Morgunblaðið - 14.12.2017, Page 61

Morgunblaðið - 14.12.2017, Page 61
UMRÆÐAN 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com Aukin lífsgæði án verkja og eymsla Nutrilenk vörurnar fást í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. „Ég er búin að æfa mikið síðustu ár; hlaupa, stöðvarþjálfun, tabata ofl. og varð alltaf þreytt og aum í liðum og beinum eftir æfingar. Mér var bent á að prufa Nutrilenk Gold og byrjaði ég á að taka 6 töflur á dag í nokkrar vikur. Ég fann ótrúlega fljótt mun til hins betra svo ég ákvað að prufa að taka líka 1 töflu af Nutrilenk Active því ég var enn með verki og eymsl í höndum. Active virkar eins og smurning fyrir liðina en ég fann mikinn mun á mér og eru verkirnir nú horfnir. Í dag tek ég 4 Gold og 1 Active og ekki má gleyma Nutrilenk gelinu sem ég nota á axlir og hné en það kælir og dregur úr bólgum. Ég get því hiklaust mælt með öllum Nutrilenk vörunum, án þeirra gæti ekki hreyft mig eins mikið og ég geri í dag, verkjalaus.“ Erna Geirlaug Árnadóttir, 42 ára innanhúsarkitekt Lífseig er sú þrá at- hafnamannsins að fá eigin hugdettum um mannvirki umsvifa- lausa fjármögnun og framkvæmd, áður en svonefndum úrtölu- mönnum tekst að kalla til samráðs, rann- sókna, samanburðar við aðra kosti og mats á umhverfisáhrifum. Fyrir tólf árum var kastað sprengju inn í umræðu um skipulagsmál í syðsta sveitarfélagi landsins þegar vitnaðist að unnið var á bak við tjöld- in að róttækri breytingu á legu þjóð- vegar 1 um Mýrdalinn. Síðan hefur hvers konar mótrökum verið mætt af óvenjulegu harðfylgi, fæð lögð á íbúa og hagsmunaaðila sem voga sér að andmæla, og þing- og embættismenn sem ekki eru taldir hlýða kalli um að- lögun samgönguáætlunar harðlega átaldir. Jú, veglína um helstu náttúruvætti strandsvæðanna var knúin inn á að- alskipulag, ekki fyrir sakir vand- virkni ríkisstofnana heldur í krafti valds meirihluta sveitarstjórnar og þrátt fyrir andmæli fjölda land- og húseigenda, sérfræðinga, opinberra stofnana og samtaka. Í skjóli þess ritar sem fyrr Þórir N. Kjartansson af svörnum áhuga fyrir blómlegu mannlífi á landsbyggðinni og mælir ofríkinu hverja bót. Nýleg skrif hans í Morgunblaðinu hrúga upp þekktum rökum fyrir breyttri veglínu og gegn þeim firna rangfærslum sem hann finnur í hverju andvarpi sveitunga sinna gegn þeim áformum. Þórir er bjartsýnn um hækkun lands umfram hækkun sjávar sem nýlegar athuganir sýna nærri jöklum landsins, en lætur ósagt um óvissu sem þær vísbendingar eru undir- orpnar, a.m.k. í nálægri framtíð með- an líklegt verður að telja að strand- leiðin krefjist mikils kostnaðar í viðhaldi og öryggisráðstöfunum. Grein hans ber þó annað svipmót og öllu einsýnna: Náttúruperlan Vík- urfjara, skráðar náttúruminjar við Dyrhólaós, húseignir í gamla Vík- urþorpi, bújarðir í Reynis- og Dyr- hólahverfum, heildar- svipmót strandsvæð- anna, að ógleymdu auðugu lífríki sjó- og vaðfugla, skipta að hans mati engu máli í þessu sambandi. Hvorki hann sjálfan, aðra íbúa, ferða- þjónustu, ferðamenn né landsmenn yfirhöfuð. Breytir þar engu þótt faglegt mat liggi ekki fyrir um langtímakosti þess að vernda þessi svæði. Sveitir og landbúnað í varnarbar- áttu metur Þórir lítils og telur ástand þeirra m.a.s. réttlæta stóraukinn ágang af mannvirkjagerð í meintri þjónustu meiri gegnumstreymis- umferðar. Sú hugsun glitrar af orð- um Þóris að „gríðarleg uppbygging“ í Víkurþorpi skuli hafa forgang um alla þróun sveitar og samfélags. Hann sér meira að segja fyrir sér að sveitin í Reynishverfi breytist í þétt- býli og er þegar tekinn að mæla verð- bólgu byggingarlóða inn á milli sveitabæjanna. Ekkert er sjálfsagð- ara en að kljúfa hverfið um þvert með hraðbraut án tillits til þess hvort það kunni að draga úr viðdvöl og náttúruskoðun ferðamanna á fornum byggðum og einstakri náttúru á svæðinu. Og skyndilega er sjálfsögð og brýn lagfæring á núverandi þjóðleið orðin einstaklega kostnaðarsöm þótt talið sé að hún muni aðeins kosta þriðjung eða minna í samanburði við strand- leiðina. Þórir kemst að þeirri sér- kennilegu niðurstöðu að sú lagfæring fari um „afar erfitt land“ – vænt- anlega erfiðara en sjávarbakkann í Vík, jarðgöngin um fjallið og keldu- löndin við Dyrhólaós? En þegar talið berst að „svoköll- uðum náttúruverndarsinnum“, sem ætla má að skipti tugum þúsunda í landi voru, versnar enn í því, þar sem Þórir fullyrðir að þeir „láta sig alltaf litlu varða umferðaröryggi, mannslíf eða stórslasað fólk“. Úr því að Þórir álítur sig varðmann slíkra mála hvet ég hann til að setja sig í samband við meirihluta hreppsnefndar og fá hann ofan af langvarandi brögðum gegn áætlun samgönguyfirvalda um brýn- ar úrbætur á umferðaröryggi með lagfæringu á Gatnabrún. Eftir því – og breikkun brúar á Jökulsá á Sól- heimasandi, sem sveitarstjóri minnti nýlega á í ágætum pistli – bíða veg- farendur. Útreikningar Þóris á fækkun ónýtra ökutækja með breyttri þjóð- leið um Mýrdalinn eru áhugavert innlegg í umræðuna. Hinsvegar er umhverfiskostnaður fjölþættari en svo að Þórir geti leyft sér að hand- velja einn eða tvo þætti sem ein- göngu henta markmiði hans. Óaftur- kræfar breytingar á merkilegum skoðunarsvæðum, grónum byggðum og landi til annarra nota, mikil- vægum vistkerfum, votlendi, hljóð- vist og ásýnd eru meðal fjölmargra þátta sem koma þar við sögu. Hví skyldi nokkur maður ábyrgur fyrir opinberum fjármunum hvattur til að nota þá til að byggja nýja þjóð- leið um svæðið – til viðbótar þeirri sem fyrir er – ef ævintýrið kostar marga milljarða króna auk áratuga viðhalds- og öryggiskostnaðar með- fram ströndinni, sundursker einstætt umhverfi og helstu ferðamannastaði í Vík og í Reynis- og Dyrhólahverfum, og vegur að verndarsvæðum fugla og votlendis, ef það sparar svo aðeins 5-8 mínútur í ferðatíma? Samgöngustefna okkar þarf að mótast af víðsýni og sátt við land og fólk. Sirkill og reglustika eru góð til síns brúks, en hóf er best í hverri hönnun mannvirkja. Það er einfalt að draga á pappír stystu leiðir milli byggða, en gleymum því ekki að hvarvetna geta þar legið ómælanleg og mælanleg verðmæti mannlífs, náttúru og auðlinda, sem atvinnulíf og menning framtíðarinnar munu þurfa á að halda. Eftir Gunnar Á. Gunnarsson Gunnar Á. Gunnarsson » Samgöngustefna okkar þarf að mót- ast af víðsýni og sátt við land og fólk. Höfundur er framkvæmdastjóri. Um einsýni í samgöngumálum Íslenska orðið að iðrast er á ensku, að snúa aftur, eins og pendúll, sem snýr aftur til baka (re- pent). Orð þessi eru algeng í trúfræði, þegar þau lýsa syndara, sem snýr aftur til Guðs síns, frá villu síns vegar. Þetta hugtak á sér langa sögu, eða al- veg frá syndafalli Adams og Evu í Eden fram á okkar tíma. Sagan segir, að þau hafi gert sér grein fyrir því, að þau voru nakin eft- ir brot sitt. Mig langar til að setja hér fram annan skilning á nekt þeirra. Með broti sínu, felldu þau feldinn og urðu þannig nakin, það er hárlaus, sem varð til þess, að það þurfti að klæða af þeim nekt þeirra, eins og sagan segir. Þau öðluðust skilning, en juku með honum kvöl sína, í stað sælu og áhyggjuleysis. „Sá sem eyk- ur þekking sína, eykur kvöl sína.“ (Prédikarinn 1:18) Að snúa aftur, er að afsala sér syndaþekkingunni, sem leitt hefur kvalræði yfir mannkynið síðan í Eden (á dönsku: i den, eða E den, Eden). Þekking mannkynsins er í reynd vanþekking, sem valdið hefur mönn- unum kvöl og harðræði í aldir og árþúsund. Með siðmenningunni juk- ust sjúkdómar, sem kalla eftir tæknivæddari sjúkra- húsum, öflugri lyfjum og stórtækari skurðaðgerðum. Hraðskreiðari bílar virð- ast frekar auka á tíma- þröng, en ró og næði og alls- nægtirnar auka á heilsuleysi og eyðileggingu jarðarinnar og náttúrunnar. Ef mönnum er alvara að takast á við hinar svoköll- uðu loftslagsbreytingar, þurfa þeir að snúa sér af hraðbraut tækninnar. Þekkingin, sem leitt hefur af sér eyðilegginguna þarf að falla í gleymsku og mannkyninu er nauðsyn að snúa sér aftur í faðm náttúrunnar. Því fyrr, því betra. Menn verða að snúa sér aftur að plógnum og uxanum, veiðum á árabát- um, kartöflurækt og öðrum vistvæn- um starfsgreinum, eða einfaldlega að neyta ávaxta trjánna og hins um- breytta lífgefandi sólarljóss í græna grænmetinu. Umskipta er þörf á lífsstíl fólks. Við getum kallað þau: grænu byltinguna eða náttúrustefnuna. Allavega eru breytingar í lífsháttum manna brýn nauðsyn. Öðruvísi verður óheillaþró- uninni á þessari jörð ekki við snúið. Að snúa við er snúið Eftir Einar Ingva Magnússon » Breytingar á lífsháttum manna eru brýn nauðsyn. Einar Ingvi Magnússon Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. einar_ingvi@hotmail.com
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.