Morgunblaðið - 18.08.2016, Page 43

Morgunblaðið - 18.08.2016, Page 43
FRÉTTIR 43Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 sund dómstólaleiðanna vera að lokast fyrir ættingjunum. Á fyrri dómsstigum var það niðurstaða dómara að ekki væri mögulegt að fullyrða afdráttarlaust um orsakir og kringumstæður sjóslyssins. Ætt- ingjarnir hafa alla tíð verið gall- harðir á því að enskur kafbátur hafi fyrir slysni flækst í trollið og dregið Bugaled Breizh niður á hafsbotn. Sjónum beint að Turbulent Margt þykir styðja það að enski kafbáturinn Turbulent hafi átt hlut að máli en borið hefur verið við lög- um um hernaðarlega leynd þegar reynt hefur verið að fá útskýringar og upplýsingar um ferðir hans í Ermarsundi daginn sem togbátur- inn hvarf. Sérfræðingar sem að rannsóknunum stóðu sögðu allt benda til að Turbulent hefði verið í höfn í breskri flotastöð er togbátur- inn hvarf. Það var og niðurstaða at- hugunar saksóknarans Anne Kayanakis í bænum Quimper á Bretaníuskaga í Frakklandi 2007. Sagði hún leiðarbækur þriggja breskra kafbáta og yfirlýsingar skipherra þeirra sýna að þeir hefðu ýmist verið í höfn eða fjarri slys- staðnum þegar Bugaled Breizh sökk. Þá þykir það liggja fyrir að hollenski kafbáturinn Dolfijn hafi þá verið 12 sjómílur frá slysstaðnum. Sökk á augabragði „Það er útilokað að bátur sökkvi á 37 sekúndum vegna leka, það er á tæru,“ segir fyrrnefndur Launay. Ættingjar skipverjanna líta nú til þess að vísa málinu til Mannrétt- indadómstóls Evrópu í þeirri von að geta enn haldið frönskum yfirvöld- um við efnið og knúið fram skýr- ingar á slysinu. Dominique Tricaud, lögmaður sona vélstjóra togbátsins franska, var öllu opinskárri er rétturinn í Rennes kvað upp dóm sinn í júnílok í sumar. Hefur hann gagnrýnt ítrekuð sjópróf fyrir að hafa ekki kafað nógu djúpt í málið. Jafnframt hefur hann sagt rannsóknardómara ekki hafa uppfyllt hlutleysisskyldur sínar í málinu. „Í dag verðum við vitni að enn einni tilraun franskra yfirvalda að koma í veg fyrir að ættingjar skip- verjanna á Bugaled Breizh fái vitað með hvaða hætti þeir hurfu í hafið og drukknuðu. Þeim sem halda að Bretónar gefist upp í þessu máli skjátlast stórum. Við erum bjart- sýnismenn og teljum að við munum um síðir komast að sannleikanum,“ sagði Tricaud. Sjópróf í Englandi Samhliða málaferlum í Frakk- landi hafa útgerð Bugaled Breizh og afkomendur skipverjanna knúið á um opinbera rannsókn á hvarfi tog- bátsins í Bretlandi. Í síðasta mánuði fór fjórða vitnaleiðslulotan fram í bænum Truro á Cornwallskaga og stendur enn. Hófst þessi rannsókn árið 2009 og stendur enn. Hafa vitnaleiðslur staðið yfir síðustu vik- ur undir stjórn dómara sem settur var yfir rannsóknina. Launay, lög- maður ættingja skipverjanna, segist hafa á tilfinningunni að þar verði sá tími tekinn í rannsóknina sem þörf verður fyrir og engin pressa á að klára hana innan tiltekins frests. „Maður hefur á tilfinningunni að sannleikurinn muni koma þarna í ljós.“ Reiknað er með að rannsókn- inni í Bretlandi ljúki ekki fyrr en á næsta ári. Hægt var að fá sjópróf haldin í Bretlandi, þar sem lík skipverjanna náðust á land á Cornwall-skaga, eftir að togbátnum var lyft af hafs- botni. Nafn togarans, Bugaled Breizh, sem var 23 metra langur, mætti þýða sem „Bretaníubarn“. Nær engu nær um orsakirnar Í nýliðnum júnímánuði batt Hæstiréttur Frakklands enda á síð- ustu réttarrannsókn á togarahvarf- inu, rúmum 12 árum eftir slysið. Eins og á fyrri dómsstigum sagði hæstiréttur að engin gögn hefðu komið fram er stutt gætu kenn- inguna um að Bugaled Breizh hefði verið dreginn í kaf. Ekki hefði held- ur verið um fiskveiðióhapp að ræða Með niðurstöðu sinni tók rétturinn undir með áfrýjunarréttinum í Rennes sem dæmdi á sama veg í maí 2015. Staðfesti rétturinn í Rennes þá ákvörðun dómstóls í borginni Nantes árið 2014 að vísa frá dómi máli vegna rannsóknar á hugsanlegri aðild bandarísks kaf- báts að hvarfi togbátsins. Hófst sú rannsókn 2010, eins og fyrr greinir, en ekki tókst í henni að leiða í ljós hvort né hvaða bandaríski kafbátur hefði verið á veiðislóð Bugaled Breizh er hann fórst. Baráttusamtök sem haldið hafa málinu á lofti, SOS Bugaled Breizh, birtu viðbrögð sín við dómi hæsta- réttar á heimasíðu sinni á netinu. Þar sagði að dómurinn stæðist ekki væru staðreyndir málsins skoðaðar ofan í kjölinn. Öll réttarhöldin, allar rannsóknirnar, þykja litlu sem engu hafa skilað um orsakir örlaga tog- bátsins franska. Hið eina sem öruggt þykir er að málinu verði áfram haldið á lofti og fundnar nýj- ar leiðir til að halda rannsakendum og sérfræðingum í sjóslysum upp- teknum næstu misserin ef ekki árin. Kviðdómsrannsóknin í Truro í Cornwall muni meðal annars halda málinu á lofti. Spurning er hvort dómendum tekst að fá hernaðar- yfirvöld, þar á meðal frönsk, til að leggja spilin á borðið um kafbáta- ferðir sínar á þeim slóðum sem Bugaled Breizh var að toga eftir fisk er hann sökk. Hingað til hafa þau varist svara með því að bera fyrir sig að ferðir bátanna séu hern- aðarleyndarmál. Önnur spurning er hvort þeim sé stætt á þeirri afstöðu rúmlega 12 árum eftir slysið. agas@mbl.isTogbátur Bugaled Breizh var 23 metra langur togbátur. 6 vikna námskeið fyrir konur og karla Hefst 29. ágúst Hreyfing & vellíðan Hreyfing og vellíðan er nýtt æfingakerfi sem er sérhannað fyrir eldri gesti okkar, fólk á besta aldri sem vill viðhalda og jafnvel auka lífsgæði sín með aldrinum og halda sér í góðu formi þó aldurinn færist yfir. Æfingakerfið er hannað af Söndru Árnadóttur sjúkraþjálfara og er vandlega hugað að því að við erum ekki alltaf tvítug. Æfingarnar taka mið af þörfum hópsins og miða að því að bæta þrek, þol, hreyfifærni, liðleika og jafnvægi og umfram allt auka vellíðan og bæta heilsu. Nánari upplýsingar og skráning á hreyfing.is Álfheimar 74 - 104 Reykjavík - S: 414-4000 - www.hreyfing.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.