Morgunblaðið - 14.12.2017, Side 26

Morgunblaðið - 14.12.2017, Side 26
BAKSVIÐ Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Sífellt meiri áhugi virðist vera fyrir handverksbjórum hér á landi. Ný og ný brugghús skjóta reglulega upp kollinum og endalaust virðist vera hægt að prófa sig áfram með bjórstíla og áferð þeirra. Sumir þessara bjóra rata í Vínbúðirnar en æ algengara virðist vera að þeir séu aðeins seldir á börum og veit- ingastöðum, enda oftast fram- leiddir í takmörkuðu magni og í skamman tíma. Síðustu misseri hefur það orðið æ algengara að íslenskir bruggarar efni til samstarfs með erlendum kollegum sínum. Í þessum sam- starfsverkefnum hittast bruggarar frá tveimur eða fleiri brugghúsum og leiða saman hesta sína. Útkom- an verður gjarnan forvitnileg og oft aðeins tilraunakenndari bjór en flestir eiga að venjast. Þessi sam- starfsbrugg eru í daglegu tali köll- uð „Collab“, sem er stytting á Collaboration Brewing. Borg brugghús reið á vaðið fyrir um þremur árum með dönskum kollegum sínum og síðan þá hafa bruggarar Borgar tekið þátt í yfir 30 samstarfsbruggunum. Fæstar þeirra hafa komið á markað á Ís- landi. Hið unga brugghús Kex Brewing hefur sömuleiðis tekið samstarfsbruggun föstum tökum. Á einu ári hafa bruggarar á þess veg- um tekið þátt í um tíu samstarfs- bruggunum. Nóg er fram undan í þessum geira; Borg sendir þrjú samstarfsbrugg frá sér í þessum mánuði og Kexmenn voru í vikunni vestanhafs að brugga tvo bjóra. Eitt af bestu brugghúsunum Þegar Morgunblaðið ræddi við Hinrik Carl Ellertsson, bruggara hjá Kex Brewing, í vikunni sat hann einmitt í leigubíl í Toronto á leið í brugghús Collective Arts. „Það er auðvitað fáránlegur heiður að fá að vinna með svona stórum nöfnum í bjórheiminum,“ segir Hinrik, en fyrsti viðkomu- staður ferðarinnar var New York. Þar brugguðu Hinrik og félagar með kollegum sínum í Other Half- brugghúsinu, sem er tíunda besta brugghús í heimi samkvæmt árleg- um lista Ratebeer.com. „Fólk stendur í biðröð fyrir utan þegar þeir selja bjórana sína. Þeg- ar við vorum þarna beið fólk í tíu tíma og það þykir tiltölulega lítið. Það hefur farið upp í 24 tíma bið,“ segir Hinrik. Hinrik og félagar komu ekki tómhentir að heiman. Þeir höfðu með sér 50 kíló af hrútaberjum sem notuð voru við bruggið. „Svo komu þeir með amerísk hindber á móti. Þetta verður ein- Brugga bjór um allan heim  Borg brugghús og Kex Brewing hafa á skömmum tíma efnt til samstarfs við mörg af virtustu brugghúsum heims  Flytja íslenskt hráefni með sér út  Hafa notast við hrútaber og harðfisk Í Kanada Kexmennirnir Kristinn Vilbergsson og Hinrik Carl Ellertsson með Ryan Marrow, bruggara Collective Arts, á milli sín í vikunni. Í Noregi Hér er Árni Theodór Long, bruggari hjá Borg, að undirbúa íslensk svið sem notuð voru í Smalahove Stout með brugghúsinu Voss. hvers konar blanda af báðum heim- um í formi Berliner Weisse-bjórs. Þessi bjór er bruggaður fyrir bjórhátíðina okkar, The Annual Icelandic Beer Festival, sem haldin verður á Kex Hostel í febrúar og verður bara í boði þar. Það er nú tilgangur þessar ferðar, að brugga fyrir hátíðina. Bjórinn sem við bruggum hér í Kanada verður stór og dökkur Im- perial Stout. Til að gera hann kom- um við með kakónibbur frá Omnon og salt frá Saltverki. Helmingurinn af honum fer á dósir og kemur heim en hinn helmingurinn fær að þroskast á bourbon-tunnum í ár og verður í boði á bjórhátíðinni árið 2019.“ Læra af samstarfinu Hvernig kemur svona samstarf til? „Aðallega í gegnum þessar bjórhátíðir. Við höfum hitt þessa bruggara á hátíðum á síðustu árum og Other Half og Collective Arts komu á hátíðina okkar í byrjun þessa árs. Yfir einhverjum bjórn- um sem við drukkum varð það góð hugmynd að við hittumst og ynn- um saman.“ Fyrsti samstarfsbjórinn sem Kex Brewing gerði var einmitt með Kanadamönnunum í Collective Arts fyrir ári. Kallaðist hann Nor- dic Söl og var súrbjór sem innihélt meðal annars íslenskt blóðberg og sjávarsalt. Síðan þá hafa bruggarar Kex gert eitthvað um tíu samstarfs- bjóra. Meðal þeirra brugghúsa sem þeir hafa heimsótt og unnið með eru hið sænska Brewski, Warpigs í Kaupmannahöfn, Brus, Omnipollos hatt, Alefarm í Danmörku, Surly í Minnesota og 18th Street frá Chi- cago. „Maður lærir fullt af þessu og hittir margt skemmtilegt fólk,“ segir Hinrik þegar hann er spurð- ur um tilganginn með þessum sam- starfsverkefnum. „Í grunninn er þetta til að læra eitthvað nýtt. Venjulega koma þarna fram tillögur að bjór sem mann hefur lengi langað að prófa að gera. Þetta er í raun gott fyrir alla til að halda sér á tánum, En svo verður þetta líka fljótt grunnur að vinskap. Ég á orðið mjög fína vini í gegnum þessi samstarfsverk- efni.“ Hornsteinn menningarinnar Undir þetta tekur Árni Theodór Long, bruggmeistari hjá Borg brugghúsi. „Samstarfsbrugganir eru þáttur í handverksbjóramenningunni og má jafnvel segja hornsteinn. Þetta eru tækifæri til að kynnist brugg- urum frá öðrum brugghúsum og deila reynslu af hráefnum og vinnslu. Þetta er því vettvangur sem undirstrikar þessa samkennd sem ríkir í þessu umhverfi,“ segir Árni. Hann segir það jafnframt hluta af þessum menningarbræðingi að vinna með hráefni sem tengist öðru hvoru brugghúsinu og því land- svæði sem það tilheyrir. „Þá höfum við gjarnan tekið með okkur íslensk hráefni á borð við blóðberg, beitilyng, íslensk ber og taðreykt malt og notað í samstarfs- brugganir erlendis. Þetta eru hrá- efni sem við höfum notað talsvert og þekkjum inn á og þá er gaman að kynna þau og eiginleika þeirra erlendis.“ Það hefur sömuleiðis vakið at- hygli að samstarfsbjórar Borgar skarta afar litríkum miðum á flösk- unum. Segir Árni að sú stefna hafi verið mörkuð að fá bæði þekkt og efnilegt myndlistarfólk til að spreyta sig á þessum vettvangi og túlki viðkomandi ýmist tilefni, nafn eða bjórinn sjálfan með teikningum sínum. 26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 Nýjasta viðbótin í samstarfs- bruggunum Íslendinga og er- lendra kollega þeirra er bjórinn Hölökynkölökyn, sem kom í Vínbúðirnar í síðustu viku. Um er að ræða kirsuberjasúrbjór sem Borg brugghús gerði með hinu finnska brugghúsi Mallaskosken Panimo. Síðar í þessum mán- uði er von á Midt om natten, sem Borg gerði með Flying Couch Brewing frá Kaupmannahöfn. Vísar nafnið í fræga kvikmynd og tónlist Kim Lar- sen í henni. Mörg þessara samstarfsverkefna eiga það einmitt sameiginlegt að bera áhugaverð nöfn, annaðhvort furðuleg eða óþjál, eða þá að þau vísa í frægt fólk eða viðburði. Miðar á flöskum eru gjarnan mjög æpandi og hráefnin oft æði sérstök. Þannig hafa bruggarar í Borg not- að harðfisk og svið í sína bjóra. Alls hafa bruggarar Borgar bruggað yfir 30 samstarfsbjóra, þar af 19 á erlendri grundu. Af þeim sem gerðir voru erlendis má nefna Blóðberg með kanadíska brugghúsinu Four Winds, 14-2 með Nörrebro Bryghus og Mango vanilla raspberry milk- shake DIPA með hinu norska Bådin. Með hinu hollenska Loc var gerður bjórinn Þrum- ari, með Sori frá Eist- landi var gerður Refur í rúginum, með Crow Bar í Nor- egi var gerður Eyja- fjallajökull og Koju- fyllerí varð til í samstarfi við Pa- nimo Hiisi í Finn- landi. Að síðustu er vert að minnast á Smalahove Sto- ut, sem gerður var með Voss í Noregi, en við gerð hans var notast við bæði íslenska og norska sviða- kjamma. Samstarfsbjórar Kex Brewing bera ekki síður áhugaverð nöfn, til að mynda Less Is Never More sem gerður var með Warpigs, Rein- deer Pils sem gerður var með To Öl og Brus og – síðast en ekki síst – Skyr & bláber sem gerður var með Brewski og inniheldur einmitt þau hráefni sem nafnið vísar til. Hafa notað sviðakjamma, harðfisk og skyr í pottana FJÖLBREYTT HRÁEFNI NOTUÐ VIÐ SAMSTARFSBRUGGUN Minnum á teiknisamkeppni Skólamjólkurdagsins fyrir 4.bekkinga Hægt er að skila inn myndum fram að jólafríi til Mjólkursamsölunnar, Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík. Mjólk er góð!Nánari upplýsingar á www.ms.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.