnst fólki sem er á meðal bestu vina okkar,“ segir Eric á þessum tímamótum. „Traustir vinir þurfa ekki að hittast daglega og það hefur sýnt sig hvað okkur og íslensku vini okkar varðar en samfara því að efla vinskapinn höfum við unnið að því að styrkja tengslin milli Manitoba og Íslands og það hefur ekki síður verið gefandi.“ Byrjaði á 200 ára afmæli Reykjavíkur Reykjavík og Winnipeg í Kanada eru systraborgir. Eric var aðstoðar- borgarstjóri Winnipeg 1986 og vegna 200 ára afmælis Reykjavíkur var yfirvöldum kanadísku borg- arinnar boðið að senda fulltrúa á há- tíðina. Bill Norrie, þáverandi borg- arstjóri, átti ekki heimangengt og sendi Eric í sinn stað. Vestur- Íslendingurinn Magnús Elíasson borgarfulltrúi var einnig með í för og Eric taldi Kristján, bróður sinn, á að koma með, en hann hafði farið í fyrsta sinn til Íslands árið áður. „Við náðum strax góðri tengingu og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.