Morgunblaðið - 14.12.2017, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 14.12.2017, Qupperneq 58
Fyrirhuguð ok- urgjaldtaka Isavia af hópferðabílum við flug- stöðina er ekki til að mæta kostnaði við bíla- stæðin, heldur til að safna í sjóð fyrir upp- byggingu á Keflavík- urflugvelli. Þetta er fullkomlega öfugsnúin leið við að fjármagna framkvæmdir. Hin venjulega og eðlilega leið upp- byggingar er að sækja sér fjármagn, byggja upp og hafa síðan tekjur af því sem byggt hefur verið. Ekki öfugt. Ef eiginfjárstaða Isavia er of veik til að fjármagna uppbyggingu á Keflavík- urflugvelli, þá þarf fyrirtækið að sækja sér aukið hlutafé frá eigand- anum, íslenska ríkinu. Eða að fá fjár- festa til að kaupa hluti í fyrirtækinu og styrkja þannig eiginfjárstöðu þess. Eigandinn situr hjá Ríkissjóður, eigandi Isavia, hefur ekki lagt krónu til uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli eftir 2010, þegar ferðamönnum tók fyrst að fjölga verulega og ráðast þurfti í miklar framkvæmdir til að mæta aukinni flugumferð. Uppbyggingin hefur al- farið verið fjármögnuð með not- endagjöldum. Engu að síður hefur ríkið gríðarlega miklar tekjur af þeim ferðamönnum sem um flugvöllinn fara. Á sama tíma hefur eigið fé Isavia aukist um 17 milljarða króna. Flugvöllurinn er mikilvægur hlekkur í innviðakerfi landsins. Isavia hefur staðið sig vel við að mæta sífellt vaxandi flugumferð. Raunar hefur Isavia lagt mikla áherslu á að auka hana, þar á meðal með hvatagreiðslum til erlendra flugfélaga. En ekkert réttlætir að nú- verandi notendur beri allan kostnað af fram- tíðaruppbyggingu vall- arins og flugstöðv- arinnar. Misnotkun á einokunaraðstöðu Um 97% ferðamanna fara um Keflavíkurflugvöll. Óeðlilegt er af Isavia að nýta sér þessa einokunar- aðstöðu til að láta ferðamenn greiða í uppbyggingarsjóð fremur en fara eðlilegar leiðir fjármögnunar. Óeðli- legt er að kúga ferðaþjónustufyr- irtæki til að borga Isavia háar fjár- hæðir fyrir að fá að veita viðskiptavinum þjónustu. Fyrirhuguð gjaldtaka upp á 19.900 krónur fyrir hvert skipti sem stór rúta tekur upp farþega er margfalt hærri en á flug- völlum erlendis. Í London er sam- bærilegt gjald um 3.900 kr. á Heat- hrow og 2.400 kr. á Gatwick. Á mörgum flugvöllum er engin gjald- taka fyrir aðkomu hópferðabíla enda um umhverfisvænasta samgöngu- mátann að ræða. Ekkert mælir þó á móti því að greiðsla komi fyrir þjónustu og að- stöðu á ferðamannastöðum, hvort sem er við flugstöð Leifs Eiríkssonar, Seljalandsfoss eða Ásbyrgi. Ferða- þjónustan hefur lýst því yfir að sjálf- sagt sé að greiða fyrir virðisaukandi þjónustu, þar á meðal rekstr- arkostnað, afskriftir og eðlilega hagn- aðarkröfu. Óhófleg gjaldtaka umfram það í skjóli einokunaraðstöðu flokkast hins vegar undir ofsagræðgi og við það er ekki hægt að una. Því verður seint trúað að stjórn- völd ætli að leyfa ríkisfyrirtækinu Isavia að stunda fordæmalausa fjár- kúgun með þessum hætti. Eftir Þóri Garðarsson »Ef eiginfjárstaða Isavia er of veik til að fjármagna uppbygg- ingu á Keflavíkurflug- velli, þá þarf fyrirtækið að sækja sér aukið hlutafé. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Þórir Garðarsson Öfugsnúin féþúfa Isavia á Kefla- víkurflugvelli Systir mín sem verður 30 ára 11. desember bíður enn eftir að verða úthlutað fé- lagslegri íbúð hjá Reykjavíkurborg. Fyrir stuttu kom Dagur B. Eggerts- son, borgarstjóri Reykjavíkur, fram í fjölmiðlum og kenndi nágrannasveitarfélögum um að þau hafi ekki gert nóg fyrir sína íbúa, til að tryggja nægilegt framboð af félagslegum íbúðum. Systir mín hefur beðið eftir að Dagur B. úthluti sér íbúð, hún hefur ekki beðið Kópa- vog, Garðabæ, Hafnarfjörð eða Mos- fellsbæ, hún bíður eftir íbúð í Reykja- vík. Hve lengi á hún, ásamt mörgum öðrum, að þurfa að bíða eftir að fá fé- lagslega íbúð frá Reykjavíkurborg? Borgarstjóri Reykjavíkur ætti að sjá sóma sinn að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum sveit- arfélögum um mistök meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur. Nú þarf að spýta í lófanna og stytta biðtíma eftir félagslegu hús- næði, byggja þarf ný hverfi á sama tíma og verið er að þétta byggð. Það hefur verið sýnt að þétting byggðar er ekki nóg til að mæta eft- irspurn eftir fasteignum. Nóg er af landi til að byggja á, eins og minnihlut- inn hefur margoft bent á, en meirihlutinn neitar að hlusta á, neitar að hlusta á íbúa sína, neitar að aðstoða. Meirihluti meirihlutans er búsettur í miðbæ Reykjavík- ur og hefur sýnt fram á að hann hafi engan áhuga á að huga að svæðum utan miðsvæðis Reykjavík- ur. Stefna meirihlutans er að íbúar Reykjavíkur nær og fjær skuli selja einkabílinn eða flytja til annarra sveitarfélaga svo að vandamálið verði ekki lengur þeirra. Dagur B. Eggertsson lofaði að heimilislausir í Laugardalnum fengju húsnæði á vegum Reykjavíkur og að sveitarfélagið sem þeir væru skráðir í yrði rukkað, en hvað ætlar borg- arstjóri Reykjavíkur að gera fyrir sína íbúa? Hefur kæri borgarstjóri lofað sín- um íbúum og efnt þau loforð? Hann hefur ekki gert það, tími Dags B. Eggertssonar er liðinn sem borg- arstjóra Reykjavíkur, beðið er eftir afsögn hans. Meirihlutinn er fallinn. Þessi orð munu heyrast eftir næstu sveitar- stjórnarkosningar, þar sem kjós- endur Reykjavíkur munu átta sig á því að núverandi meirihluta er ekki treystandi til að verja hag íbúa sinna, of lengi hafa íbúar beðið eftir stjórn sem hefur hag íbúa að leiðarljósi. Lygum og svikum Dags B. Eggerts- sonar mun ljúka árið 2018 í sveit- arstjórnarkosningum. Svo mikla trú hef ég á íbúum Reykjavíkur, að þeir muni velja sér nýjan flokk og nýjan leiðtoga til að leiða höfuðborg landsins til framtíð- arinnar til hagsbóta fyrir íbúa sína. Eftir Kristján Óla Níels Sigmundsson Kristján Óli Níels Sigmundsson » Í meira en tíu ár hefur systir mín, sem bú- sett er í Reykjavík, beðið eftir félagslegri íbúð hjá Reykjavíkurborg – og enn bíður hún. Höfundur er fv. frambjóðandi Sjálf- stæðisflokks í Suðurkjördæmi. Kristjanoli_1@hotmail.com Aðgerðarleysi borgar- stjórnar Reykjavíkur 58 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 Á forsíðu Morg- unblaðsins 5. desem- ber sl. er vakin athygli á alvarleika þess að heilu húsin séu byggð án nokkurrar aðkomu fagmenntaðs fólks þrátt fyrir að lög í landinu kveði á um annað. Einstök fag- félög iðnaðarmanna í byggingagreinum hafa til margra ára lýst þungum áhyggjum af áhugaleysi stjórnvalda á þessum málum og tíðum brotum vinnuveit- enda á iðnaðarlögunum þar sem þeir láta ófaglærða verkamenn, marga af erlendu þjóðerni, ganga í störf iðn- aðarmanna. Ítrekað hefur verið ósk- að eftir því við viðkomandi stjórn- völd að þau hlutist til um að ákvæðum iðnaðarlaga verði fram- fylgt af festu og að þeir, sem staðnir verði að brotum, verði látnir sæta ábyrgð. Til margra ára hefur varla orðið vart við athugasemdir regn- hlífarsamtakanna vegna brota á lög- vernduðum störfum iðnaðarmanna. Þvert á móti fögnuðu þau nýjum út- lendingalögum því þá yrði auðveld- ara að ráða erlent starfsfólk. Sam- tökin gáfu líka Alþingi umsögn um lögin og gerðu engar athugasemdir við að iðnnám yrði fellt brott úr þeim. Væntanlega telja samtökin að fagháskólastig og fjórða iðnbylt- ingin muni leysa öll vandamál fram- tíðarinnar. Íslensku iðnaðarlögin nr. 42/1978 eru einstök að þeim þýsku frátöld- um því þau vernda bæði starfsheiti og fagmennsku. Þau eru sett til að tryggja að þeir, sem bjóða tiltekna þjónustu, hafi þekkingu á því sem þeir gera. Er það ekki sjálfsögð krafa? Nú er ljóst að stórir hópar ófag- lærðra ganga í fagleg störf löggiltra iðnaðarmanna við vandasamar og flóknar húsbyggingar án tilskilinna fagréttinda. Hverjir munu tapa á því? Þegar allt kemur til alls eru það kaupendur gallaðrar vöru sem sitja í súpunni. Sennilega verður það þó atvinnuskapandi á komandi árum fyrir einhverja af þeim hundruðum laganema dagsins í dag að reka gallamál fyrir dómstólunum. Nú liggur fyrir að erlent vinnuafl er flutt til landsins í meira mæli en áð- ur, ekki einungis í byggingariðnaði heldur einnig í matvæla- og þjón- ustugreinum. Að fenginni reynslu er ástæða til að ætla að iðnaðarlaga- brotum fjölgi að sama skapi. Ákvæði iðnaðarlaganna eru skynsamleg og sanngjörn en framkvæmd þeirra hefur einkennst af tómlæti þeirra sem eiga að framfylgja þeim. Án skilvirkrar framkvæmdar eru laga- ákvæði einskis virði. Á tyllidögum tala stjórn- málamenn og aðrir, sem telja sig geta leiðbeint iðnaðarmönnum, um að efla þurfi virðingu fyrir iðn- aðinum í landinu. Er hægt að sýna honum meiri óvirðingu en að láta það viðgangast athugasemdalaust að ófaglærðir vinni störf sem krefj- ast hið minnsta fjögurra ára iðn- náms? Látum verkin tala og hættum að láta aðgerðaleysi lögleiða fúsk. Eftir Sigurð Má Guðjónsson og Helga Steinar Karlsson Helgi Steinar Karlsson Sigurður Már Guðjónsson, bakara- og kökugerðarmeistari, Helgi Steinar Karlsson múrarameistari. Sigurður Már Guðjónsson » Þegar allt kemur til alls eru það kaup- endur gallaðrar vöru sem sitja í súpunni. Hvað varð af fagmennskunni? Vertu viðbúinn vetrinum LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Rafhitarar í skip, hús og sumarhús Ryðfríir neysluvatnshitarar með 12 ára ábyrgð Hitöld (element), hitastillar, hitastýringar og flest annað til rafhitunar Við erum sérfræðingar í öllu sem Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði Sími: 565 3265 rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is viðkemur rafhitun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.