Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 51
UMRÆÐAN 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 Fjölbreytt störf og forvitnileg áhugamál Skemmtilegir og lifandi þættir um fólk sem gegnir fjölbreyttum störfum í iðnaði og hefur skapað sér gott líf með forvitnilegum áhugamálum utan vinnu. Mbl.is stendur að þáttunum í samstarfi við Samtök iðnaðarins. mbl.is/fagfolkid Í gegnum tíðina höfum við Íslend- ingar upplifað miklar sveiflur í atvinnu- og efnahagsmálum. Grunnatvinnuvegir okkar, landbúnaður og sjávarútvegur standa nokkuð traustum fótum og möguleikar í báðum atvinnugreinum mikl- ir. Ferðaþjónustan opnar líka mikla möguleika í matvælafram- leiðslu á Íslandi. Við verðum að vera opin fyrir tækifærunum og við verðum að vera tilbúin til þess að bregðast við breyttum að- stæðum. Annars missum við af „strætisvagninum“. Frábært er að fylgjast með nýt- ingu afurða í sjávarútvegi og verðmætasköpun í greininni, þó að kvótakerfið sjálft sé enn mjög umdeilt, sérstaklega sala afla- heimilda, þá er meðferð hráefnis gjörbreytt frá því sem áður var. Mikil þróun hefur einnig átt sér stað í landbúnaði þó sérstaklega í mjólkurframleiðslu og vinnslu mjólkurafurða. Framleiðsla á skyri hefur náð umtalsverðum vinsældum um Evrópu og reyndar víðar. Þeir bændur sem hafa reist sér nútímafjós tala um að það sé eins og þeir hafi skipt um atvinnu þegar þeir hafa tekið þau í notk- un. Vinnustaðurinn er gjörbreyttur. Við eig- um fullt í fangi með að anna eftirspurn eftir nautakjöti og fleiri landbún- aðarvörum og eigum því möguleika á að auka framleiðsluna. Sauðfjárræktin er viðkvæm atvinnu- grein og markaðs- setning nokkuð flókin þó að flestir við- urkenni sérstöðu og gæði kjötsins. Nauðsynlegt er að framleiðslan sé í sátt við land og þjóð, þar verður að taka tillit til beitarþols afrétta o.fl. Góð um- gengni og snyrtimennska á bændabýlum er beinlínis hluti af markaðssetningu landbún- aðarvöru og ímyndarsköpun land- búnaðarins og þar þurfa margir að taka sig á, þó fleiri séu til fyr- irmyndar í þeim efnum. Afar vel hefur tekist til við markaðssetningu á íslensku græn- meti. Þar hefur náðst sá árangur að innflytjendur gera ítrekaðar tilraunir til þess að villa neyt- endum sýn með því að líkja eftir pakkningu á íslenskri vöru. Græn- metið er upprunamerkt og það er spennandi og væri hægt að gera í fleiri atvinnugreinum landbún- aðar. Hér á landi er framleitt gott svína- og kjúklingakjöt en sá landbúnaður er líkari iðnaði en hefðbundnum landbúnaði. Ég velti oft fyrir mér hvernig verðmyndun vöru er og verður til. Hvað kostar t.d. að framleiða 1 lítra af mjólk samanborið við einn lítra af sódavatni o.s.frv. Hvert er síðan útsöluverðið? Við erum tilbúin til þess að kaupa okkur merkjavöru í bílum, fötum, hljóm- flutningstækjum eða hljóðfærum svo dæmi séu tekin. Við greiðum meira fyrir slíka gæðavöru en oft er allt of lítill munur gerður á verði gæðavöru í matvöru svo ekki sé talað um og gæði og verð matar á veitingarhúsum, þar er oft lítil fylgni. Tillitssemi þarf að ríkja meðal neytenda og framleið- enda. Margir kaupstaðir og kaup- tún eins og t.d. Hvolsvöllur eiga allt undir landbúnaði og ferða- þjónustu. Þéttbýlið getur ekki án frumframleiðslugreinanna verið og dreifbýlið ekki án þéttbýlisins. Gagnkvæmur skilningur og sann- girni þarf að ríkja af beggja hálfu. Gróska, tækifæri í landbúnaði og ferðaþjónustu Eftir Ísólf Gylfa Pálmason » Snyrtimennska á bændabýlum er hluti af ímyndarsköpun landbúnaðarins og þar þurfa margir að taka sig á, þó fleiri séu til fyrir- myndar í þeim efnum. Ísólfur Gylfi Pálmason Höfundur er sveitarstjóri Rangárþings eystra. arfélögum taldist greining frá sér- fræðiþjónustu ekki nægilegur grundvöllur fyrir úthlutun heldur þyrfti að koma ítarlegri greining frá Greiningarstöð, BUGL eða ÞHS til viðbótar. Þetta fyrirkomulag, þar sem nemendur eru sjúkdóms- eða vandamálagerðir, er grundvöllur umsókna skólanna um aukafjárveit- ingu en ekki á grundvelli þess hvernig fjármunirnir eru notaðir. Þetta leiddi af sér mjög sterka sókn skólanna í aukafjárveitingar. Í grein kennaranna segir: „Sérfræðiþjón- usta skóla verður að sinna því hlut- verki að styðja kennara á vettvangi og stuðla að starfsþróun þeirra með ráðgjöf og fræðslu.“ Í reglugerð um sérfræðiþjónustu skóla (nr. 584/ 2010) er ákvæði í 9. gr. um að sér- fræðiþjónusta veiti starfsfólki skóla stuðning m.a. með ýmiskonar ráð- gjöf einkum vegna vinnu þeirra með nemendum en einnig getur stuðn- ingur sérfræðiþjónustu falist í ráð- gjöf vegna starfshátta skóla, ný- breytni- og þróunarstarfa auk starfsumhverfis. Í 12. gr. er ákvæði um að starfsfólk sérfræðiþjónustu geri með starfsfólki skóla tillögu um viðeigandi úrræði í framhaldi af at- hugun eða greiningu á nemanda. Með þessu ákvæði er framfylgt skýrri áherslu nýrra laga, sem kom fram við meðferð þingsins, sbr. nefndarálit menntamálanefndar. Jafnframt er gert ráð fyrir að eft- irfylgni og mat á árangri verði í höndum sérfræðiþjónustu í sam- starfi við skóla. Vegna ákvæðis um eftirfylgni var reiknað með allt að 30% kostnaðaraukningu hjá sér- fræðiþjónustu að mati Sambands ísl. sveitarfélaga. Þessi aukning, sem fyrst og fremst snýst um kennslu- ráðgjöf, hefur aldrei skilað sér til sérfræðiþjónustunnar. Það er því kannski rangt hjá kennurunum að orða hlutina þannig að sérfræðiþjón- ustan verði að sinna stuðningi við kennara eins og það sé val sér- fræðiþjónustunnar. Bæði lög og út- færsla þeirra í reglugerð kveða skýrt á um þetta hlutverk. Vandinn er að því er ekki framfylgt þó svo að sérfræðiþjónustan í Reykjavík hafi margoft bent á nauðsyn þess að breyta um kúrs og nýta fjármagn á annan hátt en gert hefur verið eða í þá átt sem kennararnir á Akureyri telja að sé til meiri farsældar. Auk ofantalinna atriða hefur sér- fræðiþjónustan lagt áherslu á að nemendum standi til boða þjónusta talmeinafræðinga sem er mikill skortur á og í raun til skammar að þeim þætti sé ekki betur sinnt. Segja má að í kjölfar reglugerðarinnar 2010 hafi skort á leiðbeiningar um inntakið í starfsháttum sérfræði- þjónustu ásamt fjármagni til að framfylgja þeim. Það er því afar mikilvægt að kennarar við kenn- aradeild Háskólans á Akureyri og fleira áhugafólk um betri skóla taki þátt í umræðu um sérfræðiþjón- ustuna og þeirri nauðsynlegu breyt- ingu að hverfa frá sjúkdómsgrein- ingum á nemendum og að sérfræðiþjónustan verði stuðnings- þjónusta við börn, foreldra, kennara og skólasamfélagið í heild sinni. » Segja má að í kjölfar reglugerðarinnar 2010 hafi skort á leið- beiningar um inntakið í starfsháttum sér- fræðiþjónustu ásamt fjármagni. Höfundur er deildarstjóri sér- fræðiþjónustu við skóla í Grafarvogi og á Kjalarnesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.