Morgunblaðið - 18.08.2016, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 18.08.2016, Qupperneq 84
FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 231. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Ósætti eftir „maraþonnótt af kynlífi“ 2. Íslandsmet Anítu dugði ekki til 3. Andlát: Ólöf Eldjárn 4. Var of fljót fyrir atrennuna »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Efnt verður til tónleika á skemmti- staðnum Græna herberginu, sem opnaður var fyrir skemmstu í Lækj- argötu 6, í kvöld en þar munu Ívar Daníels og Magnús Hafdal stíga á svið. Tvímenningarnir tóku þátt í Ís- land Got Talent fyrir skemmstu og vöktu talsverða athygli, þá sér- staklega Ívar fyrir flutning sinn á slagara Villa Vill, Þú átt mig ein, eins og segir í tilkynningu. Tvímenning- arnir ætla að halda uppi mikilli gít- arstemningu í kvöld og hvetja þeir áhorfendur eindregið til að taka virk- an þátt. Gestir hvattir til að syngja með gítarnum  Listasumar á Akureyri heldur áfram í kvöld en þá verður sérstök dagskrá um þátt Matthíasar Joch- umssonar í lífi Davíðs Stefánssonar í Davíðshúsi klukkan 16. Í dag hefst einnig raftónlistarsmiðja Haraldar Arnar í sal Myndlistarfélagsins en smiðjan er ókeypis og hentar krökk- um frá fjórtán ára aldri. Þá verður tríóið Hrafnaspark með tónleika í kvöld á Græna hattinum en fjöl- breytt dagskrá þeirra spannar allt frá Billy Joel til Edvards Grieg. Þá má þess einnig geta að á morgun kl. 19 verður opnuð samsýn- ing fjölþjóðlegu listamannanna Jón- ínu Mjallar Þormóðsdóttur, Ingrid Elsa Maria Ogenstedt og Arne Rawe í Kaktus, kjallara Listasafns- ins á Akureyri, og síðar um kvöldið heldur hljóm- sveitin Á móti sól 20 ára afmælistón- leika á Græna hattinum. Matthías hafði þó- nokkur áhrif á Davíð Á föstudag Hæg austlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað en líkur á þokulofti með austurströndinni. Hiti 10-18 stig. Á laugardag Austan 5-10 m/s og dálítil væta við suðurströndina en annars hægviðri og skýjað með köflum. Hiti 10-18 stig. VEÐUR „Ég er rosalega stoltur af því að Aníta skyldi bæta sig og setja Íslandsmet á sínum fyrstu Ólympíuleikum, við þessar aðstæður. En ég veit líka, miðað við æfingar og annað, hvað býr í henni og að hún getur hlaupið enn hraðar en þetta,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur, eftir að hún setti Íslands- met í 800 m hlaupi á ÓL í Ríó í gær. »1 Aníta getur hlaupið hraðar „Leikarnir í Sydney árið 2000, þegar ég var landsliðsþjálfari Íslands, standa líka upp úr enda fékk Vala Flosadóttir þar brons og frjálsíþróttafólkinu gekk mjög vel. Sydney er líka mjög skemmtileg borg, og mér fannst leik- arnir 2012 í London líka heppnast virki- lega vel,“ segir Vé- steinn Haf- steinsson, frjálsíþróttaþjálfari og fyrirlesari, sem nú tekur þátt í sín- um níundu Ólympíu- leikum. »2 Ólympíuleikarnir í Sydney standa upp úr „Þetta er ekki það sem við vildum, ekki það sem við bjuggumst við og ekki það sem Ásdís hefur fórnað fjór- um árum ævi sinnar fyrir,“ sagði Terry McHugh, hinn írski þjálfari Ás- dísar Hjálmsdóttur, eftir að Ásdís lauk keppni á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrrinótt. Ásdís náði sér engan veg- inn á strik og varð næstsíðust af 31 keppanda. »4 Ásdís var langt frá því sem vonast var eftir ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is Ofursnapparinn og blaðamaðurinn Guðrún Veiga Guðmundsdóttir gekk að eiga unnusta sinn, Guðmund Þór Valsson, í Eskifjarðarkirkju á laugar- dag. Brúðkaupið var hefðbundið að mörgu leyti nema ef til vill fyrir þær sakir að rúmlega 13.000 manns fylgd- ust með því sem fram fór í gegnum Snapchat. Guðrún Veiga hefur getið sér gott orð sem snappari þar sem hún spjallar hispurslaust um daginn og veginn, oft- ar en ekki með rauðvínsglas í hendi, við fylgjendur sína. Hún sagði fyrst frá snappinu sínu á bloggsíðunni sinni, gveiga85.blogspot.is, í október í fyrra. Hana grunaði hins vegar ekki að fylgj- endurnir myndu skipta þúsundum áð- ur en langt um liði. „Það var rosalega fjarri mér að ég myndi enda sem ein af þeim sem eru með andlitið á sér límt við símaskjáinn, gjammandi við hann allan daginn, mér fannst ekkert fárán- legra í öllum heiminum. Svo veit ég ekki alveg hvað kom yfir mig. Núna er þetta bara orðinn órjúfanlegur hluti af deginum.“ Bað Tuskubrands Guðrún Veiga bað Guðmundar fyrir um ári síðan. Guðmundur er þó þekkt- ari undir nafninu Tuskubrandur meðal fylgjenda snappsins, en þar sýnir hann oft góða takta með tuskuna á lofti. Fylgjendur hafa fengið að fylgjast með brúðkaupsundirbún- ingnum í beinni á Snap- chat síðastliðið ár og því fannst Guðrúnu Veigu hún ekki geta annað en leyft fólki að fylgjast með stóra deginum. „Brúðkaupið yf- irtók líf mitt síð- ustu mánuði þannig að mér fannst svo leiðinlegt ef fólk fengi bara að fylgjast með sí- röflandi kvíða- og taugahrúgu en fengi svo ekkert í staðinn.“ Móðir hennar benti henni þó góðfúslega á að það kæmi ekki til greina að hún yrði sjálf með símann á lofti á stóra daginn. Vin- kona Guðrúnar Veigu, Sigrún Sig- urpálsdóttir, sá því um snappið á brúð- kaupsdaginn, en þær kynntust einmitt í gegnum miðilinn. Guðrún Veiga er af- ar hamingjusöm með hvernig til tókst og svífur enn um á bleiku skýi. Hún er að sjálfsögðu búin að horfa á snöppin frá laugardeginum, oftar en einu sinni. „Þegar ég var að horfa á þetta í þrett- ánda skipti tók eiginmaðurinn af mér símann og bað mig vinsamlegast um að hætta þessu.“ Guðrún Veiga er alls ekki búin að fá nóg af Snapchat og geta áhugasamir fylgst með henni undir notendanafninu gveiga85. 13.000 manna brúðkaup  Snapchat lék stórt hlutverk í brúðkaupi Morgunblaðið/Golli Ofursnappari Guðrún Veiga gekk að eiga unnusta sinn, Guðmund Þór, um helgina. 13.000 manns fylgdust með at- höfninni og veislunni á Snapchat, en þar hefur Guðrún Veiga getið sér gott orð síðastliðið ár, enda stórskemmtileg. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða lítils- háttar skúrir en bjartviðri fyrir austan. Hiti víða 12 til 18 stig. „Það kom aldrei annað til greina en að gifta sig í gulu, það er minn einkennislitur og hefur alltaf verið. Ég var ekkert að spá í sal eða prest strax eftir bónorðið, ég var að spá í að finna ein- hvern til að gera kjól drauma minna,“ segir Guð- rún Veiga. Bára Atladótt- ir hannaði kjól- inn, sem Guð- rún Veiga er í skýjunum með. „Við pöntuðum efnið í kjólinn á Ali Express, það er hægt að finna allt þar.“ Guðrún Veiga nýtti sér kínversku vefversl- unina til hins ýtrasta í undirbún- ingnum. „Ég er farin að fá ótrúleg- ustu skilaboð um að fólk vilji kaupa hitt og þetta sem það sá, allt frá borðbúnaði yfir í brúð- arkjólinn, þannig að ég hef engar áhyggjur af að ég losni ekki við þetta.“ Kjólinn mun hún þó ekki láta frá sér. Heiðgult sumarbrúðkaup „VILTU GIFTAST MÉR? ÉG ÆTLA AÐ VERA Í GULUM KJÓL“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.