Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 46
46 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 Ungur hælisleitandi situr á hækjum sér í bráða- birgðabúðum fyrir flóttafólk norður af höfuð- borginni París í Frakklandi. Allt í kringum hann standa lögreglumenn, sem klæddir eru í óeirða- búninga og með hlífðarskildi, en stjórnvöld þar í landi hafa ákveðið að loka áðurnefndum flótta- mannabúðum. Skömmu eftir að ljósmyndari AFP tók þessa mynd var ungi maðurinn sendur um borð í rútubíl sem ók honum af svæðinu. Beðið eftir rútubíl í bráðabirgðabúðum AFP Frá búðum flóttafólks skammt norður af París í Frakklandi Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu í Bandaríkjunum, hefur lýst yfir neyðarástandi vegna mikilla skógar- og kjarrelda sem nú loga í sýslunni San Bernardino. Hafa minnst 82.000 manns þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna sem nú breiðast hratt yfir vegna óhagstæðra veðurskil- yrða á svæðinu, að sögn fréttaveitu AFP. „Það er mjög, mjög þurr gróður á svæðinu sem er kjörinn eldsmatur og ýtir það undir hraðvaxandi eld- haf,“ segir Lynne Tolmachoff, tals- maður slökkviliðsins, en hátt í 1.300 slökkviliðsmenn berjast nú við eld- inn. Notast slökkviliðið m.a. við mannafla á jörðu niðri og nokkrar sérútbúnar þyrlur og flugvélar við slökkvistörf. Sýslan San Bernardino er um 100 km austur af borginni Los Angeles. Um 7.000 hektarar lands hafa þegar orðið eldinum að bráð auk þess sem hann er nú talinn ógna um 34.500 heimilum. Fréttavefur Los Angeles Times greinir frá því að Summit Inn, sögufrægur matstaður, hafi brunnið til grunna. Staðurinn stóð við hinn fræga þjóðveg 66 og hafa stjörnur á borð við Elvis Presley og Clint Eastwood m.a. sótt hann heim. Engar fregnir hafa enn borist af mannfalli í tengslum við eldinn, en að sögn AFP hafa tveir slökkviliðs- menn verið fluttir á sjúkrahús með minniháttar brunaáverka. Eru þeir sagðir hafa snúið aftur til slökkvi- starfa eftir skamma dvöl á sjúkra- húsi. Alls berjast slökkviliðsmenn við skógarelda á sex stöðum í Kali- forníu um þessar mundir. AFP Barátta Eldurinn breiðist hratt út. Hús rýmd vegna skógarelda  Neyðarástand í sýslu í Kaliforníu Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Íbúar Louisiana í Bandaríkjunum gátu í gær hafið hreinsunarstarf eftir mikil flóð sem komu í kjölfar langvarandi úrhellis. Talið er að 11 hafi látist vegna flóðanna og um 40.000 heimili skemmst. „Þegar maður fær yfir sig óveður sem ber ekk- ert heiti, er ekki hitabeltisstormur og heldur ekki fellibylur, er hætta á því að margir vanmeti afleið- ingar þess og styrk,“ segir John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana, í samtali við AFP. Í smábænum Walker, þar sem um 6.000 manns búa, mátti sjá íbúa bera húsgögn og aðra muni út úr húsum sínum. Sumir voru að reyna að bjarga verðmætum en aðrir voru að fleygja því sem eyði- lagst hafði vegna vatnsskemmda. Á sama tíma gengu lögreglumenn á milli húsa til þess að kanna ástand fólks. Var m.a. leitað í húsum og ökutækj- um til að tryggja að enginn væri slasaður. „Þetta hefur haft áhrif á líf yfir 75% íbúa okk- ar,“ segir Jason Ard, lögreglustjóri í sýslunni Li- vingston Parish, austur af ánni Mississippi, en um 130.000 manns búa í sýslunni. „Það mun eflaust taka okkur marga mánuði að ná almennilega átt- um aftur eftir þetta áfall.“ Um 20 sýslur í Loui- siana hafa verið skilgreindar sem „hamfarasvæði“ svo að íbúar og stjórnvöld eigi möguleika á fjár- hagsaðstoð frá alríkisstjórninni í Washington D.C. Verða þeir peningar m.a. nýttir til björgunar- starfa og uppbyggingar. Íbúar hefja uppbyggingu  Búið er að skilgreina 20 sýslur í Louisiana sem „hamfarasvæði“ eftir lang- varandi úrhelli og flóð  Um 40.000 heimili eru skemmd og 11 taldir látnir AFP Tiltekt Ungur maður aðstoðar fjölskyldu sína við að bera muni út af heimilinu í bænum Walker. Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, gerði sér lítið fyrir og sýndi mótmælendum úr röðum hægri- öfgahóps fingur- inn er hann gekk fram hjá þeim. Gabriel var staddur í Neðra- Saxlandi þegar hópur grímu- klæddra manna, sem m.a. báru borða með áletruninni „svikari“, veittist að honum með fúkyrðum. „Faðir þinn elskaði þetta land og hvað hefur þú gert því? – Þú ert að eyðileggja það,“ hrópaði einn úr hópnum og vísaði til föður Gabr- iels, sem var yfirlýstur nasisti. Varakanslarinn leit þá á hópinn, brosti og rétti upp fingurinn. ÞÝSKALAND Varakanslari sýndi hópnum fingurinn Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk. | Sími 551 5979 | lebistro.is Moules Frites Bière Bláskel með frönskum og bjór 3490,- alla fimmtudaga Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Ég fór í laseraðgerð hjá Sjónlagi í lok maí 2015. Keypti mér Thealoz dropana eftir aðgerðina og var mjög ánægð, ákvað samt að prufa að kaupa mér ódýrari dropa og fann rosalega mikinn mun á gæðum. Þessir ódýrari voru bara ekki að gera neitt fyrir mig og þurfti ég að nota mikið meira magn. Mælti með dropunum við tengdamömmu og er hún alsæl með Thealoz dropana. Elín Björk Ragnarsdóttir Þurrkur í augum? Thealozaugndropar Fæst í öllum helstu apótekum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.