Morgunblaðið - 14.12.2017, Síða 82

Morgunblaðið - 14.12.2017, Síða 82
82 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 Fyrir 6 600-800 g smáar kartöflur 2 vænir rauðlaukar bragðmikill stífur ostur, (t.d. Óðals, Tindur eða sterkur Gouda) 100 g smjör, brætt salt og pipar steinselja til skrauts Aðferð: 1. Skerið þunnar rifur í kartöflurnar og gætið þess að skera ekki alla leið í gegn. 2. Skerið ostinn í litla bita og stingið 3-4 bitum í hverja kartöflu. 3. Leggið kartöflurnar í eldfast mót og setjið laukinn í bátum inn á milli. 4. Hellið bræddu smjöri yf- ir allt saman og kryddið með salti og pipar. 5. Bakið við 180 gráður í 40 mínútur eða þar til kart- öflurnar eru eldaðar í gegn. 6. Stráið steinselju yfir og berið fram. Höfundur: Helena Gunnarsdóttir Bragðmiklar hasselback-kartöflur með osti og bökuðum rauðlauk 2 stk. græn epli 1½ stk. sellerí 25 stk. græn vínber 1 dós sýrður rjómi frá Gott í matinn 2-3 msk. rjómi frá Gott í matinn, þeyttur 2 dl valhnetur, þurrristaðar á pönnu smá súkkulaði til að strá yfir salatið Aðferð: Kjarnhreinsið eplin, flysjið og skerið í litla bita. Skerið sellerí í litla bita. Skerið vínber í tvennt. Grófhakkið hneturnar og þurrristið á pönnu. Pískið saman sýrðan rjóma og rjóma. Blandið síðan öllu saman í skál og sáldrið smávegis súkkulaði yfir í lokin. Geymið í kæli þar til salatið er borið fram. Waldorfsalat Botn: 1 pakki kanilkex 120 g smjör Kakan: 500 g KEA-vanilluskyr ½ l rjómi frá Gott í matinn 3 msk. flórsykur 100 g hvítt súkkulaði 6 stk. matarlímsblöð ½ dl mjólk 200 g hindber, frosin eða fersk Toppur: ¼ l rjómi fersk hindber Aðferð: Botn: Setjið kex í mat- vinnsluvél og hakkið þar til fínmalað. Bræðið smjör og blandið saman við og látið matvinnsluvélina vinna. Setjið smjörpappír í botn- inn á hringlaga smellu- formi um 20-22 cm að stærð. Setjið kexblönduna í formið og þrýstið vel niður í botninn, gott er að nota botninn á glasi til að þrýsta kexinu niður og upp á hliðar formsins. Geymið botninn í kæli á meðan þið undirbúið rest. Skyrkaka: Setjið mat- arlímsblöð í skál með köldu vatni og látið liggja í bleyti í rúmar fimm mín- útur. Bræðið súkkulaði yf- ir vatnsbaði eða á lágum hita og látið kólna örlítið áður en þið blandið því saman við skyrið. Þeytið rjóma og hrærið saman við skyrið ásamt flórsykri. Blandið hvíta súkkulaðinu saman við og hrærið vel. Kreistið vatnið úr mat- arlímsblöðunum og setjið í pott ásamt mjólkinni. Hitið yfir lágum hita og hrærið þar til matarlímið er búið að leysast alveg upp. Hell- ið matarlímsblöndunni saman við skyrblönduna og hrærið vel. Setjið hind- berin saman og hrærið létt. Hellið skyrblöndunni yfir botninn, setjið plast- filmu yfir kökuformið og kælið í 8 klst. eða yfir nótt. Þegar þið takið skyr- kökuna úr forminu er gott að nota beittan hníf og skera meðfram köntum formsins áður en þið losið það utan af. Setjið kökuna á fallegan disk og skreyt- ið. Toppur: Þeytið rjóma og setjið yfir kökuna ásamt ferskum hindberjum. Hér er notast við sprautustút 1M til að mynda rósir úr rjómanum. Geymið í kæli þar til kakan er borin fram og sigtið þá mögu- lega smá flórsykur yfir ef þið viljið. Dásamleg skyrkaka með hindberjum og hvítu súkkulaði 1 stk. svínasíða 3 stk. lárviðarlauf 1 msk. piparkorn 1 stk. laukur, skorinn gróft 2 stk. teningar af svínakjöts- krafti eða 2 msk. svínakraftur Flögusalt, t.d. gott sjávarsalt Aðferð: Setjið kjötið í stór- an pott ásamt lárvið- arlaufum, piparkornum, lauk og kjötkrafti. Hellið vatni yf- ir þannig að rétt fljóti yfir kjötið. Setjið á eldavél og kveikið undir, hleypið suðunni rólega upp (ég nota stillingu 7 af 10). Þegar suðan er komin, lækk- ið þá vel undir og leyfið kjöt- inu að malla við vægan hita í um 40 mínútur. Hitið ofn í 240°, gjarnan með blæstri. Takið kjötið úr pottinum og leggið í fat, puruhliðina upp, leyfið aðeins að rjúka úr því og þerrið með eldhús- pappír. Ef það er búið að skera í kjötið, farið þá aftur í rifurnar með beittum hníf, gerið jafnvel fleiri rendur og skerið vel alveg niður að kjöt- inu. Nuddið svo vel af salti á puruna og passið að fara vel ofan í rifurnar en líka að hafa salt ofan á skinninu. Setjið inn í ofn og látið puruna stökkna og „popp- ast“. Þetta getur tekið 20-40 mínútur. Fylgist vel með kjötinu. Fallegt er að skreyta með lárviðarlaufum. Svínapurusteik 2½ dl rjómi frá Gott í matinn 1 dós 18% sýrður rjómi frá Gott í matinn 1 dl af kjötsoði úr potti 1 msk. rifsberjasulta 1 msk. sojasósa ½ stk. kjötkraftsteningur (hálfur til heill teningur) 2 msk. gróft dijonsinnep (2-3 msk.) Aðferð: Allt sett í pott, hitað að suðu og pískað saman. Smakkið ykkur áfram með sultu, sinn- epi og soja.Þykkið með sósujafnara ef ykkur finnst þurfa. Sinnepsrjómasósa Jólamatur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.