Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 40
40 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á allt SVIÐSLJÓS Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Það hefur verið líf og fjör í Akranes- höfn í sumar og höfnin full af smábát- um og skútum eins og meðfylgjandi myndir Ómars Óskarssonar ljós- myndara bera með sér. Að sögn Gísla Gíslasonar, hafnar- stjóra Faxaflóahafna, gera nokkrir öflugir aðilar út smábáta frá Akra- nesi en ekki hefur orðið veruleg aukning í útgerð smábáta á undan- förnum árum. Hins vegar hafa strandveiðarnar hleypt lífi í höfnina og í þeim geira hefur orðið mesta aukningin. Þá hefur sjósport verið að aukast og allnokkrir eru með báta og skútur til útivistar og heilsubótar. Þá hefur verið fjölgun á ferðasiglurum á skútum og sportbátum. Löndun togara dregst saman Það hefur vissulega orðið sú breyt- ing, að sögn Gísla, að löndun togara hefur dregist verulega saman á und- anförnum árum. Það kann að breyt- ast í framtíðinni ef áform HB Granda um aukna vinnslu á bolfiski ganga eftir. Hins vegar eru uppsjávarskipin tíðir gestir í byrjun árs þegar loðnu- vertíð stendur hvað hæst enda er öfl- ug fiskimjölsverksmiðja á Akranesi. Þótt Sementsverksmiðjan hafi hætt framleiðslu fyrir nokkrum ár- um koma flutningaskip frá útlöndum með sement í hverjum mánuði. Einn- ig er nokkur umferð vegna þjónustu við minni fiskiskip hjá Þorgeiri og Ellert. Í sögupunktum um Akraneshöfn má finna ýmislegan fróðleik um höfn- ina. Þar kemur m.a. fram að um alda- skeið hafi útgerð verið á Akranesi og frá fyrri tíð sé e.t.v. frægust útgerð Brynjólfs biskups Sveinssonar um miðbik 17. aldar, en útgerð Brynjólfs var nokkuð umsvifamikil og halda má því fram að þar hafi orðið til fyrsti vísir að sjávarþorpi á Íslandi. Hafnaraðstaða var hins vegar engin heldur notast við varir og lendingar, en fjöldi örnefna á Akranesi vísar til þess. Upphaf bryggjuframkvæmda á Akranesi má rekja til þess að Skoti að nafni James M. Ritchie flutti á Akranes árið 1863 en Ritchie var fyrsti borgarinn á Akranesi og stundaði þar verslun, eftir að hrepp- urinn fékk verslunarréttindi árið 1864. Ritchie hafði með sér frá Skot- landi „lítilfjörlega hjólabryggju- mynd“ sem hann setti í Lamb- húsasund og var henni ýtt í sjó fram þegar á þurfti að halda en annars var hún dregin á land. Um aðra bryggju var ekki að ræða á Akranesi fyrr en árið 1874, en þá lét Ritchie smíða tré- bryggju í stað hinnar eldri. Árið 1895 gerði Thor Jensen bryggju við svonefnda Steinsvör, en hreppsnefndin hafði nokkrum árum fyrr haft frumkvæði að lending- arbótum í Steinsvörinni. Árið 1930 ákvað hreppsnefnd Ytri- Akraneshrepps að hefja fram- kvæmdir við gerð hafnargarðs í Krossvík þar sem núverandi hafnar- aðstaða hefur verið undanfarna ára- tugi. Á sínum tíma voru nokkuð skiptar skoðanir um legu hafnar- garðsins. Sumir vildu hafa hann vest- ar en raun varð á. Framkvæmdir við höfnina í Kross- vík hafa nánast staðið yfir frá árinu 1930 til dagsins í dag, en hægt og bít- andi var bætt við mikilvægum áföng- um í bryggjugerð og brimvörnum. Lokið var við fyrsta áfanga svo- nefndrar Bátabryggju árið 1945 og 1947-1949 voru keypt fjögur innrás- arker, 62 metrar á lengd hvert, og notuð við hafnargerðina. Líf og fjör í Akraneshöfn  Höfnin hefur verið full af smábátum og skútum í sumar  Strandveiðibátar hafa sett svip á höfnina  Allnokkrir eru með báta og skútur til útivistar og heilsubótar  Sjósportið er að aukast Morgunblaðið/Ómar Akraneshöfn Smábátar og skútur setja svip sinn á höfnina á fögrum sumardögum. Í baksýn má sjá sementsturnana sem minna á gamla góða daga. Höfnin Nokkur uppsjávarveiðiskip eru gerð út frá Akranesi. Haraldur Böðvarsson útgerðar- maður hóf útgerð 17. nóvember 1906 þegar hann keypti sexæring- inn Helgu Maríu. Nokkru síðar hóf hann fiskverkun. Allar götur síðan hefur fyrirtækið stundað útgerð og fiskvinnslu á Akranesi. Haraldur Böðvarsson hf. sameinaðist Granda hf. í Reykjavík árið 2004 og úr varð hið öfluga fyrirtæki HB Grandi. Síðla árs 2014 kynnti HB Grandi áform um aukna fiskvinnslu á Akranesi. „Við sjáum fyrir okkur betri að- stöðu fyrir bolfiskvinnsluna. Það er óhagræði að vera með hana í öku- færi frá löndunarstað og hagræði að breyta því í lyftarafæri eins og í Reykjavík. Við höfum aukið þorsk- vinnsluna verulega á Skaganum. Hún var um 2.000 tonn á ári fyrir nokkrum misserum en stefnir í 6.500 tonn í ár. Einnig fer að koma að því að huga að frystigeymslu á Akranesi og ganga framtíðaráform okkar út á að flytja starfsemina sem mest á einn stað,“ sagði Vil- hjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, í samtali við Morgunblaðið árið 2014. Rætt var um að ráðast í allt að 70 þúsund fermetra landfyllingu við aðalhafnargarðinn undir starfsemi HB Granda og var áætlaður fram- kvæmdakostnaður 1,7 til 2,1 millj- arður króna. Þar var m.a. gert ráð fyrir nýju frystihúsi og byggingum undir vinnslu á bolfiski og upp- sjávarfiski. Núverandi athafna- svæði fyrirtækisins er skammt frá fyrirhugaðri landfyllingu. Jákvæð viðbrögð bæjarins Bæjarstjórn Akraness tók já- kvætt í erindið og sendi bréf til Faxaflóahafna með ósk um sam- starf. Að sögn Gísla Gíslasonar hafnarstjóra hafa verið gerðar nokkrar tillögur um útfærslu á landgerð. Verkefnið er ekki komið lengra, en það þarf líklega að fara í umhverfismat. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Nýtt skip Víkingur AK 100 kemur til heimahafnar á Akranesi. HB Grandi vill auka vinnslu  Stór landfylling er til skoðunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.