Morgunblaðið - 18.01.2018, Side 1

Morgunblaðið - 18.01.2018, Side 1
Taka á nýjan meðferðarkjarna Landspítalans við Hringbraut í notkun árið 2023. SPITAL-hópur- Lítil áhrif bílaleigubíla » Þorsteinn R. Hermannsson segir talningu við snið þrjú, vestan Kringlumýrarbrautar, sýna litla aukningu bíla- umferðar á síðustu árum þótt ferðamönnum hafi fjölgað gríðarlega síðustu ár. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Við hönnun umferðarmannvirkja við nýjan Landspítala er gert ráð fyrir að mun hærra hlutfall starfsmanna muni ferðast með strætó en nú er. Þyrfti hlutfallið að margfaldast. Þorsteinn R. Hermannsson, sam- göngustjóri Reykjavíkur, segir þetta ríma við þá stefnu borgar- yfirvalda að árið 2030 verði 58% allra ferða í borginni farin með einkabíl, borið saman við um 75% hlutfall slíkra ferða nú. Kristinn Jón Eysteinsson, skipu- lagsfræðingur hjá Reykjavíkurborg, hefur áætlað að bílastæði verði fyrir 40% starfsmanna nýja spítalans yfir daginn. Til samanburðar sögðust 75% starfsmanna spítalans oftast ferðast með bíl vorið 2014. Um 6% þeirra notuðu þá oftast strætó. inn hefur áætlað að þá muni 5-6 þúsund manns starfa á svæðinu. Fram kom í greinargerð SPITAL vorið 2012 að vegna mikillar nýt- ingar bílastæða við sjúkrahúsið yfir daginn þyrftu starfsmenn þess að nota bílastæði utan við deiliskipu- lagssvæðið. Taki strætó á spítalann  Ný stefna mótuð í umferðarmálum á svæði nýja Landspítalans  Meirihluti 5-6 þúsund starfsmanna komi ekki akandi til vinnu MNotkun strætó … »6 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hringbraut Mikil bílaumferð er flesta daga við lóð Landspítalans. F I M M T U D A G U R 1 8. J A N Ú A R 2 0 1 8 Stofnað 1913  15. tölublað  106. árgangur  Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 LANDSINS MESTA ÚRVAL AF RIEDELGLÖSUM KVIKMYND MARÍU SÓLRÚNAR Á BERLINALE DAVÍÐ ODDSSON 70 ÁRA REIÐA SIG Á MÆLINGAR Á ÁSTANDI HAFS MÓTTAKA Í HÁDEGISMÓUM 4 VIÐSKIPTAMOGGINNÁTÖK HJÁ ADAM 12  Icelandair flýgur nú á 23 áfangastaði í Bandaríkjunum og Kanada. Ný- lega tilkynnti fyrirtækið að það hygðist fljúga til Baltimore, San Francisco og Kansas. Með nýj- ustu viðbótinni hefur fyrirtækið skipað sér í hóp þeirra félaga sem fljúga á flesta áfangastaði vestanhafs. Raunar er það nú aðeins British Airways sem býður upp á fleiri áfangastaði í Bandaríkjunum og Kanada. Þá býð- ur Lufthansa upp á 23 áfangastaði, jafnmarga og Icelandair. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir í viðtali við ViðskiptaMoggann í dag að félagið leiti enn nýrra áfangastaða og m.a. sé litið til þess að sækja dýpra inn á Evrópumarkað og jafnvel til Asíu einnig. Aðeins British Air- ways með fleiri áfangastaði vestra Björgólfur Jóhannsson Stúlkur úr 6. bekk MR nýta sér góða veðrið og spila fótbolta við ágætis aðstæður á Reykjavíkurtjörn. Snjór yfir ísilagðri Tjörninni gerir hana að nothæfum fótboltavelli. Veðurstofan spáir því að áframhaldandi frost verði næstu daga; veður verði meinlítið með smáéljum og jafnvel smásnjókomu. Á föstudag er spáð að bæti í ofankomuna á Norður- og Austur- landi. Á sunnudaginn er búist við lægðum og einhverri ofan- komu á austanverðu landinu. Eftir helgi verði óróleiki í veðr- inu og lægðagangur. Líf og fjör í vetrarsól á Tjörninni í Reykjavík í stilltu en köldu veðri Morgunblaðið/Hari Náttúrulegur fótboltavöllur  Vegagerðin kynnti í haust tillög- ur til úrbóta á Hafnarfjarðarvegi í gegnum Garðabæ. Þær fólu í sér talsverðar breytingar á samgöngu- mannvirkjum og átti að ráðast í framkvæmdir í vor. Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa nú óskað eftir því við Vegagerðina að skoðaðar verði endurbætur sem séu umfangsminni en fyrri tillögur og fram fari grein- ing á öðrum lausnum og kostnaði. Gunnar Einarsson bæjarstjóri segir að samkvæmt aðalskipulagi Garðabæjar frá 2006 sé miðað við að Hafnarfjarðarvegur verði lagð- ur í stokk milli Vífilsstaðavegar og Lyngáss og þar verði mislæg gatna- mót. Stokkalausn sé enn helsta krafa bæjaryfirvalda en tillögurnar séu ekki í samræmi við aðal- skipulag. „Við óttumst að verði far- ið í tillögur Vegagerðarinnar eins og þær voru upphaflega kynntar sé það svo mikil framkvæmd að enn lengra verði í stokkalausnina. Því viljum við skoða einfaldari lausnir,“ segir Gunnar. »24-25 Bíða stokkalausnar og vilja minni fram- kvæmdir á meðan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.