Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 47
FRÉTTIR 47Erflent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 Ráðamenn í Pjongjang segjast hafa hafið framleiðslu á kjarnkleyfa efn- inu plútóníum og að þeir muni ekki láta af prófunum sínum með kjarna- vopn á meðan Bandaríkin halda enn áfram „hótunum“ sínum. Er það fréttaveita AFP sem greinir frá. Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við því í júní sl. að Norður-Kóreumenn hefðu að líkindum endurræst kjarna- kljúfinn í Yongbyon. Er talið að hann geti, þegar hann er kominn í fullan gang, framleitt nógu mikið plútóní- um til að geta búið til eina kjarn- orkusprengju á ári. Ekki er vitað með vissu hversu mikið plútóníum Norður-Kóreumenn eiga nú þegar, en sérfræðingar í öryggismálum telja hins vegar að þeir eigi nóg til að framleiða um átta kjarnorku- sprengjur á borð við þær sem varpað var á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki í síðari heimsstyrjöld. Spennan á Kóreuskaga hefur vax- ið mjög undanfarið og hafa margir ráðamenn varað við ástandinu. AFP Eldflaugarskot Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, leynir ekki ánægju sinni með vel heppnað tilraunaskot, en hjá honum standa herforingjar. Kjarnorkutilraun- um haldið áfram Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Rússneskar sprengju- og orrustu- þotur héldu í gær áfram að nota her- flugvöll í Íran til að gera loftárásir í Sýrlandi. Stjórnvöld í Washington D.C. segja notkun Rússa á flugvell- inum brjóta í bága við ályktun ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna en því neita rússneskir ráðamenn. Samkvæmt ályktun ráðsins sem Bandaríkjamenn vísa til er óheimilt með öllu að afhenda, selja og flytja herflugvélar til Írans án sérstaks leyfis frá öryggisráðinu. „Það er ekki hægt að halda því fram að Rússland hafi brotið þessa ályktun,“ hefur fréttaveita AFP eftir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rúss- lands. Með Deir Ezzor í sigtinu Varnarmálaráðuneytið í Moskvu tilkynnti í fyrradag að her Rúss- lands hefði notað Hamedan-herflug- völlinn í vesturhluta Írans og voru þá notaðar sprengjuþotur af gerð- inni Tupolev 22M3 og Sukhoi-orr- ustuþotur í árásunum. Var þetta í fyrsta skipti sem rússneskar her- sveitir gera árásir í Sýrlandi frá þriðja landinu síðan Rússar hófu lofthernað sinn til stuðnings Bas- hars al-Assads Sýrlandsforseta. Fara sprengjuvélar Rússa einnig til árása gegn vígasveitum frá herflug- völlum í Rússlandi og Sýrlandi. Að sögn AFP fóru í gær nokkrar herþotur af gerðinni Sukhoi-34 á loft frá herstöðinni og vörpuðu þær sprengjum sínum á skotmörk í Deir Ezzor í Sýrlandi. Varnarmálaráðu- neyti Rússa segir tvær stjórnstöðv- ar og þjálfunarbúðir vígamanna hafa eyðilagst í árásinni. Telur ráðuneyt- ið minnst 150 liðsmenn vígasamtaka hafa fallið í sprengjuregninu. Þarfnast ekki frekari umræðu Mark Toner, talsmaður utanríkis- ráðuneytis Bandaríkjanna, segir lofthernað Rússa frá Íran „vel geta talist brot“ á ályktun öryggisráðsins. Lavrov segir ályktun ráðsins hins vegar ekki eiga við „í því tilfelli sem hér er til umræðu. Það var ekki ver- ið að selja, afhenda eða flytja her- flugvélar til Írans“. Þá segir Lavrov vélarnar ekki vera aðgengilegar Írönum. „Þessar herflugvélar eru, með leyfi Írana, notaðar af rússneska flughernum til að taka þátt í aðgerðum gegn hryðjuverkamönnum í Sýrlandi. Og er það gert að beiðni lögmætra stjórnvalda Sýrlands,“ segir Lavrov og bætir við: „Það er ekkert í þessu máli sem þarfnast frekari umræðu.“ Rússneski herinn hefur notað Mozdok-herflugvöllinn í suðurhluta Rússlands til að senda á loft lang- drægar sprengjuþotur til árása í Sýrlandi. Sérfræðingur í öryggis- málum sem AFP ræddi við telur að Rússar geti ekki lengur notað völl- inn tímabundið vegna yfirstandandi framkvæmda þar. „Svo virðist sem rof hafi komið í aðgerðir þeirra þaðan vegna fram- kvæmda á nýrri flugbraut,“ segir hann, en myndir frá gervitunglum benda til að framkvæmdir hafi hafist einhvern tímann í maí eða júní. Auk Rússa hefur klerkastjórnin í Íran stutt við bakið á Assad Sýr- landsforseta frá upphafi átaka, m.a. með hernaði og fjárhagsaðstoð. Rússneskar vélar til árása í Sýrlandi frá þremur löndum  Ráðamenn í Moskvu neita því algerlega að hafa brotið ályktun öryggisráðsins AFP Herveldi Rússnesk sprengjuþota af gerðinni Tupolev Tu-22M3 sleppir sprengjum sínum yfir Sýrlandi, en herþotan tók á loft frá Hamedan-herflugvellinum í Íran. Líklegt þykir að Rússar muni nota flugvöllinn áfram til árása. Hernaður Rússa » Lofthernaður Rússa innan landamæra Sýrlands hófst 30. september 2015. » Með árásunum er stutt við Bashar al-Assad, forseta Sýr- lands. » Fara herþotur Rússa nú í árásir frá þremur löndum, þ.e. Rússlandi, Sýrlandi og Íran. » Einnig hafa verið gerðar nokkrar stýriflaugaárásir. Um tíu manns særðust alvar- lega þegar far- þegalest sem þeir voru um borð í var ekið á tré sem fallið hafði á lestar- teinana, en óhappið átti sér stað í suðurhluta Frakklands. Fréttaveita AFP greinir frá því að um 50 aðrir hafi særst og hlutu flestir þeirra minni- háttar skrámur og áverka. Að sögn AFP var lestin á ferð á milli Nimes og Montpellier, á um 140 km hraða, þegar hún hafnaði á tré sem rifnað hafði upp með rótum í miklum veðurofsa. Um 250 manns voru þá um borð í farþegalestinni. Einn þeirra sem særðust mest var fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Ástand hans er talið mjög alvar- legt, en í gær voru ekki veittar frekari upplýsingar um líðan við- komandi. Um 80 björgunar- og lög- reglumenn tóku þátt í störfum á slysstaðnum. FRAKKLAND Farþegalest ekið á tré á 140 km hraða Tvö ung börn, fjögurra og sex ára gömul, og karlmaður á þrí- tugsaldri létust eftir að hafa flækst í hala á flugdrekum, en þeir voru þaktir fjölmörgum beittum gler- brotum. Atvikið átti sér stað í Nýju- Delí á Indlandi og var fólkið að fagna þjóðhátíðardegi landsins. Fréttaveita AFP greinir frá því að flugdrekarnir hafi verið sér- staklega útbúnir til að granda öðr- um drekum á flugi og útskýrir það glerbrotin. Að sögn lögreglunnar flæktust halarnir um háls hinna látnu er þeir fylgdust með flug- drekasýningu. Indversk stjórnvöld hafa nú lagt bann við sölu og notk- un á flugdrekahölum sem þessum. INDLAND Þrír látnir eftir flugdrekaslys Since 1921 Ég elska Weleda andlitsvörurnar Weleda vörurnar stuðla að heilbrigði húðarinnar. Hver einasta vörulína inniheldur eina lækningajurt sem er kjarni viðkomandi línu og er valin með tilliti til áhrifa hennar á húðina. Í samhljómi við mann og náttúru, lesið meira um vörurnar á www.weleda.is -Útsölustaðir Weleda eru heilsuverslanir og apótek. Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaísland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.